Mikil ölvun í nótt og grunur um tvær byrlanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 07:26 Það var mikið um að vera í nótt, ekki síst vegna ölvunar. Vísir/Kolbeinn Tumi Daðason Mikið hefur verið um að vera í borginni í gærkvöld í nótt en lögregla hafði í nógu að snúast, meðal annars vegna hávaðatilkynninga og ölvunar í miðbænum. Grunur er um að tveimur hafi verið byrlað í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að átta hafi verið stöðvaðir fyrir ölvunarakstur. Einn þeirra var tekinn þegar hann mældist á 87 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 60. Lögregla þurfti þá að hafa afskipti af manni sem sást sofandi í bílstjóra sæti bifreiðar klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá reyndist undir áhrifum áfengis og voru bíllyklarnir teknir af honum. Tilkynnt var um ósjálfbjarga aðila í miðbæ Reykjavíkur en sá var ofurölvi og reyndist ekki geta staðið í fæturna þegar lögregla mætti á vettvang. Honum var ekið heim af lögreglu. Tilkynnt var um líkamsárás af dyraverði í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf eitt í nótt. Lögregla fór á vettvang og handtók tvo sem grunaðir eru um líkamsárás gegn dyravörðum. Tvíeykið var handtekið og skýrsla tekin af þeim. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Þá var tilkynnt um slagsmál milli tveggja á sjöunda tímanum í gær. Þegar lögreglu bar að garði voru árásaraðilar flúnir en brotaþoli enn á vettvangi. Af honumv ar tekin skýrsla og er málið til rannsókar. Einn var stöðvaður fyrir hraðakstur á fjórða tímanum í nótt í Hafnarfirði en sá var á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 80 kílometrar. Ökumaðurinn vildi þó meina það við lögreglu að hann hafi verið á 135 kílómetra hraða. Maðurinn reyndist hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna og ökuréttindi hans voru útrunnin. Hann var handtekinn og látinn gefa blóð- og þvagsýni en var svo sleppt úr haldi. Tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í stigagangi í fjölbýlishúsi í Kópavogi á níunda tímanu í gær. Þegar lögreglu bar að garði tókst henni að vekja manninn, sem var seinn í gang, kaldsveittur og á iði. Að sögn lögregluannanna talaði hann tungumál sem þeir höfðu aldrei heyrt og var þá mat þeirra að fá sjúkraliða á vettvang til að kanna ástand hans og lífsmörk. Samkvæmt dagbók lögreglu fór maðurinn skyndilega að tala íslensku á meðan beðið var eftir sjúkraliðanum og í ljós kom að hann býr í stigaganginum og honum því fylgt heim, þangað sem sjúkraliði kom og hvatti manninn að fara í háttinn. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. 10. september 2022 19:26 Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. 10. september 2022 12:38 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að átta hafi verið stöðvaðir fyrir ölvunarakstur. Einn þeirra var tekinn þegar hann mældist á 87 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 60. Lögregla þurfti þá að hafa afskipti af manni sem sást sofandi í bílstjóra sæti bifreiðar klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá reyndist undir áhrifum áfengis og voru bíllyklarnir teknir af honum. Tilkynnt var um ósjálfbjarga aðila í miðbæ Reykjavíkur en sá var ofurölvi og reyndist ekki geta staðið í fæturna þegar lögregla mætti á vettvang. Honum var ekið heim af lögreglu. Tilkynnt var um líkamsárás af dyraverði í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf eitt í nótt. Lögregla fór á vettvang og handtók tvo sem grunaðir eru um líkamsárás gegn dyravörðum. Tvíeykið var handtekið og skýrsla tekin af þeim. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Þá var tilkynnt um slagsmál milli tveggja á sjöunda tímanum í gær. Þegar lögreglu bar að garði voru árásaraðilar flúnir en brotaþoli enn á vettvangi. Af honumv ar tekin skýrsla og er málið til rannsókar. Einn var stöðvaður fyrir hraðakstur á fjórða tímanum í nótt í Hafnarfirði en sá var á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 80 kílometrar. Ökumaðurinn vildi þó meina það við lögreglu að hann hafi verið á 135 kílómetra hraða. Maðurinn reyndist hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna og ökuréttindi hans voru útrunnin. Hann var handtekinn og látinn gefa blóð- og þvagsýni en var svo sleppt úr haldi. Tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í stigagangi í fjölbýlishúsi í Kópavogi á níunda tímanu í gær. Þegar lögreglu bar að garði tókst henni að vekja manninn, sem var seinn í gang, kaldsveittur og á iði. Að sögn lögregluannanna talaði hann tungumál sem þeir höfðu aldrei heyrt og var þá mat þeirra að fá sjúkraliða á vettvang til að kanna ástand hans og lífsmörk. Samkvæmt dagbók lögreglu fór maðurinn skyndilega að tala íslensku á meðan beðið var eftir sjúkraliðanum og í ljós kom að hann býr í stigaganginum og honum því fylgt heim, þangað sem sjúkraliði kom og hvatti manninn að fara í háttinn.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. 10. september 2022 19:26 Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. 10. september 2022 12:38 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. 10. september 2022 19:26
Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. 10. september 2022 12:38