Barist um hvern haus á Austurlandi og hótel keypt til að hýsa starfsfólk Kristján Már Unnarsson skrifar 7. september 2022 23:23 Einar Þorsteinsson er forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Sigurjón Ólason Vinnuaflsskortur þjakar atvinnulíf á Austurlandi. Skortur á húsnæði hamlar því að fólk flytji inn í fjórðunginn og eru dæmi um að fyrirtæki hafi keypt hótel til að koma starfsfólki fyrir. „Okkar stærsta áskorun núna er vinnuaflið. Við erum að berjast um hvern haus sem hægt er að fá,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, í viðtali við Stöð 2, en álverið er stærsti vinnustaður Austurlands. Smærri fyrirtæki glíma við sama vanda. Samúel Karl Sigurðsson á Reyðarfirði er framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu.Sigurjón Ólason „Það vantar fólk í öll störf. Það vantar allsstaðar fólk hérna. Menn eru jafnvel að gefast upp á rekstri vegna þess að þeir hafa ekki mannskap,“ segir Samúel Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu á Reyðarfirði. Garðyrkjustöðin Blómahornið á Reyðarfirði hefur átt í vandræðum með að fá starfsfólk í sumar. Eigandinn neyðist til að leita á náðir ættingja með aðstoð. Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir garðyrkjufræðingur er eigandi Blómahornsins á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Fjölskyldan er með. Karlinn kemur svo þegar hann er búinn í vinnunni sinni, klukkan fjögur,“ segir Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir, garðyrkjufræðingur í Blómahorninu. Lára Björnsdóttir vinnur bæði hjá Umhverfisstofnun auk þess að hafa umsjón með tjaldsvæðum Fjarðabyggðar. Lára Björnsdóttir, starfsmaður Umhverfisstofnunar og umsjónarmaður tjaldsvæða Fjarðabyggðar.Sigurjón Ólason „Það er erfitt að fá starfsfólk í alla ferðaþjónustu. Það vantar húsnæði fyrir starfsfólk. Svo það er ekkert auðvelt að flytja inn starfsfólk annarsstaðar að,“ segir Lára. Fyrirtækið Launafl greip til þess ráðs að kaupa hótel á Reyðarfirði til að hýsa starfsmenn. Magnús Helgason er framkvæmdastjóri iðnfyrirtækisins Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Keypti hér gistiheimili af Marlín, nítján herbergja eiginlega hótel, til þess að koma mannskapnum fyrir.“ -Það er bara svona mikill húsnæðisskortur? „Húsnæðisskorturinn er gífurlegur og við erum að stækka það en dugar ekki til,“ segir Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Launafls. Þær Þuríður Sif Ævarsdóttir og Barbara Izabela Kubielas starfa við blikksmíðadeild Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Til að fá gott fólk, þá þarf það að geta búið einhversstaðar. Og það hefur verið umtalsverður skortur á húsnæði hérna fyrir austan,“ segir forstjóri álversins. „Til dæmis á tjaldsvæðinu á Eskifirði hjá okkur, þar eru tveir ungir drengir sem tóku að sér umsjón með tjaldsvæðinu gegn því að fá að búa þar. En þeirra aðalstarf er í álverinu hérna, Fjarðaál,“ segir Lára. „Það er verið að byrja að byggja íbúðir; á Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Neskaupstað og Reyðarfirði. Þannig að þetta horfir núna til bóta. En þetta er okkar langstærsta ögrandi verkefni í dag,“ segir Einar Þorsteinsson hjá Fjarðaáli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vinnumarkaður Húsnæðismál Fjarðabyggð Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47 Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. 12. júlí 2022 14:23 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Okkar stærsta áskorun núna er vinnuaflið. Við erum að berjast um hvern haus sem hægt er að fá,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, í viðtali við Stöð 2, en álverið er stærsti vinnustaður Austurlands. Smærri fyrirtæki glíma við sama vanda. Samúel Karl Sigurðsson á Reyðarfirði er framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu.Sigurjón Ólason „Það vantar fólk í öll störf. Það vantar allsstaðar fólk hérna. Menn eru jafnvel að gefast upp á rekstri vegna þess að þeir hafa ekki mannskap,“ segir Samúel Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu á Reyðarfirði. Garðyrkjustöðin Blómahornið á Reyðarfirði hefur átt í vandræðum með að fá starfsfólk í sumar. Eigandinn neyðist til að leita á náðir ættingja með aðstoð. Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir garðyrkjufræðingur er eigandi Blómahornsins á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Fjölskyldan er með. Karlinn kemur svo þegar hann er búinn í vinnunni sinni, klukkan fjögur,“ segir Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir, garðyrkjufræðingur í Blómahorninu. Lára Björnsdóttir vinnur bæði hjá Umhverfisstofnun auk þess að hafa umsjón með tjaldsvæðum Fjarðabyggðar. Lára Björnsdóttir, starfsmaður Umhverfisstofnunar og umsjónarmaður tjaldsvæða Fjarðabyggðar.Sigurjón Ólason „Það er erfitt að fá starfsfólk í alla ferðaþjónustu. Það vantar húsnæði fyrir starfsfólk. Svo það er ekkert auðvelt að flytja inn starfsfólk annarsstaðar að,“ segir Lára. Fyrirtækið Launafl greip til þess ráðs að kaupa hótel á Reyðarfirði til að hýsa starfsmenn. Magnús Helgason er framkvæmdastjóri iðnfyrirtækisins Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Keypti hér gistiheimili af Marlín, nítján herbergja eiginlega hótel, til þess að koma mannskapnum fyrir.“ -Það er bara svona mikill húsnæðisskortur? „Húsnæðisskorturinn er gífurlegur og við erum að stækka það en dugar ekki til,“ segir Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Launafls. Þær Þuríður Sif Ævarsdóttir og Barbara Izabela Kubielas starfa við blikksmíðadeild Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Til að fá gott fólk, þá þarf það að geta búið einhversstaðar. Og það hefur verið umtalsverður skortur á húsnæði hérna fyrir austan,“ segir forstjóri álversins. „Til dæmis á tjaldsvæðinu á Eskifirði hjá okkur, þar eru tveir ungir drengir sem tóku að sér umsjón með tjaldsvæðinu gegn því að fá að búa þar. En þeirra aðalstarf er í álverinu hérna, Fjarðaál,“ segir Lára. „Það er verið að byrja að byggja íbúðir; á Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Neskaupstað og Reyðarfirði. Þannig að þetta horfir núna til bóta. En þetta er okkar langstærsta ögrandi verkefni í dag,“ segir Einar Þorsteinsson hjá Fjarðaáli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vinnumarkaður Húsnæðismál Fjarðabyggð Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47 Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. 12. júlí 2022 14:23 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47
Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30
35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. 12. júlí 2022 14:23