Brynjar Þór hættur í körfubolta | „Hungrið ekki til staðar“ Atli Arason skrifar 26. ágúst 2022 19:31 Brynjar Þór Björnsson fagnar fyrir framan stuðningsmenn KR. Vísir/Bára Dröfn Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR í körfubolta, hefur ákveðið að segja þetta gott og ætlar að leggja skóna á hilluna. „Ætli það sé ekki bara kominn tími á þetta. Það eru ákveðin kynslóðaskipti í Vesturbænum, við erum að yngjast ansi hratt og maður er orðinn gamli úlfurinn í klefanum. Svo finnur maður líka að sama hungrið er ekki til staðar og þá er bara eins gott að stíga til hliðar,“ sagði Brynjar Þór í viðtali við Stöð 2 í dag. Brynjar hóf meistaraflokksferil sinn með KR árið 2004 og lýkur honum einnig sem leikmaður KR. Brynjar lék líka með Tindastól tímabilið 2018/19 ásamt einu ári í atvinnumennsku í Svíþjóð með Jämtland tímabilið 2011/12. Brynjar sneri þó alltaf aftur í Vesturbæinn. „Þetta hefur verið forréttinda ferill ef svo má segja. Svo margir úrslitaleikir og góðar minningar héðan úr Vesturbænum og annars staðar,“ sagði Bynjar og bætti við að fólkið sem hann hefur kynnst í gegnum þau félög sem hann hefur spilað með vera það sem helst stendur upp úr, þó svo að titlarnir séu sætir. Á 18 ára ferli sínum vann Brynjar átta Íslandsmeistaratitla og þrjá bikartitla, allt með KR-ingum. „Þetta var mikill vinna og ákveðin heppni. Við komum saman ákveðinn kjarni sem hélst saman ansi lengi, frá 2006 til síðasta titils árið 2019. Kjarni sem vildi bara vinna og spila saman, var alveg sama um einstaklingsmarkmið. Það er svo fallegt þegar þetta gerist en þetta gerist ekki á mörgum stöðum og hvað þá átta sinnum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson að lokum. Innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan en viðtalið við Brynjar í heild mun birtast á Vísi í fyrramálið. Subway-deild karla KR Reykjavík Tímamót Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
„Ætli það sé ekki bara kominn tími á þetta. Það eru ákveðin kynslóðaskipti í Vesturbænum, við erum að yngjast ansi hratt og maður er orðinn gamli úlfurinn í klefanum. Svo finnur maður líka að sama hungrið er ekki til staðar og þá er bara eins gott að stíga til hliðar,“ sagði Brynjar Þór í viðtali við Stöð 2 í dag. Brynjar hóf meistaraflokksferil sinn með KR árið 2004 og lýkur honum einnig sem leikmaður KR. Brynjar lék líka með Tindastól tímabilið 2018/19 ásamt einu ári í atvinnumennsku í Svíþjóð með Jämtland tímabilið 2011/12. Brynjar sneri þó alltaf aftur í Vesturbæinn. „Þetta hefur verið forréttinda ferill ef svo má segja. Svo margir úrslitaleikir og góðar minningar héðan úr Vesturbænum og annars staðar,“ sagði Bynjar og bætti við að fólkið sem hann hefur kynnst í gegnum þau félög sem hann hefur spilað með vera það sem helst stendur upp úr, þó svo að titlarnir séu sætir. Á 18 ára ferli sínum vann Brynjar átta Íslandsmeistaratitla og þrjá bikartitla, allt með KR-ingum. „Þetta var mikill vinna og ákveðin heppni. Við komum saman ákveðinn kjarni sem hélst saman ansi lengi, frá 2006 til síðasta titils árið 2019. Kjarni sem vildi bara vinna og spila saman, var alveg sama um einstaklingsmarkmið. Það er svo fallegt þegar þetta gerist en þetta gerist ekki á mörgum stöðum og hvað þá átta sinnum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson að lokum. Innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan en viðtalið við Brynjar í heild mun birtast á Vísi í fyrramálið.
Subway-deild karla KR Reykjavík Tímamót Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira