Veruleikatenging Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 17:31 309 kjarasamningar renna út næstu mánuði. Meðal þeirra eru samningar allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, auk kjarasamnings BSRB við sveitarfélögin og fjöldi samninga ýmissa félaga háskólamenntaðra við ríki og sveitarfélög. Lífskjarasamningurinn sem nær til yfir 100.000 launþega í stærstu stéttarfélögum landsins rennur út fyrir áramót. Framundan eru erfiðar kjaraviðræður með stéttarfélög klofin í herðar niður vegna innbyrðis átaka. Hvað skiptir máli fyrir launafólk? Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og er nauðugur sá kostur að veðja sífellt á að krónan styrkist. Alla jafna taka spákaupmenn á sig áhættu í von um gróða en mun líklegra er að þeir tapi. Íslensk heimili eru tilneydd í áhættusöm og sveiflukennd viðskipti sem þau tapa alltaf á - því okkar örmynt hefur aldrei styrkst til lengri tíma. Það þarf ekki doktorspróf í sögu til að sannreyna þá fullyrðingu. En fyrir vikið er hið daglega líf fólks sífellt í spennitreyju. Ef tekin væri upp erlend mynt þá myndu þessar sveiflur ekki skipta venjulegt fólk jafnmiklu máli. Verð á neysluvörum yrði stöðugra. Laun héldust í hendur við neysluverð. Verðtryggingin hyrfi. Átök á vinnumarkaði yrðu minni. Af hverju eiga íslensk heimili að taka á sig duttlunga og sveiflur íslensku krónunnar? Þar sem birtingarmyndin er miklu hærra vaxtastig en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar, sem einnig glíma við sambærilega verðbólgu. Fyrir venjulegt fólk sem treysti á loforðaflaum stjórnarflokkanna um Ísland sem lágvaxtaland hafa húsnæðislán fólksins á breytilegum vöxtum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Slík er nú kjarabótin með íslensku krónunni. Því til viðbótar er ríkissjóður rekinn með tæplega tvöhundruð milljarða halla sem verður seint metið skynsamt framlag til stöðugleika og lágrar verðbólgu. Draumsýn eða tálsýn? Okkar séríslenska króna skapar hættu fyrir heimilin, fyrirtækin og velferðina. Stefna Viðreisnar er að lífskjör verði hér samkeppnishæf og að stöðugleiki fáist fyrir heimilin og atvinnulíf. Að byggja upp fleiri og fjölbreyttari störf til lengri tíma. Að kveðja heimatilbúið og sveiflukennt hagkerfi og fá þess í stað nokkra vissu um hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þessi draumsýn er hins vegar tálsýn nema við tengjumst eða tökum upp evru. Það er veruleikinn. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Kjaramál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
309 kjarasamningar renna út næstu mánuði. Meðal þeirra eru samningar allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, auk kjarasamnings BSRB við sveitarfélögin og fjöldi samninga ýmissa félaga háskólamenntaðra við ríki og sveitarfélög. Lífskjarasamningurinn sem nær til yfir 100.000 launþega í stærstu stéttarfélögum landsins rennur út fyrir áramót. Framundan eru erfiðar kjaraviðræður með stéttarfélög klofin í herðar niður vegna innbyrðis átaka. Hvað skiptir máli fyrir launafólk? Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og er nauðugur sá kostur að veðja sífellt á að krónan styrkist. Alla jafna taka spákaupmenn á sig áhættu í von um gróða en mun líklegra er að þeir tapi. Íslensk heimili eru tilneydd í áhættusöm og sveiflukennd viðskipti sem þau tapa alltaf á - því okkar örmynt hefur aldrei styrkst til lengri tíma. Það þarf ekki doktorspróf í sögu til að sannreyna þá fullyrðingu. En fyrir vikið er hið daglega líf fólks sífellt í spennitreyju. Ef tekin væri upp erlend mynt þá myndu þessar sveiflur ekki skipta venjulegt fólk jafnmiklu máli. Verð á neysluvörum yrði stöðugra. Laun héldust í hendur við neysluverð. Verðtryggingin hyrfi. Átök á vinnumarkaði yrðu minni. Af hverju eiga íslensk heimili að taka á sig duttlunga og sveiflur íslensku krónunnar? Þar sem birtingarmyndin er miklu hærra vaxtastig en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar, sem einnig glíma við sambærilega verðbólgu. Fyrir venjulegt fólk sem treysti á loforðaflaum stjórnarflokkanna um Ísland sem lágvaxtaland hafa húsnæðislán fólksins á breytilegum vöxtum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Slík er nú kjarabótin með íslensku krónunni. Því til viðbótar er ríkissjóður rekinn með tæplega tvöhundruð milljarða halla sem verður seint metið skynsamt framlag til stöðugleika og lágrar verðbólgu. Draumsýn eða tálsýn? Okkar séríslenska króna skapar hættu fyrir heimilin, fyrirtækin og velferðina. Stefna Viðreisnar er að lífskjör verði hér samkeppnishæf og að stöðugleiki fáist fyrir heimilin og atvinnulíf. Að byggja upp fleiri og fjölbreyttari störf til lengri tíma. Að kveðja heimatilbúið og sveiflukennt hagkerfi og fá þess í stað nokkra vissu um hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þessi draumsýn er hins vegar tálsýn nema við tengjumst eða tökum upp evru. Það er veruleikinn. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar