Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2022 10:00 Stuðningsmenn KA fjölmenntu á Ásvelli þegar liðið komst í bikarúrslit á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur og að Akureyringar fari niður um eitt sæti frá síðasta tímabili en komist í úrslitakeppnina þriðja árið í röð. Blik sást í augum KA-manna í fyrra enda vantaði ekki hápunktana hjá þeim gulu og bláu. Leiddir áfram af Óðni Þór Ríkharðssyni komst KA í bikarúrslit í fyrsta sinn í átján ár en tapaði fyrir Val í frábærum úrslitaleik. KA-menn enduðu í 7. sæti Olís-deildarinnar og féllu út í átta liða úrslitum eftir magnað einvígi gegn Haukum þar sem allir leikirnir unnust með einu marki. Annað árið í röð missti KA markakóng og besta leikmann Olís-deildarinnar. Eftir tímabilið 2020-21 kvaddi Árni Bragi Eyjólfsson en Óðinn Þór fyllti skarð hans með glæsibrag. KA hefur ekki fengið viðlíka liðsstyrk fyrir þetta tímabil. Liðið skipti við Stjörnuna á vinstri hornamönnum, missti Arnar Frey Ársælsson en fékk Dag Gautason aftur, og fékk unglingalandsliðsmanninn Gauta Gunnarsson frá ÍBV. Ólafur Gústafsson missir af fyrstu mánuðum tímabilsins og þá er hinn mjög svo áreiðanlegi Jón Heiðar Sigurðsson hættur. Það er því ekkert offramboð af rétthentum útispilurum hjá KA og línumannsstaðan er enn frekar veik. KA virðist vera með veikara lið en á síðasta tímabili og það hefði verið gaman að sjá Akureyringa nýta meðbyrinn, nýta blikið og minnka bilið milli þeirra og sterkustu liða Olís-deildarinnar. Gengi KA undarinn áratug 2021-22: 7. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 10. sæti 2018-19: 9. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti, upp í gegnum umspil) 2016-17: 10. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2015-16: 8. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2014-15: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2013-14: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2012-13: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) Lykilmaðurinn Einar Rafn Eiðsson ætlar að koma tvíefldur til leiks í vetur.vísir/vilhelm Einar Rafn kom til KA fyrir síðasta tímabil eftir mörg góð ár hjá FH. Hann stóð fyrir sínu með 3,9 mörk og 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik en það leiðinlega fyrir Einar Rafn var að KA hrökk ekki almennilega í gang fyrr en eftir að hann meiddist. Allan Norðberg fór þá í stöðu hægri skyttu og leysti hana prýðilega og Óðinn Þór raðaði inn mörkum. Örvhentir leikmenn hafa verið stjörnur KA undanfarin tvö tímabil og spurningin er hvort röðin sé komin að Einari Rafni í vetur. Hann er vissulega allt öðruvísi leikmaður en Árni Bragi og Óðinn Þór en ekki vantar hæfileikana eða reynsluna hjá honum. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Gauti Gunnarsson frá ÍBV Dagur Gautason frá Stjörnunni Farnir: Óðinn Þór Ríkharðsson til Kadetten Schaffhausen (Sviss) Arnar Freyr Ársælsson til Stjörnunnar Jón Heiðar Sigurðsson hættur Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Sem fyrr sagði vantar talsvert upp á breiddina vinstra megin fyrir utan hjá KA. Það væri því ekki ónýtt fyrir liðið að geta notað sjálfan Róbert Julian Duranona sem hreif stuðningsmenn KA með sínum þrumuskotum og leikgleði undir lok síðustu aldar og átti stóran þátt í því að Akureyringar yrðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn 1997. Duranona er einn allra besti, ef ekki besti, erlendi leikmaður sem hefur spilað hér á landi og lék síðan með íslenska landsliðinu eftir að hafa fengið ríkisborgararétt. Olís-deild karla KA Akureyri Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur og að Akureyringar fari niður um eitt sæti frá síðasta tímabili en komist í úrslitakeppnina þriðja árið í röð. Blik sást í augum KA-manna í fyrra enda vantaði ekki hápunktana hjá þeim gulu og bláu. Leiddir áfram af Óðni Þór Ríkharðssyni komst KA í bikarúrslit í fyrsta sinn í átján ár en tapaði fyrir Val í frábærum úrslitaleik. KA-menn enduðu í 7. sæti Olís-deildarinnar og féllu út í átta liða úrslitum eftir magnað einvígi gegn Haukum þar sem allir leikirnir unnust með einu marki. Annað árið í röð missti KA markakóng og besta leikmann Olís-deildarinnar. Eftir tímabilið 2020-21 kvaddi Árni Bragi Eyjólfsson en Óðinn Þór fyllti skarð hans með glæsibrag. KA hefur ekki fengið viðlíka liðsstyrk fyrir þetta tímabil. Liðið skipti við Stjörnuna á vinstri hornamönnum, missti Arnar Frey Ársælsson en fékk Dag Gautason aftur, og fékk unglingalandsliðsmanninn Gauta Gunnarsson frá ÍBV. Ólafur Gústafsson missir af fyrstu mánuðum tímabilsins og þá er hinn mjög svo áreiðanlegi Jón Heiðar Sigurðsson hættur. Það er því ekkert offramboð af rétthentum útispilurum hjá KA og línumannsstaðan er enn frekar veik. KA virðist vera með veikara lið en á síðasta tímabili og það hefði verið gaman að sjá Akureyringa nýta meðbyrinn, nýta blikið og minnka bilið milli þeirra og sterkustu liða Olís-deildarinnar. Gengi KA undarinn áratug 2021-22: 7. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 10. sæti 2018-19: 9. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti, upp í gegnum umspil) 2016-17: 10. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2015-16: 8. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2014-15: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2013-14: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2012-13: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) Lykilmaðurinn Einar Rafn Eiðsson ætlar að koma tvíefldur til leiks í vetur.vísir/vilhelm Einar Rafn kom til KA fyrir síðasta tímabil eftir mörg góð ár hjá FH. Hann stóð fyrir sínu með 3,9 mörk og 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik en það leiðinlega fyrir Einar Rafn var að KA hrökk ekki almennilega í gang fyrr en eftir að hann meiddist. Allan Norðberg fór þá í stöðu hægri skyttu og leysti hana prýðilega og Óðinn Þór raðaði inn mörkum. Örvhentir leikmenn hafa verið stjörnur KA undanfarin tvö tímabil og spurningin er hvort röðin sé komin að Einari Rafni í vetur. Hann er vissulega allt öðruvísi leikmaður en Árni Bragi og Óðinn Þór en ekki vantar hæfileikana eða reynsluna hjá honum. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Gauti Gunnarsson frá ÍBV Dagur Gautason frá Stjörnunni Farnir: Óðinn Þór Ríkharðsson til Kadetten Schaffhausen (Sviss) Arnar Freyr Ársælsson til Stjörnunnar Jón Heiðar Sigurðsson hættur Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Sem fyrr sagði vantar talsvert upp á breiddina vinstra megin fyrir utan hjá KA. Það væri því ekki ónýtt fyrir liðið að geta notað sjálfan Róbert Julian Duranona sem hreif stuðningsmenn KA með sínum þrumuskotum og leikgleði undir lok síðustu aldar og átti stóran þátt í því að Akureyringar yrðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn 1997. Duranona er einn allra besti, ef ekki besti, erlendi leikmaður sem hefur spilað hér á landi og lék síðan með íslenska landsliðinu eftir að hafa fengið ríkisborgararétt.
2021-22: 7. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 10. sæti 2018-19: 9. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti, upp í gegnum umspil) 2016-17: 10. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2015-16: 8. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2014-15: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2013-14: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2012-13: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu)
Komnir: Gauti Gunnarsson frá ÍBV Dagur Gautason frá Stjörnunni Farnir: Óðinn Þór Ríkharðsson til Kadetten Schaffhausen (Sviss) Arnar Freyr Ársælsson til Stjörnunnar Jón Heiðar Sigurðsson hættur Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla KA Akureyri Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn