Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Ellen Geirsdóttir Håkansson og Snorri Másson skrifa 4. september 2022 00:22 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. Eiríkur segir möguleika á því að vinnumarkaðurinn skiptist í tvennt og láglaunastörf skapist þar sem fólk kunni ekki íslensku en enska verði aðal samskiptamálið. Á meðan verði Íslendingar í betur launuðum störfum. „En þeir munu samt náttúrulega þurfa að nota ensku mjög mikið til samskiptum við aðra, við þetta erlenda vinnuafl ofan á þá ensku sem þegar er notuð. Þannig að ég held það sé alveg ljóst að ef við viljum halda íslenskunni áfram þá verðum við að gera eitthvað,“ segir Eiríkur. Hann segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennsluna fyrir innflytjendur og bjóða þurfi upp á meira og betra kennsluefni ásamt námskeiðum. „Það verður að gera fólki kleift að stunda íslenskunám á vinnutíma og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Hann segir ýmislegt hægt að gera fyrir fólk sem komi til landsins til þess að vinna í styttri tíma eða fólk sem bara nenni hreinlega ekki að læra jafn erfitt tungumál og íslenskuna. „Það er hægt að vera með svona starfstengd nám þar sem að fólk lærir orðaforða sem tengist því sem að það er að vinna við, lærir ekki íslensku svona alveg fullkomlega. En svo þar fyrir utan þá er náttúrulega ljóst að enska er komin til að vera, hún verður áfram hluti af íslensku málsamfélagi og við þurfum að taka það til umræðu,“ segir Eiríkur. Ákveða þurfi hvar og í hvaða tilfellum enska sé töluð og hvar íslenskan verði að vera. Eiríkur segist bjartsýnn á að átak hvað þetta varðar fari í gang, en við eigum engan annan kost. „Ég bara treysti því vegna þess að ég held við eigum engan annan kost, ef við viljum virkilega halda í íslenskuna sem ég held að fólk vilji nú náttúrulega,“ segir Eiríkur að lokum. Viðtalið við Eirík má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 01:54 Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesi frestast um tvær vikur Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Eiríkur segir möguleika á því að vinnumarkaðurinn skiptist í tvennt og láglaunastörf skapist þar sem fólk kunni ekki íslensku en enska verði aðal samskiptamálið. Á meðan verði Íslendingar í betur launuðum störfum. „En þeir munu samt náttúrulega þurfa að nota ensku mjög mikið til samskiptum við aðra, við þetta erlenda vinnuafl ofan á þá ensku sem þegar er notuð. Þannig að ég held það sé alveg ljóst að ef við viljum halda íslenskunni áfram þá verðum við að gera eitthvað,“ segir Eiríkur. Hann segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennsluna fyrir innflytjendur og bjóða þurfi upp á meira og betra kennsluefni ásamt námskeiðum. „Það verður að gera fólki kleift að stunda íslenskunám á vinnutíma og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Hann segir ýmislegt hægt að gera fyrir fólk sem komi til landsins til þess að vinna í styttri tíma eða fólk sem bara nenni hreinlega ekki að læra jafn erfitt tungumál og íslenskuna. „Það er hægt að vera með svona starfstengd nám þar sem að fólk lærir orðaforða sem tengist því sem að það er að vinna við, lærir ekki íslensku svona alveg fullkomlega. En svo þar fyrir utan þá er náttúrulega ljóst að enska er komin til að vera, hún verður áfram hluti af íslensku málsamfélagi og við þurfum að taka það til umræðu,“ segir Eiríkur. Ákveða þurfi hvar og í hvaða tilfellum enska sé töluð og hvar íslenskan verði að vera. Eiríkur segist bjartsýnn á að átak hvað þetta varðar fari í gang, en við eigum engan annan kost. „Ég bara treysti því vegna þess að ég held við eigum engan annan kost, ef við viljum virkilega halda í íslenskuna sem ég held að fólk vilji nú náttúrulega,“ segir Eiríkur að lokum. Viðtalið við Eirík má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 01:54
Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesi frestast um tvær vikur Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira