Bjóða fólki heim til sín að tína hamp Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. september 2022 20:09 Það eru allir velkomnir á bæinn Hrút í Ásahreppi rétt hjá Hellu til að tína hamp. Það þarf bara að setja sig í samband við Bergstein eða Sigríði Þóru á Facebook áður og láta þau vita. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjónin á bænum Hrúti í Ásahreppi hafa tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki að koma heim til sín og tína sinn eigin hamp, sem hægt er að nýta í te, olíur og margt fleira. Sigríður Þóra Árdal, sem er grafískur hönnuður og Bergsteinn Björgúlfsson, margverðlaunaður kvikmyndagerðamaður hafa komið sér vel fyrir í sveitasælunni í Rangárþingi ytra, eða nánar tiltekið á bænum Hrúti í Ásahreppi. Þau ákváðu að fara að rækta hamp og árangurinn lætur ekki á sér standa, plönturnar hafa vaxið vel en blómin af kvenplöntunni eru týnd og þannig hægt að búa til olíur og te af henni svo eitthvað sé nefnt. “Þetta er karlplantan og þetta er kvenplantan og eini tilgangur karlplöntunnar er að frjóvga kvenplöntuna. Þegar hún er búin að því þá sölnar karlplantan og deyr. Þá fer kvenplantan að mynda fræ,” segir Bergsteinn. Bergsteinn að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er dásamlegt og ótrúlegt að sama skapi,” segir Sigríður Þóra en þau Bergsteinn bjóða nú áhugasömum að koma í sveitina og tína sinn eigin hamp. “Já, ég kynntist þessu þegar ég bjó, sem krakki í Bandaríkjunum að fara á svona sveitabæi og tína bláber , jarðarber og epli og ég man hvað mér fannst það yndislegt og við höfum sannarlega upp á nóg að bjóða hér á Hrúti, þannig að þetta er bara sjálfgefið.” Sigríður Þóra segir að nú þegar hafi komið töluvert af fólki og allir séu mjög ánægðir með framtakið og hafi gaman af því að vera í akrinum að tína blómin og síðan sé borgað eftir vigt eitthvað smotterí. Sigríður Þóra að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bergsteinn segir hamp ótrúlega plöntu. “Það er hægt að búa til úr þessu steypu, einangrun, parket, olíur og te. Svo á sama tíma þá erum við að hreinsa koltvísýrning úr umhverfinu vegna þess að hampurinn, er sú planta, sem vinnur hvað mestan koltvísýring úr andrúmsloftinu vegna þess að hann vex svo hratt, þetta er svo mikill lífmassi, sem verður til á svo stuttum tíma,” segir Bergsteinn. Bærinn Hrútur er í Ásahreppi skammt frá Hellu, eða í Vettleifshverfinu svonefnda. Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Sigríður Þóra Árdal, sem er grafískur hönnuður og Bergsteinn Björgúlfsson, margverðlaunaður kvikmyndagerðamaður hafa komið sér vel fyrir í sveitasælunni í Rangárþingi ytra, eða nánar tiltekið á bænum Hrúti í Ásahreppi. Þau ákváðu að fara að rækta hamp og árangurinn lætur ekki á sér standa, plönturnar hafa vaxið vel en blómin af kvenplöntunni eru týnd og þannig hægt að búa til olíur og te af henni svo eitthvað sé nefnt. “Þetta er karlplantan og þetta er kvenplantan og eini tilgangur karlplöntunnar er að frjóvga kvenplöntuna. Þegar hún er búin að því þá sölnar karlplantan og deyr. Þá fer kvenplantan að mynda fræ,” segir Bergsteinn. Bergsteinn að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er dásamlegt og ótrúlegt að sama skapi,” segir Sigríður Þóra en þau Bergsteinn bjóða nú áhugasömum að koma í sveitina og tína sinn eigin hamp. “Já, ég kynntist þessu þegar ég bjó, sem krakki í Bandaríkjunum að fara á svona sveitabæi og tína bláber , jarðarber og epli og ég man hvað mér fannst það yndislegt og við höfum sannarlega upp á nóg að bjóða hér á Hrúti, þannig að þetta er bara sjálfgefið.” Sigríður Þóra segir að nú þegar hafi komið töluvert af fólki og allir séu mjög ánægðir með framtakið og hafi gaman af því að vera í akrinum að tína blómin og síðan sé borgað eftir vigt eitthvað smotterí. Sigríður Þóra að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bergsteinn segir hamp ótrúlega plöntu. “Það er hægt að búa til úr þessu steypu, einangrun, parket, olíur og te. Svo á sama tíma þá erum við að hreinsa koltvísýrning úr umhverfinu vegna þess að hampurinn, er sú planta, sem vinnur hvað mestan koltvísýring úr andrúmsloftinu vegna þess að hann vex svo hratt, þetta er svo mikill lífmassi, sem verður til á svo stuttum tíma,” segir Bergsteinn. Bærinn Hrútur er í Ásahreppi skammt frá Hellu, eða í Vettleifshverfinu svonefnda.
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira