„Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. ágúst 2022 12:06 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir Talskona Stígamóta segir skóla verða að bregðast rétt við kynferðisbrotamálum, svo nemendum líði ekki eins og þeir þurfi að taka málin í eigin hendur. Hún setur spurningamerki við tölvupóst sem skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi sendi nemendum, þar sem hann bað þá að ræða ekki meint kynferðisbrot. Nemendafélag FSu hefur gagnrýnt viðbrögð skólastjórnar harðlega. Tölvupóstur sem skólameistarinn Olga Lísa Garðarsdóttir sendi nemendum er meðal þess sem nemendur eru ósáttir við, en þar er málið sagt erfitt fyrir meintan geranda jafnt sem þolanda, og nemendur beðnir að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Þá var tekið fram að þar sem meintur gerandi væri undir átján ára aldri ætti hann rétt á að mæta í skólann eftir helgi, eftir að hafa verið vísað úr skólanum í tvo daga. Talskona Stígamóta setur spurningamerki við margt sem kemur fram í sendingu skólameistarans til nemenda. „Í fyrsta lagi þá virðist hún hafa ofurtrú á réttarkerfinu, að réttarkerfið muni leysa úr þessu máli og dæma um sekt eða sakleysi meints geranda. En þessir krakkar verða sennilega útskrifaðir úr framhaldsskóla þegar þar að kemur,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Koma þurfi í veg fyrir brot en líka bregðast við þeim Skólinn verði því að bregðast við með einhverjum hætti í núinu. Mikilvægt sé að skólar á öllum skólastigum setji sér áætlanir í málum sem þessu. „Áætlanirnar þurfa að taka bæði til forvarna, til þess að koma í veg fyrir brot, en þær þurfa líka að vera með skýr fyrirmæli um hvernig á að bregðast við.“ Aðalmálið sé að tekið sé utan um þolendur og að innan skólanna sé fólk með skilning og þekkingu til að takast á við málin með réttum hætti. Nemendur hafa gagnrýnt að meintur gerandi fái að snúa aftur í skólann eftir helgi og bent á að þolandi eigi ekki að þurfa að eiga á hættu að mæta geranda sínum á göngum skólans. Steinunn segir það eðlilega kröfu. „Ég held að það þurfi bara að grípa til þeirra aðgerða sem eru nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi og velferð þolanda í þessu máli og að aðrir nemendur í skólanum upplifi líka öryggi við það að mæta í skólann.“ Röng viðbrögð stjórnenda geti þá leitt af sér skaðleg viðbrögð nemenda við málinu. „Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið og að þau eigi ekki að útskúfa. Aðalmálið er að skólastjórnendur bregðist rétt við, þannig að nemendum líði ekki eins og þau þurfi að taka málin í eigin hendur,“ segir Steinunn. Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að málið sé til rannsóknar, en hefur ekki viljað tjá sig um það að öðru leyti. Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Sjá meira
Nemendafélag FSu hefur gagnrýnt viðbrögð skólastjórnar harðlega. Tölvupóstur sem skólameistarinn Olga Lísa Garðarsdóttir sendi nemendum er meðal þess sem nemendur eru ósáttir við, en þar er málið sagt erfitt fyrir meintan geranda jafnt sem þolanda, og nemendur beðnir að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Þá var tekið fram að þar sem meintur gerandi væri undir átján ára aldri ætti hann rétt á að mæta í skólann eftir helgi, eftir að hafa verið vísað úr skólanum í tvo daga. Talskona Stígamóta setur spurningamerki við margt sem kemur fram í sendingu skólameistarans til nemenda. „Í fyrsta lagi þá virðist hún hafa ofurtrú á réttarkerfinu, að réttarkerfið muni leysa úr þessu máli og dæma um sekt eða sakleysi meints geranda. En þessir krakkar verða sennilega útskrifaðir úr framhaldsskóla þegar þar að kemur,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Koma þurfi í veg fyrir brot en líka bregðast við þeim Skólinn verði því að bregðast við með einhverjum hætti í núinu. Mikilvægt sé að skólar á öllum skólastigum setji sér áætlanir í málum sem þessu. „Áætlanirnar þurfa að taka bæði til forvarna, til þess að koma í veg fyrir brot, en þær þurfa líka að vera með skýr fyrirmæli um hvernig á að bregðast við.“ Aðalmálið sé að tekið sé utan um þolendur og að innan skólanna sé fólk með skilning og þekkingu til að takast á við málin með réttum hætti. Nemendur hafa gagnrýnt að meintur gerandi fái að snúa aftur í skólann eftir helgi og bent á að þolandi eigi ekki að þurfa að eiga á hættu að mæta geranda sínum á göngum skólans. Steinunn segir það eðlilega kröfu. „Ég held að það þurfi bara að grípa til þeirra aðgerða sem eru nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi og velferð þolanda í þessu máli og að aðrir nemendur í skólanum upplifi líka öryggi við það að mæta í skólann.“ Röng viðbrögð stjórnenda geti þá leitt af sér skaðleg viðbrögð nemenda við málinu. „Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið og að þau eigi ekki að útskúfa. Aðalmálið er að skólastjórnendur bregðist rétt við, þannig að nemendum líði ekki eins og þau þurfi að taka málin í eigin hendur,“ segir Steinunn. Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að málið sé til rannsóknar, en hefur ekki viljað tjá sig um það að öðru leyti.
Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03