Strand í Staðarhverfi? Helgi Áss Grétarsson skrifar 30. ágúst 2022 07:00 Þétting byggðar hefur lengi verið mantra þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg. Afleiðingar þéttingarstefnunnar, þar sem ekki er hugað að innviðum fyrst, geta m.a. verið þær að erfitt sé fyrir foreldra að fá dagvistunarúrræði fyrir börn sín í viðkomandi hverfi og grunnskólar þar verði of fjölmennir. Sem dæmi um afleiðingar slíkra sprungna innviða, sjá nýlegt viðtal við skólastjóra Laugarnesskóla um ástandið í Laugardal (Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir). Hin hliðin – þegar tækifæri til þéttingar eru ekki nýtt Á síðasta kjörtímabili lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að byggð í Staðarhverfi í Grafarvogi yrði gerð þéttari og fyrir kosningarnar sl. vor var það eitt af loforðum flokksins. Slík stefna er hins vegar ekki á stefnuskrá núverandi meirihluta borgarstjórnar, jafnvel þótt á síðasta kjörtímabili hafi þáverandi meirihluti borgarstjórnar lokað eina grunnskólanum í Staðarhverfi, Korpuskóla. Helstu rökin fyrir því að loka Korpuskóla voru þau að nemendur væru of fáir. Þétting byggðar hins vegar hefði getað orðið hluti af þeirri lausn að halda skólastarfinu áfram. Hinn 29. ágúst sl. bárust svo fréttir af því að hugmyndir væru uppi á meðal stjórnenda Reykjavíkurborgar að loka eina leikskólanum sem er rekin í Staðarhverfi (Fundað um framtíð leikskólans Bakka). Rökin aftur, fyrir þessum hugmyndum, er að húsnæðið undir leikskólann nýtist ekki með fullnægjandi hætti þar eð til lengri tíma séu nemendur of fáir. Að loka leikskóla í Reykjavík, þegar hátt ákall er núna á meðal reykvískra foreldra um fleiri dagvistunarúrræði, stingur óneitanlega í stúf. Þessar nýjustu hugmyndir gefa þó til kynna, rétt eins og lokun Korpuskóla, að innviðir í Staðarhverfi séu brothættir. Engin þörf er á að láta huggulegt hverfi sem þetta sigla í átt að strandi þegar bjargræðin eru mörg, m.a. með því að þétta þar byggð. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þétting byggðar hefur lengi verið mantra þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg. Afleiðingar þéttingarstefnunnar, þar sem ekki er hugað að innviðum fyrst, geta m.a. verið þær að erfitt sé fyrir foreldra að fá dagvistunarúrræði fyrir börn sín í viðkomandi hverfi og grunnskólar þar verði of fjölmennir. Sem dæmi um afleiðingar slíkra sprungna innviða, sjá nýlegt viðtal við skólastjóra Laugarnesskóla um ástandið í Laugardal (Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir). Hin hliðin – þegar tækifæri til þéttingar eru ekki nýtt Á síðasta kjörtímabili lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að byggð í Staðarhverfi í Grafarvogi yrði gerð þéttari og fyrir kosningarnar sl. vor var það eitt af loforðum flokksins. Slík stefna er hins vegar ekki á stefnuskrá núverandi meirihluta borgarstjórnar, jafnvel þótt á síðasta kjörtímabili hafi þáverandi meirihluti borgarstjórnar lokað eina grunnskólanum í Staðarhverfi, Korpuskóla. Helstu rökin fyrir því að loka Korpuskóla voru þau að nemendur væru of fáir. Þétting byggðar hins vegar hefði getað orðið hluti af þeirri lausn að halda skólastarfinu áfram. Hinn 29. ágúst sl. bárust svo fréttir af því að hugmyndir væru uppi á meðal stjórnenda Reykjavíkurborgar að loka eina leikskólanum sem er rekin í Staðarhverfi (Fundað um framtíð leikskólans Bakka). Rökin aftur, fyrir þessum hugmyndum, er að húsnæðið undir leikskólann nýtist ekki með fullnægjandi hætti þar eð til lengri tíma séu nemendur of fáir. Að loka leikskóla í Reykjavík, þegar hátt ákall er núna á meðal reykvískra foreldra um fleiri dagvistunarúrræði, stingur óneitanlega í stúf. Þessar nýjustu hugmyndir gefa þó til kynna, rétt eins og lokun Korpuskóla, að innviðir í Staðarhverfi séu brothættir. Engin þörf er á að láta huggulegt hverfi sem þetta sigla í átt að strandi þegar bjargræðin eru mörg, m.a. með því að þétta þar byggð. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar