Gestirnir stóðu sig með prýði framan af og tókst að halda meisturunum í skefjum, svona nokkurn veginn allavega. Magdeburg skoraði aðeins 16 mörk í fyrri hálfleik en að sama skapi skoruðu gestirnir í Hamm-Westfalen aðeins 11 og staðan því 16-11 er fyrri hálfleik lauk.
Í þeim síðari gaf Magdeburg aðeins í og vann á endanum einkar öruggan átta marka sigur. Lokatölur 31-23 og meistararnir hefja titilvörn sína á sigri.
Ómar Ingi var markahæstur í liði Magdeburg með átta mörk og þá gaf hann tvær stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk og gaf fjórar stoðsendingar.
