Íbúar í Vesturbæ orðnir gráhærðir vegna langvarandi gatnaframkvæmda Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2022 15:06 Gatnaframkvæmdir við Framnesveg eru að gera íbúa í Vesturbænum brjálaða. vísir/vilhelm Gatnaframkvæmdir í Vesturbænum hafa nú staðið yfir von úr viti og er þolinmæði íbúa á þrotum. Þeir segja að hvorki gangi né reki með verkið. Dæmi eru um að fólk hafi sprengt dekk á bílum sínum þegar þeir hafa verið að þæfa sig yfir járnplanka sem settur hefur verið skurð á Framnesveig. Á Facebook-hópi Vesturbæjar má sjá að íbúar eru orðnir afar gramir vegna framkvæmdanna. Freyr Rögnvaldsson blaðamaður, íbúi við Framnesveg, ritar harðorðan pistil sem hann birti þar fyrir nokkrum dögum, opið bréf til Veitna og Veitur þjónustu. Erfitt er að komast leiðar sinnar vestur í bæ um þessar mundir og hefur svo verið um hríð.vísir/vilhelm „Mér leikur hugur á að vita hvort Veitur ætli sér að láta Framnesveg í Vesturbænum standa sundurgrafinn langt fram á vetur eða hvort þið hafið hug á að taka ykkur saman í andlitinu og ganga frá framkvæmdum þar svo sómi sé að?“ spyr Freyr. Hann fylgdi bréfi sínu eftir með hringingu í Veitur í gær og fékk svo símtal frá ábyrgðarmanni framkvæmdanna í morgun þar sem honum var lofað því að skurðinum yrði lokið innan tíðar. Íbúar vestur í bæ taka því loforði með fyrirvara, að fenginni reynslu. Viktoría sprengir dekk á bíl sínum Freyr birti myndir með pistli sínum sem sýna að þar er harnær ófært fyrir fólk, gangandi eða hjólandi, á gatnamótum Framnesvegar og Hringbrautar. Og þeir sem eru á hjólastól komast ekki þar um. „Brýr sem settar eru yfir skurðina sem þið hafið grafið eru fáránlega brattar og ekkert hugað að því að fletja út rampana upp á þá, auk þess sem þær eru mjög mjóar. Það er óþolandi og til skammar fyrir hvern sem er, en fyrir fyrirtæki í almannaeigu er það glæpsamleg vanræksla.“ Glæpsamleg vanræksla, segir Freyr Rögnvaldsson íbúi við Framnesveg.vísir/vilhelm Athugasemdir láta ekki á sér standa og ljóst er að íbúar eru afar ósáttir. Jón Páll Ásgeirsson segir Framnesveginn hafa verið áralangt vandamál og þarna sé aldrei sálu við störf að sjá. „Þessi skurður yfir götuna við Hringbraut dýpkar stöðugt og endar með ósköpum,“ segir Jón Páll. Og það var einmitt það sem henti Viktoríu Hermannsdóttir útvarps- og sjónvarpskona sem skar dekk á bíl sínum þar. Á versta tíma því hún var þá á þönum við að undirbúa brúðkaup sitt og Sóla Hólm skemmtikrafts. Látið af sleifarlaginu! Framkvæmdir við götuna hafa staðið yfir frá því snemma í sumar og þarna hefur nú verið opinn skurður síðan 18. ágúst. „Ekki hefur sést nokkur maður í vinnu á svæðinu frá því um miðja síðustu viku. Handrið eru laus og valda stórhættu á því að fólk detti,“ segir Freyr í áðurnefndu bréfi sínu. Og hann heldur áfram að lýsa aðstæðum: Íbúar segjast hafa fullan skilning á því að farið sé í framkvæmdir og lagfæringar. Annað mál sé hversu ofboðslega langan tíma þær hafa tekið.vísir/vilhelm „Gangstétt á Framnesvegi milli Hringbrautar og Grandavegs er ónothæf vestan megin og austan megin er hún ekki til staðar heldur aðeins grófur ofaníburður, sem rýkur úr í roki, er illfær, skemmir dekk á hjólum, barnavögnum og hjólastólum, auk þess sem fólk sem á erfitt með gang, aldraðir til að mynda, geta illa eða ekki gengið þarna,“ segir Freyr sem krefst þess að þeir sem að framkvæmdum standi sendi mannskap þegar á vettvang og ljúki þessu verki. „[Verki] sem ég hef fullan skilning á að þurfi að vinna. Ég get hins vegar ekki sætt mig við sleifarlagið sem á þessu er.“ Skipulag Samgöngur Reykjavík Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Dæmi eru um að fólk hafi sprengt dekk á bílum sínum þegar þeir hafa verið að þæfa sig yfir járnplanka sem settur hefur verið skurð á Framnesveig. Á Facebook-hópi Vesturbæjar má sjá að íbúar eru orðnir afar gramir vegna framkvæmdanna. Freyr Rögnvaldsson blaðamaður, íbúi við Framnesveg, ritar harðorðan pistil sem hann birti þar fyrir nokkrum dögum, opið bréf til Veitna og Veitur þjónustu. Erfitt er að komast leiðar sinnar vestur í bæ um þessar mundir og hefur svo verið um hríð.vísir/vilhelm „Mér leikur hugur á að vita hvort Veitur ætli sér að láta Framnesveg í Vesturbænum standa sundurgrafinn langt fram á vetur eða hvort þið hafið hug á að taka ykkur saman í andlitinu og ganga frá framkvæmdum þar svo sómi sé að?“ spyr Freyr. Hann fylgdi bréfi sínu eftir með hringingu í Veitur í gær og fékk svo símtal frá ábyrgðarmanni framkvæmdanna í morgun þar sem honum var lofað því að skurðinum yrði lokið innan tíðar. Íbúar vestur í bæ taka því loforði með fyrirvara, að fenginni reynslu. Viktoría sprengir dekk á bíl sínum Freyr birti myndir með pistli sínum sem sýna að þar er harnær ófært fyrir fólk, gangandi eða hjólandi, á gatnamótum Framnesvegar og Hringbrautar. Og þeir sem eru á hjólastól komast ekki þar um. „Brýr sem settar eru yfir skurðina sem þið hafið grafið eru fáránlega brattar og ekkert hugað að því að fletja út rampana upp á þá, auk þess sem þær eru mjög mjóar. Það er óþolandi og til skammar fyrir hvern sem er, en fyrir fyrirtæki í almannaeigu er það glæpsamleg vanræksla.“ Glæpsamleg vanræksla, segir Freyr Rögnvaldsson íbúi við Framnesveg.vísir/vilhelm Athugasemdir láta ekki á sér standa og ljóst er að íbúar eru afar ósáttir. Jón Páll Ásgeirsson segir Framnesveginn hafa verið áralangt vandamál og þarna sé aldrei sálu við störf að sjá. „Þessi skurður yfir götuna við Hringbraut dýpkar stöðugt og endar með ósköpum,“ segir Jón Páll. Og það var einmitt það sem henti Viktoríu Hermannsdóttir útvarps- og sjónvarpskona sem skar dekk á bíl sínum þar. Á versta tíma því hún var þá á þönum við að undirbúa brúðkaup sitt og Sóla Hólm skemmtikrafts. Látið af sleifarlaginu! Framkvæmdir við götuna hafa staðið yfir frá því snemma í sumar og þarna hefur nú verið opinn skurður síðan 18. ágúst. „Ekki hefur sést nokkur maður í vinnu á svæðinu frá því um miðja síðustu viku. Handrið eru laus og valda stórhættu á því að fólk detti,“ segir Freyr í áðurnefndu bréfi sínu. Og hann heldur áfram að lýsa aðstæðum: Íbúar segjast hafa fullan skilning á því að farið sé í framkvæmdir og lagfæringar. Annað mál sé hversu ofboðslega langan tíma þær hafa tekið.vísir/vilhelm „Gangstétt á Framnesvegi milli Hringbrautar og Grandavegs er ónothæf vestan megin og austan megin er hún ekki til staðar heldur aðeins grófur ofaníburður, sem rýkur úr í roki, er illfær, skemmir dekk á hjólum, barnavögnum og hjólastólum, auk þess sem fólk sem á erfitt með gang, aldraðir til að mynda, geta illa eða ekki gengið þarna,“ segir Freyr sem krefst þess að þeir sem að framkvæmdum standi sendi mannskap þegar á vettvang og ljúki þessu verki. „[Verki] sem ég hef fullan skilning á að þurfi að vinna. Ég get hins vegar ekki sætt mig við sleifarlagið sem á þessu er.“
Skipulag Samgöngur Reykjavík Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira