„Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. september 2022 08:00 Það tók Sigríði Theódóru Pétursdóttur smá tíma að átta sig á því hvað hana langaði að gera þegar hún væri orðin stór. En svo sannarlega upplifir hún sig á réttri hillu í auglýsingageiranum. Sigríður segir mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér og setja sér markmið. Vísir/Vilhelm „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. Sigríður verður með erindi á opnunarviðburði UAK sem fram fer annað kvöld. Hún, auk Önnu Steinssen eiganda og þjálfara hjá KVAN, ætla að deila því með gestum hvernig þær komust á þann stað sem þær eru á í dag. Hjá Sigríði Theódóru var það til dæmis þannig að íslensku fyrirtækin voru ekkert að bíða eftir henni þegar hún kom heim þótt hún hafi haldið það eftir meistaranám í Frakklandi. En spennandi tækifæri opnaðist þó þegar hún réði sig til Brandenburg. „Ég hafði ekki fylgst mikið með íslenskum auglýsingamarkaði og fyrir manneskju sem finnst best að vera ein í ró og ekki mikið fyrir að tala í síma var þetta skrítin ákvörðun en þarna fann ég mig og vissi að ég vildi vinna þarna áfram,“ segir Sigríður og bætir við: „Ég sogaðist algjörlega að hversu lifandi, fjölbreytt og líka stundum stressandi vinnan var ásamt því að vinnustaðurinn var einstakur og er enn. Þannig þótt sjálfstraustið hafi verið lítið í smá stund þá komst ég á stað sem átti mun betur við mig.“ Í dag og á morgun munum við heyra í gestafyrirlesurum UAK. Viðburðurinn er öllum opinn og hefst klukkan 19.30 í Veislusalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, mun opna viðburðinn með hugvekju. Leitin að réttu hillunni Þegar Sigríður var lítil hélt hún að það yrði ekkert erfitt að ákveða hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór. En eins og svo margir aðrir hafa upplifað, reyndist sú ákvörðun nokkuð flókin. Sigríður byrjaði í lögfræði í háskóla en áttaði sig fljótlega á því að lögfræðin átti ekki við hana. Hún afréð því að skrá sig í íslensku í HÍ, vissi svo sem ekki hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór en hafði alltaf haft áhuga á tungumálinu og íslenskum bókmenntum. „Þar átti ég yndisleg þrjú ár með rjómann af flottustu fræðimönnum Íslands sem kennara.“ En þetta var þó ekki alveg komið því Sigríður fann enn, að hana langaði að starfa við eitthvað annað. En hvað? Sigríður ákvað að skrá sig í meistaranám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við HÍ en viðurkennir að hafa lítið vitað hvað hún væri að fara út í. „Þar fann ég smá mína hillu og sá hversu mikilvæg sterk og stefnumiðuð markaðssetning var fyrir fyrirtæki og uppbyggingu þeirra.“ Þarna var rétta hillan því loksins fundin en eftir þetta meistaranám ákvað Sigríður að fara í framhaldsnám, flutti til Toulouse í Frakklandi og bætti við sig námi í markaðsfræði. „Mér finnst mikilvægt að hugsa til þess að það skiptir ekki öllu þótt þú vitir ekki strax hvað þig langar að vinna við. Ekkert að því að prófa mismunandi námsleiðir og að það taki smá tíma að finna það út.“ Sigríður segir þrautseigju skipta miklu máli því starfsferillinn er ekki allur upp á við strax. Oft fái maður ekki það sem maður vill eins hratt og maður vildi en aðalmálið sé að gefast ekki upp.Vísir/Vilhelm Að gefast ekki upp Sigríður viðurkennir að það hafi reynt á að fá ekki vinnu um leið og hún kom heim frá Frakklandi. Þá hafði hún augastað á einu fyrirtæki og hafði í raun verið að byggja upp ferilskrána sína til að starfa þar. Farið í viðtöl, hitt tengiliði og fleira. „Ég var því frekar bjartsýn á að fá þar vinnu en sjálfstraustið var kýlt harkalega niður þegar það gerðist ekki á þeim tíma.“ Sigríður áttaði sig því á því að hún þyrfti að skoða aðra og fleiri möguleika. Svo vel vildi til að auglýsingastofan Brandenburg var akkúrat að leita að starfsmanni fyrir afleysingu fyrir viðskiptastjóra sem var að fara í fæðingarorlof. Þetta var árið 2014 en árið 2022 tók hún við stöðu framkvæmdastjóra. Um þann feril sem til þarf til að komast í draumastarfið sitt, segir Sigríður. „Það tekur tíma að ná markmiðum sínum þannig þú þarft að hafa þolinmæði, þrautseigju og vinna stöðugt að þeim. Settu þér bæði langtíma- og skammtímamarkmið og hvernig þú ætlar að ná þeim.“ Sjálf hefur Sigríður prófað alls kyns aðferðir til að hjálpa sér að ná markmiðum sínum. Það sem hefur þó alltaf reynst henni best er að skrifa markmiðin sín niður á blað og hafa blaðið þá helst á einhverjum stað þar sem hún sér það oft. „Þannig er maður alltaf að minna sig á þau sem gerir það þess virði að leggja extra á sig jafnvel þótt þú eigir erfiða daga.“ Eitt það mikilvægasta sem Sigríður hefur lært er að hlusta, fylgjast með og læra af þeim sem vita meira. Sigríður segir líka mikilvægt að spyrja spurninga, engin spurning sé of fáránleg eða skrýtin. Þá segir hún mikilvægt að vera ekki hrædd við mistök eða að taka ákvarðanir. Vísir/Vilhelm Góðu ráðin fyrir „yngri þig“ Þar sem Sigríður verður með erindi sem sérstaklega er ætlað að gefa yngra fólki innblástur, ekki síst konum, báðum við Sigríði um að segja okkur, hvaða góðu ráð hún myndi gefa sjálfri sér þegar hún var á yngri. Sigríður svarar: „Það sem mér finnst skipta mestu máli er að hafa sjálfstraust og trúa að þú getir þetta. Ef þú trúir því ekki, af hverju ættu aðrir að gera það. Vertu líka óhrædd að segja skoðanir þínar og láta í þér heyra. Mikilvægt einnig að vera samkvæm sjálfri þér en jafnframt auðmjúk. Maður á mjög margt eftir ólært við fyrstu skref á vinnumarkaðnum þannig hlustaðu og lærðu af þeim sem reyndari eru. Eitt af því mikilvægasta sem ég hef lært er að hlusta, fylgjast með og læra þannig af þeim sem vita meira en ég. Spurðu líka spurninga, það er engin spurning of fáránleg eða skrýtin. Maður lærir ekki nema maður spyrji. Ekki heldur vera hrædd við að taka ákvarðanir eða gera mistök. Það gera allir mistök og maður lærir af þeim. Leyfðu þér að dreyma stórt og sækjast eftir því sem þú vilt. Hvað er það versta sem getur gerst? Þú færð kannski fullt af nei-um en einhvern tímann færðu já-ið.“ Annað sem Sigríður segir gott fyrir ungt fólk að hafa í huga er að vinnuferillinn er ekki endilega strax bara upp á við. Maður fær ekki endilega allt sem mann langar strax. En ekki gefast upp ef eitthvað gengur ekki eins og þú bjóst við; ef þú færð ekki stöðuna/verkefnið sem þú vildir nýttu það til að gera enn betur. Það á eftir að skila sér.