Markviss endurskoðun ökuprófa og ökunáms skilar sér í auknu umferðaröryggi Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 1. september 2022 10:00 Á liðnum dögum hefur skólahald hafist að nýju eftir sumarleyfi. Því fylgir aukin umferð, gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda og þar á meðal skólabarna sem eru að stíga sín fyrstu skref ein út í umferðinni. Þetta verðum við ökumenn að hafa í huga, en í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, með fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins og í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Það eru ekki aðeins þau sem eru að hefja skólagöngu sína sem eru að stíga sín fyrstu skref út í umferðinni. Á degi hverjum bætast við nýir og óreyndir ökumenn sem hafa staðist hæfnisviðmið ökuprófs en í hverjum mánuði alla mánuði ársins þreyta um 500 ökunemar verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir einnig að reynslutímabil hefjist að loknu ökunámi þar sem reynir á ábyrgð og öryggi ökumanns en talið er að full færni náist ekki fyrr en eftir 5 til 7 ára akstur. Þetta verðum við að hafa í huga, ekki aðeins þeir sem eru að hefja sinn ökuferil heldur við öll sem tökum þátt í umferðinni. Allt frá því að fyrsta ökuprófið var þreytt 15. júní 1915 hefur orðið mikil tækniþróun á ökutækum, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum og fjöldi vegfarenda hefur margfaldast, starfsfumhverfi okkar ökukennara er síbreytilegt. Þetta síbreytilega umhverfi kallar á það að við ökukennarar verðum að fá tækifæri til að þróast í takt við þær breytingar sem verða tengt störfum okkar. Öryggi og velferð vegfarenda er okkur ökukennurum hugleikið og það er okkar hlutverk að sjá til þess að ökunemar nái að tileinka sér öll ofangreind markmið sem nefnd voru í upphafi greinar og standist þau hæfnisviðmið sem gerð eru í ökuprófi. Tilgangur Ökukennarafélags Íslands er m.a. að vinna að bættri umferðarmenningu og allt frá stofnun félagsins fyrir tæpum 80 árum hefur félagið unnið að heilindum að því markmiði, með aðkomu að uppbyggingu á aksturssvæði þar sem ökunemar fá m.a. að upplifa viðbrögð sín við óvæntum aðstæðum og geta gert þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að halda stjórn á bílnum og afstýra slysum. Einnig hefur félagið komið að framleiðslu á kennsluefni ásamt því að miðla upplýsingum til félagsmanna svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mikil þekking og reynsla er meðal félagsmanna Ökukennarafélags Íslands og hana á að nýta þegar unnið er að breytingum er viðkemur ökunámi, ökukennslu eða umferðarmálum almennt. Til að mynda var nokkur umræða um skrifleg ökupróf á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum á vormáðum þessa árs. Meðal þess sem kom fram var að orðalag prófana væri ruglandi og mikið fall. Ökupróf bæði skrifleg ökupróf og verklegurkvarði eiga að vera í reglulegri endurskoðun og að þeirri endurskoðun ætti Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma, en slíkt fyrirkomulag er ekki til staðar þó Ökukennarafélag Íslands hafi bent á að eðlilegt væri að félagið kæmi að slíkri vinnu. Aðkoma fagfélags myndi klárlega leiða til aukinna gæða ökuprófa en ekki síður ökunáms sem síðan skilar sér í öruggari ökumönnum. Það er markmið okkar ökukennara að skila nemendum okkar sem öruggustum út í umferðina og starfandi ökukennarar eru í mestri nánd við nemendur og eru því í góðri aðstöðu til að átta sig á hvað betur má fara í ökunámi og skriflegum- og verklegum ökuprófum. Að lokum, eitt af því mikilvægasta sem við tökum með okkur út í umferðina hvort sem við erum akandi, hjólandi eða gangandi er kurteisi og tillitssemi. Sýnum ungum ökumönnum og öðrum vegfarendum gott fordæmi. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Samgöngur Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á liðnum dögum hefur skólahald hafist að nýju eftir sumarleyfi. Því fylgir aukin umferð, gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda og þar á meðal skólabarna sem eru að stíga sín fyrstu skref ein út í umferðinni. Þetta verðum við ökumenn að hafa í huga, en í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, með fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins og í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Það eru ekki aðeins þau sem eru að hefja skólagöngu sína sem eru að stíga sín fyrstu skref út í umferðinni. Á degi hverjum bætast við nýir og óreyndir ökumenn sem hafa staðist hæfnisviðmið ökuprófs en í hverjum mánuði alla mánuði ársins þreyta um 500 ökunemar verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir einnig að reynslutímabil hefjist að loknu ökunámi þar sem reynir á ábyrgð og öryggi ökumanns en talið er að full færni náist ekki fyrr en eftir 5 til 7 ára akstur. Þetta verðum við að hafa í huga, ekki aðeins þeir sem eru að hefja sinn ökuferil heldur við öll sem tökum þátt í umferðinni. Allt frá því að fyrsta ökuprófið var þreytt 15. júní 1915 hefur orðið mikil tækniþróun á ökutækum, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum og fjöldi vegfarenda hefur margfaldast, starfsfumhverfi okkar ökukennara er síbreytilegt. Þetta síbreytilega umhverfi kallar á það að við ökukennarar verðum að fá tækifæri til að þróast í takt við þær breytingar sem verða tengt störfum okkar. Öryggi og velferð vegfarenda er okkur ökukennurum hugleikið og það er okkar hlutverk að sjá til þess að ökunemar nái að tileinka sér öll ofangreind markmið sem nefnd voru í upphafi greinar og standist þau hæfnisviðmið sem gerð eru í ökuprófi. Tilgangur Ökukennarafélags Íslands er m.a. að vinna að bættri umferðarmenningu og allt frá stofnun félagsins fyrir tæpum 80 árum hefur félagið unnið að heilindum að því markmiði, með aðkomu að uppbyggingu á aksturssvæði þar sem ökunemar fá m.a. að upplifa viðbrögð sín við óvæntum aðstæðum og geta gert þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að halda stjórn á bílnum og afstýra slysum. Einnig hefur félagið komið að framleiðslu á kennsluefni ásamt því að miðla upplýsingum til félagsmanna svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mikil þekking og reynsla er meðal félagsmanna Ökukennarafélags Íslands og hana á að nýta þegar unnið er að breytingum er viðkemur ökunámi, ökukennslu eða umferðarmálum almennt. Til að mynda var nokkur umræða um skrifleg ökupróf á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum á vormáðum þessa árs. Meðal þess sem kom fram var að orðalag prófana væri ruglandi og mikið fall. Ökupróf bæði skrifleg ökupróf og verklegurkvarði eiga að vera í reglulegri endurskoðun og að þeirri endurskoðun ætti Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma, en slíkt fyrirkomulag er ekki til staðar þó Ökukennarafélag Íslands hafi bent á að eðlilegt væri að félagið kæmi að slíkri vinnu. Aðkoma fagfélags myndi klárlega leiða til aukinna gæða ökuprófa en ekki síður ökunáms sem síðan skilar sér í öruggari ökumönnum. Það er markmið okkar ökukennara að skila nemendum okkar sem öruggustum út í umferðina og starfandi ökukennarar eru í mestri nánd við nemendur og eru því í góðri aðstöðu til að átta sig á hvað betur má fara í ökunámi og skriflegum- og verklegum ökuprófum. Að lokum, eitt af því mikilvægasta sem við tökum með okkur út í umferðina hvort sem við erum akandi, hjólandi eða gangandi er kurteisi og tillitssemi. Sýnum ungum ökumönnum og öðrum vegfarendum gott fordæmi. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun