Innlent

Hand­tekinn vopnaður í hús­gagna­verslun

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lokað var í versluninni.
Lokað var í versluninni. Vísir/Vilhelm

Karlmaður var handtekinn vopnaður í húsgagnaverslun í austurborginni um hádegisbil í dag. Verslunin var lokuð en vegfarandi kom auga á manninn, sem var sofandi inni í versluninni með vopn undir höndum.

Maðurinn gistir nú fangageymslu en lögreglan segir hann ekki hafa verið í góðu ástandi sökum áfengis- og vímuefnaneyslu.

Þá var ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði klukkan eitt í dag en sá var ekki með ökuréttindi og reyndist auk þess vopnaður rýtingi. Vopnið var haldlagt.

Rétt fyrir klukkan hálf tvö var tilkynnt um umferðaróhapp á Miklubraut þar sem einn reyndi að flýja af vettvangi. Sá reyndist undir áhrifum áfengis og vímuefna og var hann handtekinn. Lögregla segir manninn hafa brotið gegn fjölmörgum öðrum greinum umferðarlaga.

Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×