Elsku hjartans starfsfólk hjúkrunarheimila Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 08:30 Ég er að flytja í annan landsfjórðung en mamma mín og þarf að treysta á að þið hugsið vel hana. Þetta er eina mamman sem ég á og hún hefur átt alveg ótrúlega ævi, gengið í gegnum svo margt, afrekað mikið, fært ýmsar fórnir, upplifað erfiðleika og óbærilegar sorgir, alið mig vel upp og elskað mig skilyrðislaust, umborið mig þegar ég var ósanngjörn og heimtufrek, huggað mig þegar þurfti. Mig langar helst að halda áfram að hugsa sjálf um mömmu mína en hún þarf orðið svo mikla umönnun vegna heilabilunar að ég og systkini mín ráðum ekki við verkefnið lengur. Þess vegna felum við hana í ykkar hendur og treystum ykkur til að gera ykkar allra besta. Ég verð ykkur ævinlega þakklát fyrir að hafa valið þetta göfuga starf og ef ég mætti ráða fengjuð þið miklu meira borgað en nú er því ég hef sjálf reynslu af umönnunarstörfum og starfi með heilabiluðum og veit því fullvel hversu krefjandi það er, sem er í litlu samræmi við það sem kemur upp úr launaumslaginu. En ég veit líka að þetta er gefandi starf, starf sem skiptir svo óskaplega miklu máli. Þið unga fólk sem starfið við þetta með námi eigið mögulega aldrei eftir að starfa við neitt eins mikilvægt og ég lofa ykkur því að þið munið búa að þessari reynslu alla ævina. Þið megið vita að við aðstandendur metum starf ykkar mikils, án ykkar værum við buguð af þreytu og sorg og gætum ekki lifað eðlilegu lífi, sótt vinnu og skóla, borgað reikninga, átt hefðbundið fjölskyldulíf, verið skilvirkir samfélagsþegnar. Mamma mín var skilvirkur þjóðfélagsþegn í marga áratugi og starfaði lengst af við umönnun aldraðra og sjúkra. Nú er komið að henni. Mér finnst mamma mín eiga allt það besta skilið, en svo á við um alla aðstandendur myndi ég halda. Svo, takk fyrir að hugsa um mömmu mína, ég vona að þið sjáið í henni þá manneskju sem hún eitt sinn var – glettin, hjálpleg, hugulsöm og eldklár. Takk fyrir að láta henni líða vel, þótt hún geti kannski ekki talað mikið lengur þá skiptir máli að skilja hvað hana vantar, lofa henni að finna að hún er ekki ein, láta hana finna fyrir öryggi og áhyggjuleysi, hjálpa henni að brosa með því að brosa við henni að fyrra bragði. Á meðan hún er róleg, örugg og líður vel þá er hún sátt. Ég treysti því að þið gætið þess að hún drekki nægan vökva, því aldrað fólk er frekar óduglegt við það og heilabilað fólk enn frekar. Ég treysti því að þið fylgist með hvort hún taki sopa og kyngi en beri ekki bara glasið upp að vörunum. Ég vil þakka ykkur fyrir að setja fyrir hana matardiskinn þótt hún haldi því fram að hún sé nýbúin að borða, bita fyrir hana matinn og hjálpa henni að matast. Ég treysti því að þið gætið þess að hún sé alltaf snyrtileg til fara, því þannig var hún alltaf áður en sjúkdómurinn tók völdin. Þakka ykkur fyrir að klæða hana daglega í hrein föt (ég veit að þau óhreinkast fljótt eftir matartímana, en samt), greiða hárið, þvo henni í framan, bursta tennurnar, bera á hana rakakrem og jafnvel setja á hana dulítið ilmvatn. Hún myndi ekki vilja vera illa til höfð, hvað þá illa lyktandi, innan um annað fólk. Þakka ykkur fyrir að lofa henni að halda virðingu sinni og reisn, þrátt fyrir heilabilunina. Þakka ykkur fyrir að halda í höndina á henni þegar ég get ekki verið þarna, hlusta á hana þegar hún reynir að segja ykkur eitthvað, strjúka henni um vangann þegar hún er þreytt og faðma hana þegar hún er ráðvillt. Ég treysti því að þið hugsið jafn vel um mömmu mína og þið mynduð hugsa um ykkar eigin móður, eða ömmu, langömmu já eða einhvern ástvin sem ekki getur séð um sig sjálfur lengur. Ég veit að hún á ekki langan tíma eftir svo ég er þakklát fyrir að þið gerið hann henni, og okkur, sem þægilegastan. TAKK. Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir konu með Alzheimer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég er að flytja í annan landsfjórðung en mamma mín og þarf að treysta á að þið hugsið vel hana. Þetta er eina mamman sem ég á og hún hefur átt alveg ótrúlega ævi, gengið í gegnum svo margt, afrekað mikið, fært ýmsar fórnir, upplifað erfiðleika og óbærilegar sorgir, alið mig vel upp og elskað mig skilyrðislaust, umborið mig þegar ég var ósanngjörn og heimtufrek, huggað mig þegar þurfti. Mig langar helst að halda áfram að hugsa sjálf um mömmu mína en hún þarf orðið svo mikla umönnun vegna heilabilunar að ég og systkini mín ráðum ekki við verkefnið lengur. Þess vegna felum við hana í ykkar hendur og treystum ykkur til að gera ykkar allra besta. Ég verð ykkur ævinlega þakklát fyrir að hafa valið þetta göfuga starf og ef ég mætti ráða fengjuð þið miklu meira borgað en nú er því ég hef sjálf reynslu af umönnunarstörfum og starfi með heilabiluðum og veit því fullvel hversu krefjandi það er, sem er í litlu samræmi við það sem kemur upp úr launaumslaginu. En ég veit líka að þetta er gefandi starf, starf sem skiptir svo óskaplega miklu máli. Þið unga fólk sem starfið við þetta með námi eigið mögulega aldrei eftir að starfa við neitt eins mikilvægt og ég lofa ykkur því að þið munið búa að þessari reynslu alla ævina. Þið megið vita að við aðstandendur metum starf ykkar mikils, án ykkar værum við buguð af þreytu og sorg og gætum ekki lifað eðlilegu lífi, sótt vinnu og skóla, borgað reikninga, átt hefðbundið fjölskyldulíf, verið skilvirkir samfélagsþegnar. Mamma mín var skilvirkur þjóðfélagsþegn í marga áratugi og starfaði lengst af við umönnun aldraðra og sjúkra. Nú er komið að henni. Mér finnst mamma mín eiga allt það besta skilið, en svo á við um alla aðstandendur myndi ég halda. Svo, takk fyrir að hugsa um mömmu mína, ég vona að þið sjáið í henni þá manneskju sem hún eitt sinn var – glettin, hjálpleg, hugulsöm og eldklár. Takk fyrir að láta henni líða vel, þótt hún geti kannski ekki talað mikið lengur þá skiptir máli að skilja hvað hana vantar, lofa henni að finna að hún er ekki ein, láta hana finna fyrir öryggi og áhyggjuleysi, hjálpa henni að brosa með því að brosa við henni að fyrra bragði. Á meðan hún er róleg, örugg og líður vel þá er hún sátt. Ég treysti því að þið gætið þess að hún drekki nægan vökva, því aldrað fólk er frekar óduglegt við það og heilabilað fólk enn frekar. Ég treysti því að þið fylgist með hvort hún taki sopa og kyngi en beri ekki bara glasið upp að vörunum. Ég vil þakka ykkur fyrir að setja fyrir hana matardiskinn þótt hún haldi því fram að hún sé nýbúin að borða, bita fyrir hana matinn og hjálpa henni að matast. Ég treysti því að þið gætið þess að hún sé alltaf snyrtileg til fara, því þannig var hún alltaf áður en sjúkdómurinn tók völdin. Þakka ykkur fyrir að klæða hana daglega í hrein föt (ég veit að þau óhreinkast fljótt eftir matartímana, en samt), greiða hárið, þvo henni í framan, bursta tennurnar, bera á hana rakakrem og jafnvel setja á hana dulítið ilmvatn. Hún myndi ekki vilja vera illa til höfð, hvað þá illa lyktandi, innan um annað fólk. Þakka ykkur fyrir að lofa henni að halda virðingu sinni og reisn, þrátt fyrir heilabilunina. Þakka ykkur fyrir að halda í höndina á henni þegar ég get ekki verið þarna, hlusta á hana þegar hún reynir að segja ykkur eitthvað, strjúka henni um vangann þegar hún er þreytt og faðma hana þegar hún er ráðvillt. Ég treysti því að þið hugsið jafn vel um mömmu mína og þið mynduð hugsa um ykkar eigin móður, eða ömmu, langömmu já eða einhvern ástvin sem ekki getur séð um sig sjálfur lengur. Ég veit að hún á ekki langan tíma eftir svo ég er þakklát fyrir að þið gerið hann henni, og okkur, sem þægilegastan. TAKK. Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir konu með Alzheimer.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun