Segir óviðunandi húsnæði vinna gegn meðferð skjólstæðinga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2022 13:21 Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir nýtt og betra húsnæði undir starfsemina nauðsynlegt. Óviðunandi húsnæði geti haft neikvæð áhrif á meðferð skjólstæðinga. Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að húsnæði deildarinnar sé óviðunandi og garðurinn óaðgengilegur og fátæklegur. Þetta umhverfivinni oft og tíðum gegn meðferð skjólstæðinganna og því sé brýn þörf á úrbótum þegar í stað. Starfsfólk geðdeildarinnar kallar þá einnig eftir skýrara regluverki. Ekki sé boðlegt að starfa í lagalegu tómarúmi. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis var lagaumhverfi geðheilbrigðismála gagnrýnt harðlega. Lagalegt tómarúm var hugtakiðsem notað var um ástandið. Jóhanna G. Þórisdóttir deildarstjóri bráðageðdeildar Landspítalans segir að hún og samstarfsfólk hennar á deildinni þekki vel til þessa vanda. „Við í geðþjónustunni erum vel meðvituð um hversu ófullkomið lagaumhverfið er og þennan galla í löggjöfinni. Umboðsmaður Alþingis, yfirlæknar geðþjónustunnar, Geðhjálp og fleiri hafa endurtekið bent á að löggjöfin þurfi að vera skýrari.“ Á Alþingi var lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um réttindi sjúklinga þar sem meðal annars átti að skilgreina betur hvernig standa ætti að þvingandi aðgerðum í heilbrigðisþjónustu. „Þetta var tekið af dagskrá í vor að mér skilst sem þýðir seinkun í þessu máli en það er þá þannig að við sitjum uppi með þetta lagalega tómarúm. Við þurfum samt sem áður að sinna okkar skjólstæðingum í þessu umhverfi og við náttúrulega erum að kalla eftir því að lögin séu skýrari og okkar markmið er alltaf að reyna að draga úr þvingunum eins og hægt er.“ Það sem hefur hjálpað starfsfólkinu og verið því haldreipi er líkan sem nefnist „Safewards“eða „öruggar geðdeildir“ en það fjallar meðal annars um leiðir til að fækka atvikum sem leiða til þvingandi meðferðar en í líkaninu er líka fjallað um mikilvægi fullnægjandi regluverks og húsnæðis. „Við höfum náttúrulega ítrekað bent á hversu slæmt það er og hvernig það vinnur oft og tíðum gegn meðferð okkar skjólstæðinga. Við erum alveg mjög skýr með það að við viljum nýtt og betra húsnæði sem styður við okkar starfsemi; húsnæði sem er batamiðað og fólki líður vel í. Ég get nefnt dæmi að útisvæðið okkar er mjög ófullkomið. Það er ekki beint aðgengi út í garð og garðurinn sem við höfum þó er mjög óaðgengilegur og frekar fátæklegur.“ Geðþjónustan þurfi líka mun stærra rými fyrir starfsemina. Eðli veikindanna krefjist þess. „Því það þarf stundum að hjúkra fólki og stundum getur fólk ekki verið með öðrum og það þarf mögulega meira pláss og meira næði. Þetta húsnæði er bara ekki nógu gott.“ Sjá nánar: Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna Reyna að koma í veg fyrir þvingandi meðferð Jóhann segir að á þeim tuttugu árum sem hún hafi unnið við geðhjúkrun hafi áherslan í auknum mæli verið lögð á að reyna að draga úr þvingunum eins og kostur er. „Það sem við gerðum fyrir fimmtán árum er úrelt í dag, og jafnvel fyrir fimm árum, við erum alltaf í þróun og að reyna að leita leiða til að sinna vinnunni okkar faglega og draga úr þvingunum eins og hægt er.“ Málaflokkurinn er eðli málsins samkvæmt viðkvæmur og þegar mistök verða inni á lokuðum geðdeildum þá geta þau reynst afdrifarík. Jóhanna segir að á sama tíma og reynt sé að draga úr þvingunum þá komi upp tilvik þar sem slíkt getur reynst nauðsynlegt. „Við erum alltaf meðvituð um meðalhófið. Við getum séð að einhver sé veikur en vill mögulega ekki þiggja hjálp og meðferð og þá þurfum við að skoða það gaumgæfilega hvort viðkomandi sé hættulegur sjálfum sér eða öðrum og hvort viðkomandi sé það alvarlega veikur að við sem heilbrigðisstarfsfólk værum ekki að sinna vinnunni okkar sem skyldi ef við grípum ekki inn í. Við þurfum alltaf að vega og meta hvaða ákvarðanir eru teknar og við verðum að geta rökstutt það ítarlega.“ Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. 1. september 2022 16:12 Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. 31. ágúst 2022 17:38 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis var lagaumhverfi geðheilbrigðismála gagnrýnt harðlega. Lagalegt tómarúm var hugtakiðsem notað var um ástandið. Jóhanna G. Þórisdóttir deildarstjóri bráðageðdeildar Landspítalans segir að hún og samstarfsfólk hennar á deildinni þekki vel til þessa vanda. „Við í geðþjónustunni erum vel meðvituð um hversu ófullkomið lagaumhverfið er og þennan galla í löggjöfinni. Umboðsmaður Alþingis, yfirlæknar geðþjónustunnar, Geðhjálp og fleiri hafa endurtekið bent á að löggjöfin þurfi að vera skýrari.“ Á Alþingi var lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um réttindi sjúklinga þar sem meðal annars átti að skilgreina betur hvernig standa ætti að þvingandi aðgerðum í heilbrigðisþjónustu. „Þetta var tekið af dagskrá í vor að mér skilst sem þýðir seinkun í þessu máli en það er þá þannig að við sitjum uppi með þetta lagalega tómarúm. Við þurfum samt sem áður að sinna okkar skjólstæðingum í þessu umhverfi og við náttúrulega erum að kalla eftir því að lögin séu skýrari og okkar markmið er alltaf að reyna að draga úr þvingunum eins og hægt er.“ Það sem hefur hjálpað starfsfólkinu og verið því haldreipi er líkan sem nefnist „Safewards“eða „öruggar geðdeildir“ en það fjallar meðal annars um leiðir til að fækka atvikum sem leiða til þvingandi meðferðar en í líkaninu er líka fjallað um mikilvægi fullnægjandi regluverks og húsnæðis. „Við höfum náttúrulega ítrekað bent á hversu slæmt það er og hvernig það vinnur oft og tíðum gegn meðferð okkar skjólstæðinga. Við erum alveg mjög skýr með það að við viljum nýtt og betra húsnæði sem styður við okkar starfsemi; húsnæði sem er batamiðað og fólki líður vel í. Ég get nefnt dæmi að útisvæðið okkar er mjög ófullkomið. Það er ekki beint aðgengi út í garð og garðurinn sem við höfum þó er mjög óaðgengilegur og frekar fátæklegur.“ Geðþjónustan þurfi líka mun stærra rými fyrir starfsemina. Eðli veikindanna krefjist þess. „Því það þarf stundum að hjúkra fólki og stundum getur fólk ekki verið með öðrum og það þarf mögulega meira pláss og meira næði. Þetta húsnæði er bara ekki nógu gott.“ Sjá nánar: Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna Reyna að koma í veg fyrir þvingandi meðferð Jóhann segir að á þeim tuttugu árum sem hún hafi unnið við geðhjúkrun hafi áherslan í auknum mæli verið lögð á að reyna að draga úr þvingunum eins og kostur er. „Það sem við gerðum fyrir fimmtán árum er úrelt í dag, og jafnvel fyrir fimm árum, við erum alltaf í þróun og að reyna að leita leiða til að sinna vinnunni okkar faglega og draga úr þvingunum eins og hægt er.“ Málaflokkurinn er eðli málsins samkvæmt viðkvæmur og þegar mistök verða inni á lokuðum geðdeildum þá geta þau reynst afdrifarík. Jóhanna segir að á sama tíma og reynt sé að draga úr þvingunum þá komi upp tilvik þar sem slíkt getur reynst nauðsynlegt. „Við erum alltaf meðvituð um meðalhófið. Við getum séð að einhver sé veikur en vill mögulega ekki þiggja hjálp og meðferð og þá þurfum við að skoða það gaumgæfilega hvort viðkomandi sé hættulegur sjálfum sér eða öðrum og hvort viðkomandi sé það alvarlega veikur að við sem heilbrigðisstarfsfólk værum ekki að sinna vinnunni okkar sem skyldi ef við grípum ekki inn í. Við þurfum alltaf að vega og meta hvaða ákvarðanir eru teknar og við verðum að geta rökstutt það ítarlega.“
Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. 1. september 2022 16:12 Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. 31. ágúst 2022 17:38 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
„Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. 1. september 2022 16:12
Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. 31. ágúst 2022 17:38