“ Sigríður segir ranga ákvörðun betri en að taka ekki ákvörðun og það sé mjög gott fyrir stjórnendur að geta leitað í gott bakland. Það hafi hún. Sigríður bendir líka á mikilvægi þess að taka hlutina ekki of alvarlega, heldur reyna líka að hafa gaman og njóta bæði vinnu og einkalífs.Vísir/Vilhelm Að takast á við áskoranir Starf stjórnenda felur í sér alls kyns áskoranir. Skiptir þá engu máli í hvaða stjórnendastarfi þú ert. Sigríður segir sjálfstraust vera lykilatriði til að mæta þessum áskorunum. „Áskoranir eru partur af vinnunni og það væri ekki gaman ef allt gengi alltaf vel og ekki neitt sem kæmi upp. Mér finnst stóra orðið vera að þora og hafa trú á sjálfri sér.“ Algeng gryfja hjá stjórnendum er að þora ekki að taka ákvarðanir þegar kemur að erfiðum málum. Fyrir vikið er erfiðu málunum, eða þau mest viðkvæmu, ýtt á undan sér eða reynt að láta eins og ekkert sé. Þarna segir Sigríður gott að ofhugsa ekki hlutina. Röng ákvörðun er betri en engin og ekki hræðast að gera mistök. Þú getur ekki dvalið í einhverju sem er búið eða farið aftur í tímann þótt þú vildir. Þetta snýst ekki um hvað kom upp heldur hvernig þú tekst á við það og leysir úr því.“ Sjálf segist hún heppin að því leytinu til að þegar það koma upp atriði í vinnunni hennar sem hún veit ekki alveg hvernig hún á að takast á við, getur hún leitað í gott bakland. Að eiga gott bakland segir Sigríður geta hjálpað mikið. En þótt auðvitað sé sitthvað erfitt sem kemur upp, leggur Sigríður mikla áherslu á að njóta og hafa gaman og þá auðvitað þannig að jafnvægi náist á milli vinnu og einkalífs. „Ekki taka hlutunum of alvarlega, hafðu gaman og njóttu vinnunnar. Við erum meirihluta dagsins þar þannig það er mikilvægt að finnast vinnan skemmtileg og hafa ástríðu fyrir henni. En lífið er auðvitað ekki bara vinna þannig maður þarf að finna jafnvægið. Að gefa sér tíma fyrir aðra hluti og hlúa að sér gerir mann bara að betri starfsmanni.“ Starfsframi Vinnustaðurinn Skóla - og menntamál Auglýsinga- og markaðsmál Jafnréttismál Tengdar fréttir Trúir því að einn daginn sigri B-týpurnar A-týpurnar Andrea Gunnarsdóttir er Data Engineer hjá fyrirtækinu Controlant og formaður Ungra athafnakvenna (UAK). 5. mars 2022 10:01 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00 Fannst Netflix og Tesla fyrst meira spennandi en íslenskir valkostir „Áður en ég byrjaði að fjárfesta ákvað ég að kaupa mér eina þekktustu bók sem gefin hefur verið út í þessum fjárfestingaheimi „Intelligent investor” eftir Benjamin Graham. 15. febrúar 2022 07:01 Ómetanlegt að geta þegið ráð frá sterkum leiðtogum „Fræðslan nýttist mér beint inn í mín störf hjá Men&Mice þar sem ég fékk snemma tækifæri til að þróast í starfi og þar kom reynslan úr stjórnarstarfi félagsins ekki síður að góðum notum. Enn fremur gaf UAK mér sterkt tengslanet, sem hefur leitt af sér ýmis tækifæri sem ég efa að hefðu annars staðið mér til boða,“ segir Sigyn Jónsdóttir, VP of Customer Care hjá Men & Mice um það hvernig henni fannst félagsskapurinn UAK, Ungar athafnakonur, nýtast sér með beinum hætti á sinni framabraut. 24. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Sigríður verður með erindi á opnunarviðburði UAK sem fram fer annað kvöld. Hún, auk Önnu Steinssen eiganda og þjálfara hjá KVAN, ætla að deila því með gestum hvernig þær komust á þann stað sem þær eru á í dag. Hjá Sigríði Theódóru var það til dæmis þannig að íslensku fyrirtækin voru ekkert að bíða eftir henni þegar hún kom heim þótt hún hafi haldið það eftir meistaranám í Frakklandi. En spennandi tækifæri opnaðist þó þegar hún réði sig til Brandenburg. „Ég hafði ekki fylgst mikið með íslenskum auglýsingamarkaði og fyrir manneskju sem finnst best að vera ein í ró og ekki mikið fyrir að tala í síma var þetta skrítin ákvörðun en þarna fann ég mig og vissi að ég vildi vinna þarna áfram,“ segir Sigríður og bætir við: „Ég sogaðist algjörlega að hversu lifandi, fjölbreytt og líka stundum stressandi vinnan var ásamt því að vinnustaðurinn var einstakur og er enn. Þannig þótt sjálfstraustið hafi verið lítið í smá stund þá komst ég á stað sem átti mun betur við mig.“ Í dag og á morgun munum við heyra í gestafyrirlesurum UAK. Viðburðurinn er öllum opinn og hefst klukkan 19.30 í Veislusalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, mun opna viðburðinn með hugvekju. Leitin að réttu hillunni Þegar Sigríður var lítil hélt hún að það yrði ekkert erfitt að ákveða hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór. En eins og svo margir aðrir hafa upplifað, reyndist sú ákvörðun nokkuð flókin. Sigríður byrjaði í lögfræði í háskóla en áttaði sig fljótlega á því að lögfræðin átti ekki við hana. Hún afréð því að skrá sig í íslensku í HÍ, vissi svo sem ekki hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór en hafði alltaf haft áhuga á tungumálinu og íslenskum bókmenntum. „Þar átti ég yndisleg þrjú ár með rjómann af flottustu fræðimönnum Íslands sem kennara.“ En þetta var þó ekki alveg komið því Sigríður fann enn, að hana langaði að starfa við eitthvað annað. En hvað? Sigríður ákvað að skrá sig í meistaranám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við HÍ en viðurkennir að hafa lítið vitað hvað hún væri að fara út í. „Þar fann ég smá mína hillu og sá hversu mikilvæg sterk og stefnumiðuð markaðssetning var fyrir fyrirtæki og uppbyggingu þeirra.“ Þarna var rétta hillan því loksins fundin en eftir þetta meistaranám ákvað Sigríður að fara í framhaldsnám, flutti til Toulouse í Frakklandi og bætti við sig námi í markaðsfræði. „Mér finnst mikilvægt að hugsa til þess að það skiptir ekki öllu þótt þú vitir ekki strax hvað þig langar að vinna við. Ekkert að því að prófa mismunandi námsleiðir og að það taki smá tíma að finna það út.“ Sigríður segir þrautseigju skipta miklu máli því starfsferillinn er ekki allur upp á við strax. Oft fái maður ekki það sem maður vill eins hratt og maður vildi en aðalmálið sé að gefast ekki upp.Vísir/Vilhelm Að gefast ekki upp Sigríður viðurkennir að það hafi reynt á að fá ekki vinnu um leið og hún kom heim frá Frakklandi. Þá hafði hún augastað á einu fyrirtæki og hafði í raun verið að byggja upp ferilskrána sína til að starfa þar. Farið í viðtöl, hitt tengiliði og fleira. „Ég var því frekar bjartsýn á að fá þar vinnu en sjálfstraustið var kýlt harkalega niður þegar það gerðist ekki á þeim tíma.“ Sigríður áttaði sig því á því að hún þyrfti að skoða aðra og fleiri möguleika. Svo vel vildi til að auglýsingastofan Brandenburg var akkúrat að leita að starfsmanni fyrir afleysingu fyrir viðskiptastjóra sem var að fara í fæðingarorlof. Þetta var árið 2014 en árið 2022 tók hún við stöðu framkvæmdastjóra. Um þann feril sem til þarf til að komast í draumastarfið sitt, segir Sigríður. „Það tekur tíma að ná markmiðum sínum þannig þú þarft að hafa þolinmæði, þrautseigju og vinna stöðugt að þeim. Settu þér bæði langtíma- og skammtímamarkmið og hvernig þú ætlar að ná þeim.“ Sjálf hefur Sigríður prófað alls kyns aðferðir til að hjálpa sér að ná markmiðum sínum. Það sem hefur þó alltaf reynst henni best er að skrifa markmiðin sín niður á blað og hafa blaðið þá helst á einhverjum stað þar sem hún sér það oft. „Þannig er maður alltaf að minna sig á þau sem gerir það þess virði að leggja extra á sig jafnvel þótt þú eigir erfiða daga.“ Eitt það mikilvægasta sem Sigríður hefur lært er að hlusta, fylgjast með og læra af þeim sem vita meira. Sigríður segir líka mikilvægt að spyrja spurninga, engin spurning sé of fáránleg eða skrýtin. Þá segir hún mikilvægt að vera ekki hrædd við mistök eða að taka ákvarðanir. Vísir/Vilhelm Góðu ráðin fyrir „yngri þig“ Þar sem Sigríður verður með erindi sem sérstaklega er ætlað að gefa yngra fólki innblástur, ekki síst konum, báðum við Sigríði um að segja okkur, hvaða góðu ráð hún myndi gefa sjálfri sér þegar hún var á yngri. Sigríður svarar: „Það sem mér finnst skipta mestu máli er að hafa sjálfstraust og trúa að þú getir þetta. Ef þú trúir því ekki, af hverju ættu aðrir að gera það. Vertu líka óhrædd að segja skoðanir þínar og láta í þér heyra. Mikilvægt einnig að vera samkvæm sjálfri þér en jafnframt auðmjúk. Maður á mjög margt eftir ólært við fyrstu skref á vinnumarkaðnum þannig hlustaðu og lærðu af þeim sem reyndari eru. Eitt af því mikilvægasta sem ég hef lært er að hlusta, fylgjast með og læra þannig af þeim sem vita meira en ég. Spurðu líka spurninga, það er engin spurning of fáránleg eða skrýtin. Maður lærir ekki nema maður spyrji. Ekki heldur vera hrædd við að taka ákvarðanir eða gera mistök. Það gera allir mistök og maður lærir af þeim. Leyfðu þér að dreyma stórt og sækjast eftir því sem þú vilt. Hvað er það versta sem getur gerst? Þú færð kannski fullt af nei-um en einhvern tímann færðu já-ið.“ Annað sem Sigríður segir gott fyrir ungt fólk að hafa í huga er að vinnuferillinn er ekki endilega strax bara upp á við. Maður fær ekki endilega allt sem mann langar strax. En ekki gefast upp ef eitthvað gengur ekki eins og þú bjóst við; ef þú færð ekki stöðuna/verkefnið sem þú vildir nýttu það til að gera enn betur. Það á eftir að skila sér.“ Sigríður segir ranga ákvörðun betri en að taka ekki ákvörðun og það sé mjög gott fyrir stjórnendur að geta leitað í gott bakland. Það hafi hún. Sigríður bendir líka á mikilvægi þess að taka hlutina ekki of alvarlega, heldur reyna líka að hafa gaman og njóta bæði vinnu og einkalífs.Vísir/Vilhelm Að takast á við áskoranir Starf stjórnenda felur í sér alls kyns áskoranir. Skiptir þá engu máli í hvaða stjórnendastarfi þú ert. Sigríður segir sjálfstraust vera lykilatriði til að mæta þessum áskorunum. „Áskoranir eru partur af vinnunni og það væri ekki gaman ef allt gengi alltaf vel og ekki neitt sem kæmi upp. Mér finnst stóra orðið vera að þora og hafa trú á sjálfri sér.“ Algeng gryfja hjá stjórnendum er að þora ekki að taka ákvarðanir þegar kemur að erfiðum málum. Fyrir vikið er erfiðu málunum, eða þau mest viðkvæmu, ýtt á undan sér eða reynt að láta eins og ekkert sé. Þarna segir Sigríður gott að ofhugsa ekki hlutina. Röng ákvörðun er betri en engin og ekki hræðast að gera mistök. Þú getur ekki dvalið í einhverju sem er búið eða farið aftur í tímann þótt þú vildir. Þetta snýst ekki um hvað kom upp heldur hvernig þú tekst á við það og leysir úr því.“ Sjálf segist hún heppin að því leytinu til að þegar það koma upp atriði í vinnunni hennar sem hún veit ekki alveg hvernig hún á að takast á við, getur hún leitað í gott bakland. Að eiga gott bakland segir Sigríður geta hjálpað mikið. En þótt auðvitað sé sitthvað erfitt sem kemur upp, leggur Sigríður mikla áherslu á að njóta og hafa gaman og þá auðvitað þannig að jafnvægi náist á milli vinnu og einkalífs. „Ekki taka hlutunum of alvarlega, hafðu gaman og njóttu vinnunnar. Við erum meirihluta dagsins þar þannig það er mikilvægt að finnast vinnan skemmtileg og hafa ástríðu fyrir henni. En lífið er auðvitað ekki bara vinna þannig maður þarf að finna jafnvægið. Að gefa sér tíma fyrir aðra hluti og hlúa að sér gerir mann bara að betri starfsmanni.“
Starfsframi Vinnustaðurinn Skóla - og menntamál Auglýsinga- og markaðsmál Jafnréttismál Tengdar fréttir Trúir því að einn daginn sigri B-týpurnar A-týpurnar Andrea Gunnarsdóttir er Data Engineer hjá fyrirtækinu Controlant og formaður Ungra athafnakvenna (UAK). 5. mars 2022 10:01 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00 Fannst Netflix og Tesla fyrst meira spennandi en íslenskir valkostir „Áður en ég byrjaði að fjárfesta ákvað ég að kaupa mér eina þekktustu bók sem gefin hefur verið út í þessum fjárfestingaheimi „Intelligent investor” eftir Benjamin Graham. 15. febrúar 2022 07:01 Ómetanlegt að geta þegið ráð frá sterkum leiðtogum „Fræðslan nýttist mér beint inn í mín störf hjá Men&Mice þar sem ég fékk snemma tækifæri til að þróast í starfi og þar kom reynslan úr stjórnarstarfi félagsins ekki síður að góðum notum. Enn fremur gaf UAK mér sterkt tengslanet, sem hefur leitt af sér ýmis tækifæri sem ég efa að hefðu annars staðið mér til boða,“ segir Sigyn Jónsdóttir, VP of Customer Care hjá Men & Mice um það hvernig henni fannst félagsskapurinn UAK, Ungar athafnakonur, nýtast sér með beinum hætti á sinni framabraut. 24. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Trúir því að einn daginn sigri B-týpurnar A-týpurnar Andrea Gunnarsdóttir er Data Engineer hjá fyrirtækinu Controlant og formaður Ungra athafnakvenna (UAK). 5. mars 2022 10:01
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00
Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00
Fannst Netflix og Tesla fyrst meira spennandi en íslenskir valkostir „Áður en ég byrjaði að fjárfesta ákvað ég að kaupa mér eina þekktustu bók sem gefin hefur verið út í þessum fjárfestingaheimi „Intelligent investor” eftir Benjamin Graham. 15. febrúar 2022 07:01
Ómetanlegt að geta þegið ráð frá sterkum leiðtogum „Fræðslan nýttist mér beint inn í mín störf hjá Men&Mice þar sem ég fékk snemma tækifæri til að þróast í starfi og þar kom reynslan úr stjórnarstarfi félagsins ekki síður að góðum notum. Enn fremur gaf UAK mér sterkt tengslanet, sem hefur leitt af sér ýmis tækifæri sem ég efa að hefðu annars staðið mér til boða,“ segir Sigyn Jónsdóttir, VP of Customer Care hjá Men & Mice um það hvernig henni fannst félagsskapurinn UAK, Ungar athafnakonur, nýtast sér með beinum hætti á sinni framabraut. 24. febrúar 2021 07:01