Staða Íslands sterk í orkumálum Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. september 2022 09:00 Við bæði sjáum og finnum á eigin skinni að hagkerfi heimsins eiga nú við ramman reip að draga í baráttunni við háa verðbólgu. Orkuverð í Evrópu hefur sjaldan verið hærra og ógnar það fjármálastöðugleika í álfunni. Verðbólguspár í Evrópu fara hækkandi og er því eins farið á Íslandi þar sem hátt húsnæðisverð og einkaneysla hafa drifið verðbólguna áfram. Þrátt fyrir að hafa séð örlitla verðbólgulækkun hér á landi í lok ágústmánaðar, er full snemmt að lýsa yfir sigri. Orkumál í Evrópu í afar erfiðri stöðu Staðan í orkumálum á Íslandi er góð, sérstaklega ef tekið er mið af stöðu þessara mála í Evrópu. Þar eru þó nokkur ríki að grípa til neyðaraðgerða til að bregðast við hækkandi gas- og orkuverði og aukinni sveiflu.Neyðaraðgerðirnar snúa meðal annars að fjárstuðningi til raforkuframleiðenda og fjármálafyrirtækja í kjölfar ákvörðunar Rússa um að stöðva gasafgreiðslur til Evrópu. Sú ákvörðun getur valdið gífurlegu álagi á fjármálakerfi ríkjanna. Þessar aðgerðir undirstrika alvarleika ástandsins í Evrópu þar sem ríkin keppast við að reyna að tryggja næga orku fyrir komandi vetur og forðast útbreiðslu neyðar meðal raforkuframleiðenda. Aðrar aðgerðir fela í sér mögulegt verðþak á annaðhvort raforku eða gas og leiðir til að aftengja gas- og raforkumarkaðinn við hagkerfið. Verð hefur hækkað langt umfram kostnað við vinnslu, framleiðslu og afhendingu. Orka okkar allra Á Íslandi lýtur orka fyrir heimilin ekki sömu reglum verðlagningar og hún gerir víða annars staðar í Evrópu. Við erum ekki bundin því að fá orku frá Rússum eins og nokkur af stærri löndum álfunnar. Hagkerfið okkar stendur feti framar þegar kemur að því að vinna bug á verðbólguógninni. Við erum rík af auðlindum og hinir ýmsu atvinnuvegir bjóða upp á ýmsa möguleika. Velsæld og samfélagsleg samstaða ætti að vera okkur öllum hugleikin og því er mikilvægt að skoða öll þau áhrif sem verðbólgan kann að hafa. Sérstaklega þarf að taka til athugunar hvaða hópum hún kemur verst niður á og grípa til nauðsynlegra úrræða þar sem við á. Þetta er verkefni okkar og því þurfum við að sinna. Það er hagur okkar allra. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Orkumál Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Við bæði sjáum og finnum á eigin skinni að hagkerfi heimsins eiga nú við ramman reip að draga í baráttunni við háa verðbólgu. Orkuverð í Evrópu hefur sjaldan verið hærra og ógnar það fjármálastöðugleika í álfunni. Verðbólguspár í Evrópu fara hækkandi og er því eins farið á Íslandi þar sem hátt húsnæðisverð og einkaneysla hafa drifið verðbólguna áfram. Þrátt fyrir að hafa séð örlitla verðbólgulækkun hér á landi í lok ágústmánaðar, er full snemmt að lýsa yfir sigri. Orkumál í Evrópu í afar erfiðri stöðu Staðan í orkumálum á Íslandi er góð, sérstaklega ef tekið er mið af stöðu þessara mála í Evrópu. Þar eru þó nokkur ríki að grípa til neyðaraðgerða til að bregðast við hækkandi gas- og orkuverði og aukinni sveiflu.Neyðaraðgerðirnar snúa meðal annars að fjárstuðningi til raforkuframleiðenda og fjármálafyrirtækja í kjölfar ákvörðunar Rússa um að stöðva gasafgreiðslur til Evrópu. Sú ákvörðun getur valdið gífurlegu álagi á fjármálakerfi ríkjanna. Þessar aðgerðir undirstrika alvarleika ástandsins í Evrópu þar sem ríkin keppast við að reyna að tryggja næga orku fyrir komandi vetur og forðast útbreiðslu neyðar meðal raforkuframleiðenda. Aðrar aðgerðir fela í sér mögulegt verðþak á annaðhvort raforku eða gas og leiðir til að aftengja gas- og raforkumarkaðinn við hagkerfið. Verð hefur hækkað langt umfram kostnað við vinnslu, framleiðslu og afhendingu. Orka okkar allra Á Íslandi lýtur orka fyrir heimilin ekki sömu reglum verðlagningar og hún gerir víða annars staðar í Evrópu. Við erum ekki bundin því að fá orku frá Rússum eins og nokkur af stærri löndum álfunnar. Hagkerfið okkar stendur feti framar þegar kemur að því að vinna bug á verðbólguógninni. Við erum rík af auðlindum og hinir ýmsu atvinnuvegir bjóða upp á ýmsa möguleika. Velsæld og samfélagsleg samstaða ætti að vera okkur öllum hugleikin og því er mikilvægt að skoða öll þau áhrif sem verðbólgan kann að hafa. Sérstaklega þarf að taka til athugunar hvaða hópum hún kemur verst niður á og grípa til nauðsynlegra úrræða þar sem við á. Þetta er verkefni okkar og því þurfum við að sinna. Það er hagur okkar allra. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun