Stefán var í byrjunarliði Silkeborg og lék stærstan hluta leiksins á miðjunni. Hann var þó tekinn af velli þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, verandi búinn að næla sér í gult spjald í fyrri hálfleik.
Það var hins vegar Fabio Silva sem skoraði eina mark leiksins þegar hann kom Anderlecht í forystu með marki af vítapunktinum á 81. mínútu og niðurstaðan því 1-0 sigur Belganna.
Anderlecht er nú með þrjú stig eftir fyrsta leik riðlakeppninnar, en Stefán Teitur og félagar þurfa hins vegar að bíða lengur eftir sínum fyrstu stigum.