Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Ellen Geirsdóttir Håkansson og Snorri Másson skrifa 4. september 2022 00:22 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. Eiríkur segir möguleika á því að vinnumarkaðurinn skiptist í tvennt og láglaunastörf skapist þar sem fólk kunni ekki íslensku en enska verði aðal samskiptamálið. Á meðan verði Íslendingar í betur launuðum störfum. „En þeir munu samt náttúrulega þurfa að nota ensku mjög mikið til samskiptum við aðra, við þetta erlenda vinnuafl ofan á þá ensku sem þegar er notuð. Þannig að ég held það sé alveg ljóst að ef við viljum halda íslenskunni áfram þá verðum við að gera eitthvað,“ segir Eiríkur. Hann segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennsluna fyrir innflytjendur og bjóða þurfi upp á meira og betra kennsluefni ásamt námskeiðum. „Það verður að gera fólki kleift að stunda íslenskunám á vinnutíma og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Hann segir ýmislegt hægt að gera fyrir fólk sem komi til landsins til þess að vinna í styttri tíma eða fólk sem bara nenni hreinlega ekki að læra jafn erfitt tungumál og íslenskuna. „Það er hægt að vera með svona starfstengd nám þar sem að fólk lærir orðaforða sem tengist því sem að það er að vinna við, lærir ekki íslensku svona alveg fullkomlega. En svo þar fyrir utan þá er náttúrulega ljóst að enska er komin til að vera, hún verður áfram hluti af íslensku málsamfélagi og við þurfum að taka það til umræðu,“ segir Eiríkur. Ákveða þurfi hvar og í hvaða tilfellum enska sé töluð og hvar íslenskan verði að vera. Eiríkur segist bjartsýnn á að átak hvað þetta varðar fari í gang, en við eigum engan annan kost. „Ég bara treysti því vegna þess að ég held við eigum engan annan kost, ef við viljum virkilega halda í íslenskuna sem ég held að fólk vilji nú náttúrulega,“ segir Eiríkur að lokum. Viðtalið við Eirík má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 01:54 Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Eiríkur segir möguleika á því að vinnumarkaðurinn skiptist í tvennt og láglaunastörf skapist þar sem fólk kunni ekki íslensku en enska verði aðal samskiptamálið. Á meðan verði Íslendingar í betur launuðum störfum. „En þeir munu samt náttúrulega þurfa að nota ensku mjög mikið til samskiptum við aðra, við þetta erlenda vinnuafl ofan á þá ensku sem þegar er notuð. Þannig að ég held það sé alveg ljóst að ef við viljum halda íslenskunni áfram þá verðum við að gera eitthvað,“ segir Eiríkur. Hann segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennsluna fyrir innflytjendur og bjóða þurfi upp á meira og betra kennsluefni ásamt námskeiðum. „Það verður að gera fólki kleift að stunda íslenskunám á vinnutíma og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Hann segir ýmislegt hægt að gera fyrir fólk sem komi til landsins til þess að vinna í styttri tíma eða fólk sem bara nenni hreinlega ekki að læra jafn erfitt tungumál og íslenskuna. „Það er hægt að vera með svona starfstengd nám þar sem að fólk lærir orðaforða sem tengist því sem að það er að vinna við, lærir ekki íslensku svona alveg fullkomlega. En svo þar fyrir utan þá er náttúrulega ljóst að enska er komin til að vera, hún verður áfram hluti af íslensku málsamfélagi og við þurfum að taka það til umræðu,“ segir Eiríkur. Ákveða þurfi hvar og í hvaða tilfellum enska sé töluð og hvar íslenskan verði að vera. Eiríkur segist bjartsýnn á að átak hvað þetta varðar fari í gang, en við eigum engan annan kost. „Ég bara treysti því vegna þess að ég held við eigum engan annan kost, ef við viljum virkilega halda í íslenskuna sem ég held að fólk vilji nú náttúrulega,“ segir Eiríkur að lokum. Viðtalið við Eirík má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 01:54
Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira