Blaðamennska í ágjöf norðlensks réttarfars Halldór Reynisson skrifar 31. ágúst 2022 13:01 Enn hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kallað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna tapaðs síma í eigu húskarls Samherja. Enn heyrist ekkert af yfirheyrslum yfir Samherjamönnum vegna meintar mútustarfssemi í þróunarlandi – örlítið stærra mál en tapaður sími. Á árum áður þegar ég starfaði við blaðamennsku kom það fyrir að valdamiklir einstaklingar í stjórnmálum sæktu að blaðamönnum. Í seinni tíð eru fjárgróðamenn helsta ógnin við góða blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Af hverju skiptir máli að rannsaka Samherjamenn og meintar mútur frekar en símastuld? Vegna þess að sótt er að lýðræðinu og réttarríkinu um allan heim – einnig á Íslandi. Erlendis eru það auðmenn og harðstjórar, hérlendis helst þau sem auði safna. Fólk sem felur jafnvel peningana sína (stundum aflað úr menguðum sjó kvótakerfis) en notar þá svo til að koma höggi á andstæðinga sína. Að manni læðist sá grunur að áhrifavald sjófurstanna á “gömlu góðu Akureyri” nái inn á borð lögreglustjórans þar í bæ. Nema að hann sé svo duglegur að leita uppi sérhvern stolinn síma í sínu umdæmi. Dugnaður sem ætti að vera sérstökum saksóknara til eftirbreytni í að leita uppi peningana í kjölfari Samherjamanna. Upp í hugann kemur réttarfarið á öldum áður þegar hungrað fólk var hengt fyrir stuld á snærisspotta á meðan valdsherrar komust upp með að sölsa undir sig lifibrauð annarra. Stundum er eina vörn lýðræðisins “fjórða valdið”, - gagnrýnir blaðamenn sem sjá það sem hlutverk sitt að afhjúpa peningaslóðina. Blaðamenn sem hafa sannleiksleit að leiðarljósi. Starfa í þágu “almannahagsmuna” eins og það heitir á lagamáli. Feður vestræns lýðræðis höfðu það í huga þegar þeir brýndu réttinn til frjálsrar fréttamennsku. Kannski ætti norðlensk löggæsla að rétta kúrsinn með því að leita í smiðju norðlensks skálds frá Gröf á Höfðastönd þegar það segir: Vei þeim dómara´, er veit og sér, Víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns, að víkja´ af götu sannleikans. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Sjávarútvegur Lögreglan Fjölmiðlar Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Enn hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kallað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna tapaðs síma í eigu húskarls Samherja. Enn heyrist ekkert af yfirheyrslum yfir Samherjamönnum vegna meintar mútustarfssemi í þróunarlandi – örlítið stærra mál en tapaður sími. Á árum áður þegar ég starfaði við blaðamennsku kom það fyrir að valdamiklir einstaklingar í stjórnmálum sæktu að blaðamönnum. Í seinni tíð eru fjárgróðamenn helsta ógnin við góða blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Af hverju skiptir máli að rannsaka Samherjamenn og meintar mútur frekar en símastuld? Vegna þess að sótt er að lýðræðinu og réttarríkinu um allan heim – einnig á Íslandi. Erlendis eru það auðmenn og harðstjórar, hérlendis helst þau sem auði safna. Fólk sem felur jafnvel peningana sína (stundum aflað úr menguðum sjó kvótakerfis) en notar þá svo til að koma höggi á andstæðinga sína. Að manni læðist sá grunur að áhrifavald sjófurstanna á “gömlu góðu Akureyri” nái inn á borð lögreglustjórans þar í bæ. Nema að hann sé svo duglegur að leita uppi sérhvern stolinn síma í sínu umdæmi. Dugnaður sem ætti að vera sérstökum saksóknara til eftirbreytni í að leita uppi peningana í kjölfari Samherjamanna. Upp í hugann kemur réttarfarið á öldum áður þegar hungrað fólk var hengt fyrir stuld á snærisspotta á meðan valdsherrar komust upp með að sölsa undir sig lifibrauð annarra. Stundum er eina vörn lýðræðisins “fjórða valdið”, - gagnrýnir blaðamenn sem sjá það sem hlutverk sitt að afhjúpa peningaslóðina. Blaðamenn sem hafa sannleiksleit að leiðarljósi. Starfa í þágu “almannahagsmuna” eins og það heitir á lagamáli. Feður vestræns lýðræðis höfðu það í huga þegar þeir brýndu réttinn til frjálsrar fréttamennsku. Kannski ætti norðlensk löggæsla að rétta kúrsinn með því að leita í smiðju norðlensks skálds frá Gröf á Höfðastönd þegar það segir: Vei þeim dómara´, er veit og sér, Víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns, að víkja´ af götu sannleikans. Höfundur er blaðamaður.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar