Þörf á stöðugum aðgerðum í heilbrigðisþjónustu Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2022 12:09 Starfsfólk bráðamóttöku Landsspítalans hefur ítrekað kvartað undan mikilu álagi og aðstöðuleysi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir stjórnvöld hafa brugðist við vanda Landsspítalans með ýmsum hætti. Eðilega þyngist róðurinn á spítalanum með mikilli fjölgun ferðamanna og gangsetningu samfélagsins að loknum faraldrinum. Fjórtán hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landsspítalans sögðu nýlega upp störfum vegna mikils álags. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af álagi í heilbrigðisþjónustunni alla daga. Ríkisstjórnin hafi brugðist við stöðunni með skipan viðbragðsteymis í upphafi sumars. Það hafi farið í aðgerðir með heilbrigðisstofnunum og þeim sem best til þekktu sem ásamt þrautseigju starfsfólks hafi bætt stöðuna. „Þær alla vega skiluðu því að við fórum í gegnum sumarið. En auðvitað er róðurinn þungur þegar við fáum jafn mikið af ferðamönnum sem bætast við álagið og svo er öll þjóðin komin á fleygiferð,“ segir Willum. Það væri hins vegar ástæða til að huga vel að mönnuninni þar sem breytingar í samfélaginu hafi aukið eftirspurnina eftir heilbrigðisþjónustu gífurlega. Willum Þór Þórsson segir stjórnvöld hafa gripið til fjölþættra aðgerða til að bregðast við álaginu á bráðadeildinni. Hins vegar væri þörf á fjölþættum aðgerðum til viðbótar.Stöð 2/Egill Álagið á takmarkaðan mannauð hafi því aukist mikið. Nú væri unnið að því að taka saman betri upplýsingar um mönnunina í ráðuneytinu en auðvitað tæki tíma að mennta fólk til starfa í heilbrigðisþjónustunni. Brugðist hafi verið við kröfum um betri aðstæður og laun starfsfólks á bráðamóttökunni. „Meðal annarra aðgerða fór Landsspítalinn í viðbótargreiðslur inn á bráðamóttökuna í sumar. Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt vegna þess að við erum með fleiri stofnanir sem þurfa að taka höndum saman. Það er mikið álag á bráðamóttöku víða. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Suðurnesja og út um allt land,“ segir heilbrigðisráðherra. Landsspítalinn hafi tekið saman útskýringar á flestum uppsagnanna. Fólk væri að flytja sig til. Fara í önnur störf innan heilbrigðisþjónustunnar eða flytja milli landa. Þótt hann þekkti ekki til einstakra uppsagna mætti reikna með að fólk færði sig frekar til þegar álagið væri mikið og fólk orðið þreytt. Þessu yrði að mæta með fjölþættum aðgerðum. Það hafi meðal annars verið gert með opnun bráðadagdeildar innan spítalans sem hafi létt álagið. „Það var tekið yfirflæði inn á deildir. Við höfum farið í að flýta fyrir opnun rýma. Við erum að opna endurhæfinarrými í samvinnu við Eir. Það er verið að opna endurhæfingarrými núna á Sólvangi í Hafnarfirði. Það er mjög stutt í að við opnum Móberg í Árborg, fjörutíu rými. Þetta mun allt hjálpa til," segir heilbrigðisráðherra. Þá væri verið að skoða alla bráðaþjónustu í landinu. Þú óttast ekki að það myndist hreint og klárt neyðarástand á bráðamóttökunni? „Það er auðvitað búið að vera neyðarástand allt of lengi. Það er vont að vera alltaf í einhverju neyðarviðbragði. Það er alveg rétt. Við þurfum að koma þessu í skikkanlegt horf,“ segir Willum Þór Þórsson. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. 2. september 2022 19:33 Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Fjórtán hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landsspítalans sögðu nýlega upp störfum vegna mikils álags. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af álagi í heilbrigðisþjónustunni alla daga. Ríkisstjórnin hafi brugðist við stöðunni með skipan viðbragðsteymis í upphafi sumars. Það hafi farið í aðgerðir með heilbrigðisstofnunum og þeim sem best til þekktu sem ásamt þrautseigju starfsfólks hafi bætt stöðuna. „Þær alla vega skiluðu því að við fórum í gegnum sumarið. En auðvitað er róðurinn þungur þegar við fáum jafn mikið af ferðamönnum sem bætast við álagið og svo er öll þjóðin komin á fleygiferð,“ segir Willum. Það væri hins vegar ástæða til að huga vel að mönnuninni þar sem breytingar í samfélaginu hafi aukið eftirspurnina eftir heilbrigðisþjónustu gífurlega. Willum Þór Þórsson segir stjórnvöld hafa gripið til fjölþættra aðgerða til að bregðast við álaginu á bráðadeildinni. Hins vegar væri þörf á fjölþættum aðgerðum til viðbótar.Stöð 2/Egill Álagið á takmarkaðan mannauð hafi því aukist mikið. Nú væri unnið að því að taka saman betri upplýsingar um mönnunina í ráðuneytinu en auðvitað tæki tíma að mennta fólk til starfa í heilbrigðisþjónustunni. Brugðist hafi verið við kröfum um betri aðstæður og laun starfsfólks á bráðamóttökunni. „Meðal annarra aðgerða fór Landsspítalinn í viðbótargreiðslur inn á bráðamóttökuna í sumar. Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt vegna þess að við erum með fleiri stofnanir sem þurfa að taka höndum saman. Það er mikið álag á bráðamóttöku víða. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Suðurnesja og út um allt land,“ segir heilbrigðisráðherra. Landsspítalinn hafi tekið saman útskýringar á flestum uppsagnanna. Fólk væri að flytja sig til. Fara í önnur störf innan heilbrigðisþjónustunnar eða flytja milli landa. Þótt hann þekkti ekki til einstakra uppsagna mætti reikna með að fólk færði sig frekar til þegar álagið væri mikið og fólk orðið þreytt. Þessu yrði að mæta með fjölþættum aðgerðum. Það hafi meðal annars verið gert með opnun bráðadagdeildar innan spítalans sem hafi létt álagið. „Það var tekið yfirflæði inn á deildir. Við höfum farið í að flýta fyrir opnun rýma. Við erum að opna endurhæfinarrými í samvinnu við Eir. Það er verið að opna endurhæfingarrými núna á Sólvangi í Hafnarfirði. Það er mjög stutt í að við opnum Móberg í Árborg, fjörutíu rými. Þetta mun allt hjálpa til," segir heilbrigðisráðherra. Þá væri verið að skoða alla bráðaþjónustu í landinu. Þú óttast ekki að það myndist hreint og klárt neyðarástand á bráðamóttökunni? „Það er auðvitað búið að vera neyðarástand allt of lengi. Það er vont að vera alltaf í einhverju neyðarviðbragði. Það er alveg rétt. Við þurfum að koma þessu í skikkanlegt horf,“ segir Willum Þór Þórsson.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. 2. september 2022 19:33 Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
„Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. 2. september 2022 19:33
Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50