„Ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. ágúst 2022 19:12 Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir eru forsvarsmenn nemendafélags FSu. Vísir/Steingrímur Dúi Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands eru ósáttir við hvernig stjórnendur hafa tekið á meintu kynferðisbroti innan veggja skólans. Skólameistarinn hefur beðið nemendur að vanda sig í umræðum um málið. Nemandinn sem um ræðir fékk fjögurra daga brottvísun frá skólanum. Í pósti til nemenda hvatti skólameistari FSu til þess að nemendur vönduðu sig í umræðum um málið, sem væri erfitt fyrir alla sem að því kæmu. Þá voru nemendur beðnir um að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum, og minnt á að menn teldust saklausir þar til sekt þeirra væri sönnuð. Fulltrúar nemenda eru óánægðir með viðbrögð skólans. Í póstinum sem skólameistarinn, Olga Lísa Garðarsdóttir, sendi nemendum, kom einnig fram að þar sem meintur gerandi og brotaþoli væru undir átján ára aldri ættu þau bæði rétt á að mæta í skólann eftir helgina, þar sem ekki væri búið að dæma í málinu. Forsvarsmenn nemendafélagsins telja viðbrögð stjórnenda ekki góð. „Það er náttúrulega ekki ásættanlegt að nemandi geti verið rekinn fyrir það að mæta ekki í tíma, en þegar eitthvað svona kemur upp, þá er það bara fjögurra daga straff. Og okkur finnst ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum. Nei,“ segja Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir, formaður og varaformaður nemendafélags FSu. Ásrún og Sirrý eru einnig óánægðar með skilaboð skólameistarans til nemenda. „Til að byrja með þá á aldrei að þagga niður svona mál. Talið um þetta á samfélagsmiðlum eins og þið viljið, því að svona mál á að ræða. Þetta á ekki að vera þaggað. -Við viljum ekki gerendameðvirkni. -Nei“ Þær gera ráð fyrir að ræða við skólastjórn um málið eftir helgi. Og hverju ætlið þið að koma á framfæri við skólastjórnendur? „Þar sem við erum nemendafélag þá verðum við að koma skoðunum nemenda á framfæri og það er augljóst hver sú skoðun er. Nemendur eru ósáttir.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að embættið sem með meint kynferðisbrot innan veggja FSu til rannsóknar, en gat ekki tjáð sig að öðru leyti. Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Nemandinn sem um ræðir fékk fjögurra daga brottvísun frá skólanum. Í pósti til nemenda hvatti skólameistari FSu til þess að nemendur vönduðu sig í umræðum um málið, sem væri erfitt fyrir alla sem að því kæmu. Þá voru nemendur beðnir um að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum, og minnt á að menn teldust saklausir þar til sekt þeirra væri sönnuð. Fulltrúar nemenda eru óánægðir með viðbrögð skólans. Í póstinum sem skólameistarinn, Olga Lísa Garðarsdóttir, sendi nemendum, kom einnig fram að þar sem meintur gerandi og brotaþoli væru undir átján ára aldri ættu þau bæði rétt á að mæta í skólann eftir helgina, þar sem ekki væri búið að dæma í málinu. Forsvarsmenn nemendafélagsins telja viðbrögð stjórnenda ekki góð. „Það er náttúrulega ekki ásættanlegt að nemandi geti verið rekinn fyrir það að mæta ekki í tíma, en þegar eitthvað svona kemur upp, þá er það bara fjögurra daga straff. Og okkur finnst ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum. Nei,“ segja Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir, formaður og varaformaður nemendafélags FSu. Ásrún og Sirrý eru einnig óánægðar með skilaboð skólameistarans til nemenda. „Til að byrja með þá á aldrei að þagga niður svona mál. Talið um þetta á samfélagsmiðlum eins og þið viljið, því að svona mál á að ræða. Þetta á ekki að vera þaggað. -Við viljum ekki gerendameðvirkni. -Nei“ Þær gera ráð fyrir að ræða við skólastjórn um málið eftir helgi. Og hverju ætlið þið að koma á framfæri við skólastjórnendur? „Þar sem við erum nemendafélag þá verðum við að koma skoðunum nemenda á framfæri og það er augljóst hver sú skoðun er. Nemendur eru ósáttir.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að embættið sem með meint kynferðisbrot innan veggja FSu til rannsóknar, en gat ekki tjáð sig að öðru leyti.
Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira