Íbúar í Vesturbæ orðnir gráhærðir vegna langvarandi gatnaframkvæmda Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2022 15:06 Gatnaframkvæmdir við Framnesveg eru að gera íbúa í Vesturbænum brjálaða. vísir/vilhelm Gatnaframkvæmdir í Vesturbænum hafa nú staðið yfir von úr viti og er þolinmæði íbúa á þrotum. Þeir segja að hvorki gangi né reki með verkið. Dæmi eru um að fólk hafi sprengt dekk á bílum sínum þegar þeir hafa verið að þæfa sig yfir járnplanka sem settur hefur verið skurð á Framnesveig. Á Facebook-hópi Vesturbæjar má sjá að íbúar eru orðnir afar gramir vegna framkvæmdanna. Freyr Rögnvaldsson blaðamaður, íbúi við Framnesveg, ritar harðorðan pistil sem hann birti þar fyrir nokkrum dögum, opið bréf til Veitna og Veitur þjónustu. Erfitt er að komast leiðar sinnar vestur í bæ um þessar mundir og hefur svo verið um hríð.vísir/vilhelm „Mér leikur hugur á að vita hvort Veitur ætli sér að láta Framnesveg í Vesturbænum standa sundurgrafinn langt fram á vetur eða hvort þið hafið hug á að taka ykkur saman í andlitinu og ganga frá framkvæmdum þar svo sómi sé að?“ spyr Freyr. Hann fylgdi bréfi sínu eftir með hringingu í Veitur í gær og fékk svo símtal frá ábyrgðarmanni framkvæmdanna í morgun þar sem honum var lofað því að skurðinum yrði lokið innan tíðar. Íbúar vestur í bæ taka því loforði með fyrirvara, að fenginni reynslu. Viktoría sprengir dekk á bíl sínum Freyr birti myndir með pistli sínum sem sýna að þar er harnær ófært fyrir fólk, gangandi eða hjólandi, á gatnamótum Framnesvegar og Hringbrautar. Og þeir sem eru á hjólastól komast ekki þar um. „Brýr sem settar eru yfir skurðina sem þið hafið grafið eru fáránlega brattar og ekkert hugað að því að fletja út rampana upp á þá, auk þess sem þær eru mjög mjóar. Það er óþolandi og til skammar fyrir hvern sem er, en fyrir fyrirtæki í almannaeigu er það glæpsamleg vanræksla.“ Glæpsamleg vanræksla, segir Freyr Rögnvaldsson íbúi við Framnesveg.vísir/vilhelm Athugasemdir láta ekki á sér standa og ljóst er að íbúar eru afar ósáttir. Jón Páll Ásgeirsson segir Framnesveginn hafa verið áralangt vandamál og þarna sé aldrei sálu við störf að sjá. „Þessi skurður yfir götuna við Hringbraut dýpkar stöðugt og endar með ósköpum,“ segir Jón Páll. Og það var einmitt það sem henti Viktoríu Hermannsdóttir útvarps- og sjónvarpskona sem skar dekk á bíl sínum þar. Á versta tíma því hún var þá á þönum við að undirbúa brúðkaup sitt og Sóla Hólm skemmtikrafts. Látið af sleifarlaginu! Framkvæmdir við götuna hafa staðið yfir frá því snemma í sumar og þarna hefur nú verið opinn skurður síðan 18. ágúst. „Ekki hefur sést nokkur maður í vinnu á svæðinu frá því um miðja síðustu viku. Handrið eru laus og valda stórhættu á því að fólk detti,“ segir Freyr í áðurnefndu bréfi sínu. Og hann heldur áfram að lýsa aðstæðum: Íbúar segjast hafa fullan skilning á því að farið sé í framkvæmdir og lagfæringar. Annað mál sé hversu ofboðslega langan tíma þær hafa tekið.vísir/vilhelm „Gangstétt á Framnesvegi milli Hringbrautar og Grandavegs er ónothæf vestan megin og austan megin er hún ekki til staðar heldur aðeins grófur ofaníburður, sem rýkur úr í roki, er illfær, skemmir dekk á hjólum, barnavögnum og hjólastólum, auk þess sem fólk sem á erfitt með gang, aldraðir til að mynda, geta illa eða ekki gengið þarna,“ segir Freyr sem krefst þess að þeir sem að framkvæmdum standi sendi mannskap þegar á vettvang og ljúki þessu verki. „[Verki] sem ég hef fullan skilning á að þurfi að vinna. Ég get hins vegar ekki sætt mig við sleifarlagið sem á þessu er.“ Skipulag Samgöngur Reykjavík Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Dæmi eru um að fólk hafi sprengt dekk á bílum sínum þegar þeir hafa verið að þæfa sig yfir járnplanka sem settur hefur verið skurð á Framnesveig. Á Facebook-hópi Vesturbæjar má sjá að íbúar eru orðnir afar gramir vegna framkvæmdanna. Freyr Rögnvaldsson blaðamaður, íbúi við Framnesveg, ritar harðorðan pistil sem hann birti þar fyrir nokkrum dögum, opið bréf til Veitna og Veitur þjónustu. Erfitt er að komast leiðar sinnar vestur í bæ um þessar mundir og hefur svo verið um hríð.vísir/vilhelm „Mér leikur hugur á að vita hvort Veitur ætli sér að láta Framnesveg í Vesturbænum standa sundurgrafinn langt fram á vetur eða hvort þið hafið hug á að taka ykkur saman í andlitinu og ganga frá framkvæmdum þar svo sómi sé að?“ spyr Freyr. Hann fylgdi bréfi sínu eftir með hringingu í Veitur í gær og fékk svo símtal frá ábyrgðarmanni framkvæmdanna í morgun þar sem honum var lofað því að skurðinum yrði lokið innan tíðar. Íbúar vestur í bæ taka því loforði með fyrirvara, að fenginni reynslu. Viktoría sprengir dekk á bíl sínum Freyr birti myndir með pistli sínum sem sýna að þar er harnær ófært fyrir fólk, gangandi eða hjólandi, á gatnamótum Framnesvegar og Hringbrautar. Og þeir sem eru á hjólastól komast ekki þar um. „Brýr sem settar eru yfir skurðina sem þið hafið grafið eru fáránlega brattar og ekkert hugað að því að fletja út rampana upp á þá, auk þess sem þær eru mjög mjóar. Það er óþolandi og til skammar fyrir hvern sem er, en fyrir fyrirtæki í almannaeigu er það glæpsamleg vanræksla.“ Glæpsamleg vanræksla, segir Freyr Rögnvaldsson íbúi við Framnesveg.vísir/vilhelm Athugasemdir láta ekki á sér standa og ljóst er að íbúar eru afar ósáttir. Jón Páll Ásgeirsson segir Framnesveginn hafa verið áralangt vandamál og þarna sé aldrei sálu við störf að sjá. „Þessi skurður yfir götuna við Hringbraut dýpkar stöðugt og endar með ósköpum,“ segir Jón Páll. Og það var einmitt það sem henti Viktoríu Hermannsdóttir útvarps- og sjónvarpskona sem skar dekk á bíl sínum þar. Á versta tíma því hún var þá á þönum við að undirbúa brúðkaup sitt og Sóla Hólm skemmtikrafts. Látið af sleifarlaginu! Framkvæmdir við götuna hafa staðið yfir frá því snemma í sumar og þarna hefur nú verið opinn skurður síðan 18. ágúst. „Ekki hefur sést nokkur maður í vinnu á svæðinu frá því um miðja síðustu viku. Handrið eru laus og valda stórhættu á því að fólk detti,“ segir Freyr í áðurnefndu bréfi sínu. Og hann heldur áfram að lýsa aðstæðum: Íbúar segjast hafa fullan skilning á því að farið sé í framkvæmdir og lagfæringar. Annað mál sé hversu ofboðslega langan tíma þær hafa tekið.vísir/vilhelm „Gangstétt á Framnesvegi milli Hringbrautar og Grandavegs er ónothæf vestan megin og austan megin er hún ekki til staðar heldur aðeins grófur ofaníburður, sem rýkur úr í roki, er illfær, skemmir dekk á hjólum, barnavögnum og hjólastólum, auk þess sem fólk sem á erfitt með gang, aldraðir til að mynda, geta illa eða ekki gengið þarna,“ segir Freyr sem krefst þess að þeir sem að framkvæmdum standi sendi mannskap þegar á vettvang og ljúki þessu verki. „[Verki] sem ég hef fullan skilning á að þurfi að vinna. Ég get hins vegar ekki sætt mig við sleifarlagið sem á þessu er.“
Skipulag Samgöngur Reykjavík Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira