„Þetta var mjög slæmur tími“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2022 12:00 Aron Rafn Eðvarðsson hefur síðastliðinn mánuð byrjað að hjóla á þrekhjóli en virðist eiga langt í land með að spila handbolta á nýjan leik. Það ætlar hann sér þó að gera. Stöð 2 Aron Rafn Eðvarðsson, einn besti handboltamarkvörður landsins um langt árabil, fékk bolta í höfuðið í byrjun mars og hefur síðan þá lítið getað æft handbolta eða stundað vinnu. Fyrstu vikurnar eftir höggið voru sérstaklega slæmar. „Þetta er búinn að vera mjög strembinn tími,“ segir Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson, á þrekhjóli á Ásvöllum. Hann er leikmaður Hauka en ólíklegt er að hann spili nokkuð fyrir liðið í vetur eftir enn eitt alvarlega höfuðhöggið á sínum ferli. „Fyrstu sex vikurnar [eftir höggið í mars] gat ég varla farið út úr húsi. Ég var bara rúmliggjandi og var með mjög mikla ljósfælni. Þetta var mjög slæmur tími. Síðan er þetta búið að vera stigvaxandi. Ég get núna sinnt vinnu, hugsað um barnið mitt og sinnt þessum helstu heimilisstörfum heima. En það er það mesta sem ég get gert í dag,“ segir Aron sem er raunar rétt byrjaður að geta hjóla á þrekhjóli: Höfuðverkur, ógleði og svimi við að hjóla „Ég byrjaði á því 25. júlí, hjólaði löturhægt og þurfti að hætta því ég fékk bara höfuðverk, ógleði og svima. Allt sem þessum leiðindum fylgja. Í þessum tilvikum getur þetta verið allt frá tveimur vikum og upp í mörg ár. Þetta er erfitt og sérstaklega núna þegar handboltinn er að byrja. Þá kitlar mann svakalega í að fá að vera með. En svo hugsar maður líka um að það er margt annað þarna úti sem ég get gert. Það er ekki bara handbolti. Svo er líka margt annað í kringum handboltann eins og ég hef hallað mér meira að eftir að ég komst á lappir. Það er til dæmis markmannsþjálfun og að nýta mína reynslu til að kenna öðrum. Það er þannig sem ég lít á alla vega þetta tímabil,“ segir Aron Rafn sem er hins vegar ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna, og ekki hræddur við að snúa aftur á völlinn þegar heilsan leyfir. Hann vinnur að því: „Já, alveg klárlega. Ég er búinn að vera í stöðugum samskiptum við Elís Þór Rafnsson [sjúkraþjálfara] sem er búinn að hjálpa mér mjög mikið. Ég er reglulegur gestur hjá honum uppi í Orkuhúsi og við höldum áfram að þrjóskast saman,“ segir Aron. Klippa: Aron Rafn og höfuðmeiðslin Skot í höfuð hluti af starfslýsingunni En er það þannig að hann sjái fyrir endann á þessu? „Ekki eins og staðan er í dag, nei. Mér finnst ólíklegt að ég spili aftur… Ég veit það ekki. Mig langar ekki að segja þessi orð. En það er stundum þannig að maður þarf að líta á raunveruleikann og sætta sig við hann Eins og ég hef alltaf sagt þá er þetta hluti af starfslýsingu markvarða. Hérna áður fyrr fögnuðum við bara mest þegar við fengum boltann í höfuðið. En afleiðingarnar geta verið mjög vondar og slæmar, eins og í mínu tilviki og margra annarra sem hafa fengið boltann í höfuðið,“ segir Aron. Aron Rafn Eðvarðsson hefur verið frá keppni síðan í byrjun mars.Vísir/Vilhelm Fyrsti heilahristingurinn eftir viljandi skot í höfuðið Aðspurður hvort að hann telji að mögulega reyni leikmenn stundum að skjóta í átt að höfði markvarða, til að losna við þá úr markinu, segir Aron: „Ég trúi því ekki að það séu menn sem reyna að skjóta í hausinn á markmönnunum en það eru ábyggilega einhverjir þarna úti sem vilja taka markmanninn út með því að skjóta í hausinn á þeim. Ég veit það fyrir víst að þegar ég fékk minn fyrsta heilahristing þá var það frá leikmanni sem spilaði þá með Vardar, sem ég hafði varið mörg skot frá, og hann ákvað að hann vildi taka mig úr leik og skaut í höfuðið á mér. Það eru því enn einhverjir þarna úti sem reyna að taka markmanninn út á þennan hátt, en ég held nú að flestir séu að reyna að skora þegar þeir skjóta í kringum hausinn.“ Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
„Þetta er búinn að vera mjög strembinn tími,“ segir Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson, á þrekhjóli á Ásvöllum. Hann er leikmaður Hauka en ólíklegt er að hann spili nokkuð fyrir liðið í vetur eftir enn eitt alvarlega höfuðhöggið á sínum ferli. „Fyrstu sex vikurnar [eftir höggið í mars] gat ég varla farið út úr húsi. Ég var bara rúmliggjandi og var með mjög mikla ljósfælni. Þetta var mjög slæmur tími. Síðan er þetta búið að vera stigvaxandi. Ég get núna sinnt vinnu, hugsað um barnið mitt og sinnt þessum helstu heimilisstörfum heima. En það er það mesta sem ég get gert í dag,“ segir Aron sem er raunar rétt byrjaður að geta hjóla á þrekhjóli: Höfuðverkur, ógleði og svimi við að hjóla „Ég byrjaði á því 25. júlí, hjólaði löturhægt og þurfti að hætta því ég fékk bara höfuðverk, ógleði og svima. Allt sem þessum leiðindum fylgja. Í þessum tilvikum getur þetta verið allt frá tveimur vikum og upp í mörg ár. Þetta er erfitt og sérstaklega núna þegar handboltinn er að byrja. Þá kitlar mann svakalega í að fá að vera með. En svo hugsar maður líka um að það er margt annað þarna úti sem ég get gert. Það er ekki bara handbolti. Svo er líka margt annað í kringum handboltann eins og ég hef hallað mér meira að eftir að ég komst á lappir. Það er til dæmis markmannsþjálfun og að nýta mína reynslu til að kenna öðrum. Það er þannig sem ég lít á alla vega þetta tímabil,“ segir Aron Rafn sem er hins vegar ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna, og ekki hræddur við að snúa aftur á völlinn þegar heilsan leyfir. Hann vinnur að því: „Já, alveg klárlega. Ég er búinn að vera í stöðugum samskiptum við Elís Þór Rafnsson [sjúkraþjálfara] sem er búinn að hjálpa mér mjög mikið. Ég er reglulegur gestur hjá honum uppi í Orkuhúsi og við höldum áfram að þrjóskast saman,“ segir Aron. Klippa: Aron Rafn og höfuðmeiðslin Skot í höfuð hluti af starfslýsingunni En er það þannig að hann sjái fyrir endann á þessu? „Ekki eins og staðan er í dag, nei. Mér finnst ólíklegt að ég spili aftur… Ég veit það ekki. Mig langar ekki að segja þessi orð. En það er stundum þannig að maður þarf að líta á raunveruleikann og sætta sig við hann Eins og ég hef alltaf sagt þá er þetta hluti af starfslýsingu markvarða. Hérna áður fyrr fögnuðum við bara mest þegar við fengum boltann í höfuðið. En afleiðingarnar geta verið mjög vondar og slæmar, eins og í mínu tilviki og margra annarra sem hafa fengið boltann í höfuðið,“ segir Aron. Aron Rafn Eðvarðsson hefur verið frá keppni síðan í byrjun mars.Vísir/Vilhelm Fyrsti heilahristingurinn eftir viljandi skot í höfuðið Aðspurður hvort að hann telji að mögulega reyni leikmenn stundum að skjóta í átt að höfði markvarða, til að losna við þá úr markinu, segir Aron: „Ég trúi því ekki að það séu menn sem reyna að skjóta í hausinn á markmönnunum en það eru ábyggilega einhverjir þarna úti sem vilja taka markmanninn út með því að skjóta í hausinn á þeim. Ég veit það fyrir víst að þegar ég fékk minn fyrsta heilahristing þá var það frá leikmanni sem spilaði þá með Vardar, sem ég hafði varið mörg skot frá, og hann ákvað að hann vildi taka mig úr leik og skaut í höfuðið á mér. Það eru því enn einhverjir þarna úti sem reyna að taka markmanninn út á þennan hátt, en ég held nú að flestir séu að reyna að skora þegar þeir skjóta í kringum hausinn.“
Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira