Innlent

Steen Magnús ráðinn yfir­­­læknir heila- og tauga­­skurð­­lækninga

Bjarki Sigurðsson skrifar
Steen Magnús Friðriksson er nýr yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga hjá Landspítalanum.
Steen Magnús Friðriksson er nýr yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga hjá Landspítalanum. Vísir

Steen Magnús Friðriksson hefur verið ráðinn yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga hjá Landspítalanum. Steen Magnús hefur starfað sem yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg síðastliðin sex ár.

Steen Magnús lauk námi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1986 og níu árum seinna lauk hann sérnámi í heila- og taugaskurðlækningum við háskólasjúkrahúsið í Linköping í Svíþjóð. Þar varði hann einnig doktorsverkefni sitt í heila- og taugaskurðlækningum árið 2004.

Hann hefur starfað á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð síðan árið 2005, fyrst sem yfirlæknir taugagjörgæslu og síðar sem yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×