Ritstýrir Húsfreyjunni samhliða starfi bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2022 14:58 Sigríður Ingvarsdóttir verður ekki aðeins bæjarstjóri næstu árin heldur líka ritstjóri. Silla Páls Gengið hefur verið frá ráðningu nýs ritstjóra Húsfreyjunnar, tímariti Kvenfélagasambands Íslands. Sigríðar Ingvarsdóttur tekur við starfinu af Kristínu Lindu Jónsdóttur sem ritstýrt hefur tímaritinu í tæpa tvo áratugi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Sigríður er Þingeyingur líkt og forveri hennar í starfi. Fædd og uppalin á Húsavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Sigríður er nýtekin við starfi bæjarstjóra Fjallabyggðar. Síðastliðið sumar lét hún af störfum sem forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eftir 18 ára starf hjá stofnuninni sem framkvæmdastjóri og síðast forstjóri. Sigríður hefur einnig átt sæti á alþingi fyrir Norðurland vestra, setið í sveitarstjórn á Siglufirði, unnið í markaðsdeild Olís, sinnt kennslu við grunnskóla og háskóla, verið fréttaritari Morgunblaðsins og unnið á sjó, en þess má geta að hún er með skipstjórnarréttindi. Auk þess er hún m.a. með mastersgráðu í stjórnun (MBA) frá Háskóla Íslands og diploma gráðu í opinberri stjórnsýslu. Sigríður er spennt fyrir nýjum verkefnum í samvinnu við öfluga ritstjórn. Yfirskrift blaðsins ,,Jákvæð og hvetjandi“ er það sem hún vill að Húsfreyjan standi fyrir. Veiti lesendum innsýn í þau fjölbreyttu verkefni sem konur um land allt eru að sinna. Fyrsta tölublað nýs ritstjóra kemur út um miðjan september. „Sigríður tekur við góðu búi af Kristínu Lindu Jónsdóttur, sem setið hefur í stól ritstjóra Húsfreyjunnar síðan árið 2003. Kristín Linda, sem er sálfræðingur og rekur fyrirtæki sitt Huglind, segir að í næstum tvo áratugi hafi Húsfreyjan verið hluti af hennar lífi, opnað ótal dyr að kynnum við magnaðar konur og gefið tækifæri til að beina athygli að því sem hún hefur metið verðugt, jákvætt og hvetjandi fyrir lesendur og landsmenn. Að hennar sögn hefur Húsfreyjunni, sem kemur út fjórum sinnum á ári, að sjálfsögðu líka fylgt sú viðvarandi tilfinning að nýta tíma dagsins til að vinna að næsta blaði og „ansi oft höfum við átt saman heilu helgarnar og kvöldin ég og Húsfreyjan“. Kristín Linda segist vera þakklát, stolt og glöð nú þegar hún kveður ritstjórastarfið og hlakki til að sjá Húsfreyjuna blómstra áfram í nýjum höndum. Sjálf ætli hún að nýta sinn tíma í ný ævintýri. Hún hvetur lesendur til að njóta verkefna lífsins meðan þau standa yfir og hika svo ekki við að skipta um gír þegar þar að kemur,“ segir í tilkynningu vegna vistaskiptanna. Vistaskipti Fjölmiðlar Fjallabyggð Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Sjá meira
Sigríður er Þingeyingur líkt og forveri hennar í starfi. Fædd og uppalin á Húsavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Sigríður er nýtekin við starfi bæjarstjóra Fjallabyggðar. Síðastliðið sumar lét hún af störfum sem forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eftir 18 ára starf hjá stofnuninni sem framkvæmdastjóri og síðast forstjóri. Sigríður hefur einnig átt sæti á alþingi fyrir Norðurland vestra, setið í sveitarstjórn á Siglufirði, unnið í markaðsdeild Olís, sinnt kennslu við grunnskóla og háskóla, verið fréttaritari Morgunblaðsins og unnið á sjó, en þess má geta að hún er með skipstjórnarréttindi. Auk þess er hún m.a. með mastersgráðu í stjórnun (MBA) frá Háskóla Íslands og diploma gráðu í opinberri stjórnsýslu. Sigríður er spennt fyrir nýjum verkefnum í samvinnu við öfluga ritstjórn. Yfirskrift blaðsins ,,Jákvæð og hvetjandi“ er það sem hún vill að Húsfreyjan standi fyrir. Veiti lesendum innsýn í þau fjölbreyttu verkefni sem konur um land allt eru að sinna. Fyrsta tölublað nýs ritstjóra kemur út um miðjan september. „Sigríður tekur við góðu búi af Kristínu Lindu Jónsdóttur, sem setið hefur í stól ritstjóra Húsfreyjunnar síðan árið 2003. Kristín Linda, sem er sálfræðingur og rekur fyrirtæki sitt Huglind, segir að í næstum tvo áratugi hafi Húsfreyjan verið hluti af hennar lífi, opnað ótal dyr að kynnum við magnaðar konur og gefið tækifæri til að beina athygli að því sem hún hefur metið verðugt, jákvætt og hvetjandi fyrir lesendur og landsmenn. Að hennar sögn hefur Húsfreyjunni, sem kemur út fjórum sinnum á ári, að sjálfsögðu líka fylgt sú viðvarandi tilfinning að nýta tíma dagsins til að vinna að næsta blaði og „ansi oft höfum við átt saman heilu helgarnar og kvöldin ég og Húsfreyjan“. Kristín Linda segist vera þakklát, stolt og glöð nú þegar hún kveður ritstjórastarfið og hlakki til að sjá Húsfreyjuna blómstra áfram í nýjum höndum. Sjálf ætli hún að nýta sinn tíma í ný ævintýri. Hún hvetur lesendur til að njóta verkefna lífsins meðan þau standa yfir og hika svo ekki við að skipta um gír þegar þar að kemur,“ segir í tilkynningu vegna vistaskiptanna.
Vistaskipti Fjölmiðlar Fjallabyggð Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Sjá meira