Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2022 10:51 Minnst milljón heimili eru sögð eyðilögð og gífurlegar skemmdir hafa orðið á uppskeru í Pakistan. EPA/REHAN KHAN Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið. Hjálp er byrjuð að berast til Pakistan. Meðal annars er byrjað að senda neyðarbirgðir, matvæli, tjöld og annað til landsins en Bilawal Bhutto-Zardari, utanríkisráðherra, segir Pakistan þurfa fjárhagsaðstoð. „Ég hef aldrei séð eyðileggingu á þessum skala,“ sagði hann í viðtali við Reuters. „Ég á erfitt með að koma orðum að því, þetta er yfirþyrmandi.“ Ráðherrann sagði að hin fordæmalausa rigning sem leiddi til flóðanna hefðu eyðilagt stóran hluta af uppskeru Pakistans. Fyrir hamfarirnar stóðu Pakistanar frammi fyrir umfangsmiklum efnahagsvandræðum. Talið er að flóðin muni koma mjög niður á landsframleiðslu í Pakistan. Nærri því milljón heimili eru sögð hafa eyðilagst í flóðunum. Yfirvöld segja að ástandið sé verra en árið 2010, þegar sautján hundruð manns dóu í flóðum. AP fréttaveitan hefur eftir Shabaz Sharif, forsætisráðherra, að ekki hafi rignt jafn mikið í Pakistan í þrjá áratugi. Sharif heitir því að öllum þeim sem hafi misst heimili sín verði komið í skjól. Fólk sem AP ræddi við segist þó ekki bara hafa misst heimili sín. Þau hafi misst lífsviðurværi sitt og uppskeru. Pakistan Loftslagsmál Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. 27. ágúst 2022 22:09 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Hjálp er byrjuð að berast til Pakistan. Meðal annars er byrjað að senda neyðarbirgðir, matvæli, tjöld og annað til landsins en Bilawal Bhutto-Zardari, utanríkisráðherra, segir Pakistan þurfa fjárhagsaðstoð. „Ég hef aldrei séð eyðileggingu á þessum skala,“ sagði hann í viðtali við Reuters. „Ég á erfitt með að koma orðum að því, þetta er yfirþyrmandi.“ Ráðherrann sagði að hin fordæmalausa rigning sem leiddi til flóðanna hefðu eyðilagt stóran hluta af uppskeru Pakistans. Fyrir hamfarirnar stóðu Pakistanar frammi fyrir umfangsmiklum efnahagsvandræðum. Talið er að flóðin muni koma mjög niður á landsframleiðslu í Pakistan. Nærri því milljón heimili eru sögð hafa eyðilagst í flóðunum. Yfirvöld segja að ástandið sé verra en árið 2010, þegar sautján hundruð manns dóu í flóðum. AP fréttaveitan hefur eftir Shabaz Sharif, forsætisráðherra, að ekki hafi rignt jafn mikið í Pakistan í þrjá áratugi. Sharif heitir því að öllum þeim sem hafi misst heimili sín verði komið í skjól. Fólk sem AP ræddi við segist þó ekki bara hafa misst heimili sín. Þau hafi misst lífsviðurværi sitt og uppskeru.
Pakistan Loftslagsmál Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. 27. ágúst 2022 22:09 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. 27. ágúst 2022 22:09