Í tilkynningu frá Skógrækt ríkisins segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verði viðstödd í skóginum á Kirkjubæjarklaustri þegar tréð verður formlega útnefnt á mánudaginn.
„Stóra spurningin er: Hefur hæsta tré landsins náð þrjátíu metra hæð? Ítarlegar mælingar hafa nú þegar farið fram á trénu, sem er sitkagreni gróðursett af heimafólki á Klaustri árið 1949. Þess hefur verið beðið í nokkur ár að fyrsta tréð á Íslandi frá því fyrir ísöld hafi náð þrjátíu metrum.
Tilkynnt verður um niðurstöðu þessara mælinga við athöfnina á mánudag sem hefst klukkan sextán. Þá kemur sannleikurinn í ljós,“ segir í tilkynningunni.