Hollenskir bakarar bangnir um eigið lifibrauð Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. september 2022 23:05 Hollensk bakarí hræðast ört hækkandi orkukostnað. Getty/Helen King Félag hollenskra brauð- og sætabrauðsbakara er sagt hafa sent frá sér heilsíðu auglýsingu í dagblaði þar í landi á dögunum þar sem meðlimir lýsa yfir áhyggjum vegna hækkandi orkukostnaðar. Bakaríin séu í mikilli hættu. Orkukostnaður hefur hækkað víða á meginlandi Evrópu á seinustu misserum, þar er innrás Rússlands í Úkraínu sögð hafa mikil áhrif. Í kjölfar innrásarinnar hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom flutt lítið gas til Evrópu í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. Nú hefur flæðið verið stöðvað algjörlega en orkufyrirtækið bar fyrir sig olíuleka við þjöppustöð og er óvíst hvenær gasflutningar hefjast á ný. Evrópa hefur svo sannarlega fundið fyrir þessum gasvandræðum en Íslendingar á meginlandinu hafa margir hverjir upplifað mikla hækkun á orkukostnaði á eigin skinni. Eiríkur Ragnarsson sem er búsettur í Marburg greindi frá því í samtali við fréttastofu á dögunum að hann hafi gripið til þess að birgja sig upp af timbri fyrir veturinn til þess að komast hjá því að nota gas. Yfirlýsingin frá umræddu bakarafélagi í Hollandi kemur því ekki á óvart en félagið inniheldur 1600 meðlimi. Einhverjir innan félagsins eru sagðir hafa upplifað tífalda hækkun á orkukostnaði. Mörg rótgróin fjölskyldufyrirtæki séu á barmi þess að þurfa að skella í lás vegna ástandsins. Reuters greinir frá þessu. Orkusamningar sumra bakaría séu að renna sitt skeið og megi sum búast við því að orkukostnaðurinn hækki úr 3.000 evrum í 30.000 evrur á mánuði eða úr 432 þúsund krónum í 4,3 milljónir króna á mánuði. Rafmagnsofnar í stað þeirra sem séu gasknúnir séu ekki möguleiki fyrir mörg stærri bakarí vegna slæmrar stöðu innviða. Ekki sé heldur hægt að láta hækkun sem þessa koma út í hækkuðu verði á brauði. Bakarí treysta því nú á að hollensk stjórnvöld grípi inn í vegna kostnaðarins sem fyrst, til dæmis með einhverskonar verðþaki. Orkumál Holland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sjá meira
Orkukostnaður hefur hækkað víða á meginlandi Evrópu á seinustu misserum, þar er innrás Rússlands í Úkraínu sögð hafa mikil áhrif. Í kjölfar innrásarinnar hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom flutt lítið gas til Evrópu í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. Nú hefur flæðið verið stöðvað algjörlega en orkufyrirtækið bar fyrir sig olíuleka við þjöppustöð og er óvíst hvenær gasflutningar hefjast á ný. Evrópa hefur svo sannarlega fundið fyrir þessum gasvandræðum en Íslendingar á meginlandinu hafa margir hverjir upplifað mikla hækkun á orkukostnaði á eigin skinni. Eiríkur Ragnarsson sem er búsettur í Marburg greindi frá því í samtali við fréttastofu á dögunum að hann hafi gripið til þess að birgja sig upp af timbri fyrir veturinn til þess að komast hjá því að nota gas. Yfirlýsingin frá umræddu bakarafélagi í Hollandi kemur því ekki á óvart en félagið inniheldur 1600 meðlimi. Einhverjir innan félagsins eru sagðir hafa upplifað tífalda hækkun á orkukostnaði. Mörg rótgróin fjölskyldufyrirtæki séu á barmi þess að þurfa að skella í lás vegna ástandsins. Reuters greinir frá þessu. Orkusamningar sumra bakaría séu að renna sitt skeið og megi sum búast við því að orkukostnaðurinn hækki úr 3.000 evrum í 30.000 evrur á mánuði eða úr 432 þúsund krónum í 4,3 milljónir króna á mánuði. Rafmagnsofnar í stað þeirra sem séu gasknúnir séu ekki möguleiki fyrir mörg stærri bakarí vegna slæmrar stöðu innviða. Ekki sé heldur hægt að láta hækkun sem þessa koma út í hækkuðu verði á brauði. Bakarí treysta því nú á að hollensk stjórnvöld grípi inn í vegna kostnaðarins sem fyrst, til dæmis með einhverskonar verðþaki.
Orkumál Holland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sjá meira