Erlent

Minnst 27 sentímetra hækkun sjávarmáls óumflýjanleg

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Þyrla flýgur yfir jökul á Grænlandi. Mynd tengistt frétt ekki beint.
Þyrla flýgur yfir jökul á Grænlandi. Mynd tengistt frétt ekki beint. EPA/MICHAEL KAPPELER / POOL

Búist er við 27 sentímetra hækkun á sjávarmáli að lágmarki vegna yfirvofandi bráðnunar jökulhetta á Grænlandi í kjölfar frekari hlýnunar jarðar. Þessi hækkun er sögð ekki taka til greina bráðnun annarsstaðar í heiminum en sú frá Grænlandi myndi ein valda fyrrnefndri hækkun enda um mikið magn íss að ræða eða 110 billjón tonn.

Guardian greinir frá því að möguleiki sé á því að hækkun sjávarmáls verði margir metrar næstu áratugina en þó notkun jarðefnaeldsneyta yrði hætt á stundinni væri bráðnun jökulhetta á Grænlandi óumflýjanleg. 

Nýja rannsóknin sem um ræðir varpi ljósi á það að fyrrnefnd 27 sentímetra lágmarkshækkun sé væntanleg en hvort hún komi innan 100 ára fremur en 150 ára sé óvíst.

Þessar spár séu byggðar á núverandi stöðu hnattrænnar hlýnunar en einhverjir hafi áhyggjur af því að hin mikla bráðnun jökulhetta sem átti sér stað á Grænlandi árið 2012 endurtaki sig. Gerist það muni hækkun sjávarmáls verða töluvert meiri en 27 sentímetrar, þá verði óumflýjanlega hækkunin 78 sentímetrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×