Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. september 2022 21:15 Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan má sjá nýja auglýsingaherferð heilsugæslunnar þar sem landsmönnum er bent á að best sé að æla heima hjá sér. Forsvarsmenn heilsugæslunnar segja að auglýsingaherferðinni sé hrint af stað að gefnu tilefni því mikið sé um að fólk komi á heilsugæslustöðvar með hefðbundnar umgangspestir eins og ælupest. „Já það er ótrúlegt hvað fólk kemur hingað með og þess vegna fórum við af stað með þessa auglýsingaherferð, þetta er að gefnu tilefni sem við viljum koma þessum skilaboðum á framfæri,“ sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sigríður Dóra hvetur fólk til að vera heima ef það er með hefðbundna umgangspest. Auglýsingaherferðinni er ætlað að efla heilsulæsi fólks. arnar halldórsson Að gefnu tilefni og sér í lagi vegna þess að álag á heilsugæslustöðvar er mikið og lítið sem læknar geta gert við almennum umgangspestum sem ganga yfir á nokkrum dögum. „Við erum að vísa þarna á heilsuveru. Það er upplýsingamiðstöðin, netspjall heilsuveru þar sem fólk getur fengið almennar ráðleggingar og bara hugsa sig sjálft fram til hvað sé besta lausnin. Vera ekki að koma til okkar nema það sé eitthvað sem hægt er að gera í málinu annað en bara almenn skynsemi.“ Margir lesendur taka eflaust undir þessi skilaboð frá heilsugæslunni.vísir Já og svo bendir heilsugæslan réttilega á að það sé ekkert spes að fá niðurgang í bílinn og því best að vera bara heima. Heima er pest, hvað finnst þér um þetta slagorð? „Mér finnst þetta algjör snilld og segir allt sem við vildum segja. Þú ert best geymdur heima ef þú ert með pest.“ Heima er best, ef þú ert með pest.vísir Heilsugæsla Heilsa Auglýsinga- og markaðsmál Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan má sjá nýja auglýsingaherferð heilsugæslunnar þar sem landsmönnum er bent á að best sé að æla heima hjá sér. Forsvarsmenn heilsugæslunnar segja að auglýsingaherferðinni sé hrint af stað að gefnu tilefni því mikið sé um að fólk komi á heilsugæslustöðvar með hefðbundnar umgangspestir eins og ælupest. „Já það er ótrúlegt hvað fólk kemur hingað með og þess vegna fórum við af stað með þessa auglýsingaherferð, þetta er að gefnu tilefni sem við viljum koma þessum skilaboðum á framfæri,“ sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sigríður Dóra hvetur fólk til að vera heima ef það er með hefðbundna umgangspest. Auglýsingaherferðinni er ætlað að efla heilsulæsi fólks. arnar halldórsson Að gefnu tilefni og sér í lagi vegna þess að álag á heilsugæslustöðvar er mikið og lítið sem læknar geta gert við almennum umgangspestum sem ganga yfir á nokkrum dögum. „Við erum að vísa þarna á heilsuveru. Það er upplýsingamiðstöðin, netspjall heilsuveru þar sem fólk getur fengið almennar ráðleggingar og bara hugsa sig sjálft fram til hvað sé besta lausnin. Vera ekki að koma til okkar nema það sé eitthvað sem hægt er að gera í málinu annað en bara almenn skynsemi.“ Margir lesendur taka eflaust undir þessi skilaboð frá heilsugæslunni.vísir Já og svo bendir heilsugæslan réttilega á að það sé ekkert spes að fá niðurgang í bílinn og því best að vera bara heima. Heima er pest, hvað finnst þér um þetta slagorð? „Mér finnst þetta algjör snilld og segir allt sem við vildum segja. Þú ert best geymdur heima ef þú ert með pest.“ Heima er best, ef þú ert með pest.vísir
Heilsugæsla Heilsa Auglýsinga- og markaðsmál Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira