Markviss endurskoðun ökuprófa og ökunáms skilar sér í auknu umferðaröryggi Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 1. september 2022 10:00 Á liðnum dögum hefur skólahald hafist að nýju eftir sumarleyfi. Því fylgir aukin umferð, gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda og þar á meðal skólabarna sem eru að stíga sín fyrstu skref ein út í umferðinni. Þetta verðum við ökumenn að hafa í huga, en í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, með fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins og í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Það eru ekki aðeins þau sem eru að hefja skólagöngu sína sem eru að stíga sín fyrstu skref út í umferðinni. Á degi hverjum bætast við nýir og óreyndir ökumenn sem hafa staðist hæfnisviðmið ökuprófs en í hverjum mánuði alla mánuði ársins þreyta um 500 ökunemar verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir einnig að reynslutímabil hefjist að loknu ökunámi þar sem reynir á ábyrgð og öryggi ökumanns en talið er að full færni náist ekki fyrr en eftir 5 til 7 ára akstur. Þetta verðum við að hafa í huga, ekki aðeins þeir sem eru að hefja sinn ökuferil heldur við öll sem tökum þátt í umferðinni. Allt frá því að fyrsta ökuprófið var þreytt 15. júní 1915 hefur orðið mikil tækniþróun á ökutækum, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum og fjöldi vegfarenda hefur margfaldast, starfsfumhverfi okkar ökukennara er síbreytilegt. Þetta síbreytilega umhverfi kallar á það að við ökukennarar verðum að fá tækifæri til að þróast í takt við þær breytingar sem verða tengt störfum okkar. Öryggi og velferð vegfarenda er okkur ökukennurum hugleikið og það er okkar hlutverk að sjá til þess að ökunemar nái að tileinka sér öll ofangreind markmið sem nefnd voru í upphafi greinar og standist þau hæfnisviðmið sem gerð eru í ökuprófi. Tilgangur Ökukennarafélags Íslands er m.a. að vinna að bættri umferðarmenningu og allt frá stofnun félagsins fyrir tæpum 80 árum hefur félagið unnið að heilindum að því markmiði, með aðkomu að uppbyggingu á aksturssvæði þar sem ökunemar fá m.a. að upplifa viðbrögð sín við óvæntum aðstæðum og geta gert þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að halda stjórn á bílnum og afstýra slysum. Einnig hefur félagið komið að framleiðslu á kennsluefni ásamt því að miðla upplýsingum til félagsmanna svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mikil þekking og reynsla er meðal félagsmanna Ökukennarafélags Íslands og hana á að nýta þegar unnið er að breytingum er viðkemur ökunámi, ökukennslu eða umferðarmálum almennt. Til að mynda var nokkur umræða um skrifleg ökupróf á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum á vormáðum þessa árs. Meðal þess sem kom fram var að orðalag prófana væri ruglandi og mikið fall. Ökupróf bæði skrifleg ökupróf og verklegurkvarði eiga að vera í reglulegri endurskoðun og að þeirri endurskoðun ætti Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma, en slíkt fyrirkomulag er ekki til staðar þó Ökukennarafélag Íslands hafi bent á að eðlilegt væri að félagið kæmi að slíkri vinnu. Aðkoma fagfélags myndi klárlega leiða til aukinna gæða ökuprófa en ekki síður ökunáms sem síðan skilar sér í öruggari ökumönnum. Það er markmið okkar ökukennara að skila nemendum okkar sem öruggustum út í umferðina og starfandi ökukennarar eru í mestri nánd við nemendur og eru því í góðri aðstöðu til að átta sig á hvað betur má fara í ökunámi og skriflegum- og verklegum ökuprófum. Að lokum, eitt af því mikilvægasta sem við tökum með okkur út í umferðina hvort sem við erum akandi, hjólandi eða gangandi er kurteisi og tillitssemi. Sýnum ungum ökumönnum og öðrum vegfarendum gott fordæmi. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Samgöngur Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Á liðnum dögum hefur skólahald hafist að nýju eftir sumarleyfi. Því fylgir aukin umferð, gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda og þar á meðal skólabarna sem eru að stíga sín fyrstu skref ein út í umferðinni. Þetta verðum við ökumenn að hafa í huga, en í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, með fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins og í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Það eru ekki aðeins þau sem eru að hefja skólagöngu sína sem eru að stíga sín fyrstu skref út í umferðinni. Á degi hverjum bætast við nýir og óreyndir ökumenn sem hafa staðist hæfnisviðmið ökuprófs en í hverjum mánuði alla mánuði ársins þreyta um 500 ökunemar verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir einnig að reynslutímabil hefjist að loknu ökunámi þar sem reynir á ábyrgð og öryggi ökumanns en talið er að full færni náist ekki fyrr en eftir 5 til 7 ára akstur. Þetta verðum við að hafa í huga, ekki aðeins þeir sem eru að hefja sinn ökuferil heldur við öll sem tökum þátt í umferðinni. Allt frá því að fyrsta ökuprófið var þreytt 15. júní 1915 hefur orðið mikil tækniþróun á ökutækum, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum og fjöldi vegfarenda hefur margfaldast, starfsfumhverfi okkar ökukennara er síbreytilegt. Þetta síbreytilega umhverfi kallar á það að við ökukennarar verðum að fá tækifæri til að þróast í takt við þær breytingar sem verða tengt störfum okkar. Öryggi og velferð vegfarenda er okkur ökukennurum hugleikið og það er okkar hlutverk að sjá til þess að ökunemar nái að tileinka sér öll ofangreind markmið sem nefnd voru í upphafi greinar og standist þau hæfnisviðmið sem gerð eru í ökuprófi. Tilgangur Ökukennarafélags Íslands er m.a. að vinna að bættri umferðarmenningu og allt frá stofnun félagsins fyrir tæpum 80 árum hefur félagið unnið að heilindum að því markmiði, með aðkomu að uppbyggingu á aksturssvæði þar sem ökunemar fá m.a. að upplifa viðbrögð sín við óvæntum aðstæðum og geta gert þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að halda stjórn á bílnum og afstýra slysum. Einnig hefur félagið komið að framleiðslu á kennsluefni ásamt því að miðla upplýsingum til félagsmanna svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mikil þekking og reynsla er meðal félagsmanna Ökukennarafélags Íslands og hana á að nýta þegar unnið er að breytingum er viðkemur ökunámi, ökukennslu eða umferðarmálum almennt. Til að mynda var nokkur umræða um skrifleg ökupróf á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum á vormáðum þessa árs. Meðal þess sem kom fram var að orðalag prófana væri ruglandi og mikið fall. Ökupróf bæði skrifleg ökupróf og verklegurkvarði eiga að vera í reglulegri endurskoðun og að þeirri endurskoðun ætti Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma, en slíkt fyrirkomulag er ekki til staðar þó Ökukennarafélag Íslands hafi bent á að eðlilegt væri að félagið kæmi að slíkri vinnu. Aðkoma fagfélags myndi klárlega leiða til aukinna gæða ökuprófa en ekki síður ökunáms sem síðan skilar sér í öruggari ökumönnum. Það er markmið okkar ökukennara að skila nemendum okkar sem öruggustum út í umferðina og starfandi ökukennarar eru í mestri nánd við nemendur og eru því í góðri aðstöðu til að átta sig á hvað betur má fara í ökunámi og skriflegum- og verklegum ökuprófum. Að lokum, eitt af því mikilvægasta sem við tökum með okkur út í umferðina hvort sem við erum akandi, hjólandi eða gangandi er kurteisi og tillitssemi. Sýnum ungum ökumönnum og öðrum vegfarendum gott fordæmi. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun