Kolklikkuðkunta: Orðræðu- og atferlisgreining andfélagslegrar hegðunar á samskiptamiðlum Hrafnhildur Sigmarsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 08:01 Um daginn rakst ég fyrir tilviljun á ummæli í athugasemdarkerfi fréttavefmiðla við fræðslugrein sem ég skrifaði fyrir Kjarnann í desember síðastliðnum. Sú grein hét Stafrænir flassarar: siðferðisskortur og siðleysi í samskiptum. Greinin fékk fína dreifingu og yfir höfuð jákvæð viðbrögð. Ummælin sem ég rakst á nýlega voru hinsvegar á öndverðu meiði. Maður að nafni Einar fann sig knúinn til að skrifa „Kolklikkuðkunta” við grein mína og lét ælukall fylgja. Viðurnefninu og ælukallinum fylgdi enginn frekari rökstuðningur. Ég fór í kjölfarið að velta fyrir mér mönnum eins og Einari, og orsök og uppruna hegðunar þeirra. Samstarfsfélagar mínir á Stígamótum tóku undir hlátur minn þegar ég sagði þeim frá yfirlýsingu og ælukalli Einars, enda flestu vön frá þeim sem að sér finnst vegið með valdeflingu þeirra sem brotið hefur verið á. Móðir minni var hinsvegar ekki skemmt yfir andfélagslegri yfirlýsingu Einars, enda held ég að fæstar mæður bregðist vinsamlega við þegar gamlir kallar sýna börnum þeirra ógnandi hegðun, hvort sem það er í ræðu eða riti. Orðræðugreining andfélagslegra ummæla á samskiptamiðlum er áhugaverð Með orðræðu er átt við umræður eða samræður og vísar til máleiningar sem er stærri en ein setning. Fræðigreinin orðræðugreining (e. discourse analysis) er sameiginlegt heiti fyrir margvíslegar aðferðir til þess að rannsaka og greina texta, textabúta eða brot út samtölum. Orðið „Kolklikkuðkunta” er vissulega hvorki samræða né umræða eða partur af texta, en ég kemst ekki hjá því að álykta að orðið sé partur af stærra samhengi sem dylst inn í andfélagslegum viðhorfum þeirra sem eigna sér allt vald óháð þekkingu. Það er viðhorfum þeirra sem eru staðreyndafælnir, þola illa valdeflingu kvenna og virðast vera á móti áframhaldandi siðferðisþroska mannsandans. Geðþóttaskoðanir eru ekki burðugur grunnur til þekkingarmótunar. Fræðasamfélagið leggur áherslu á sannreynda, margreynda og gagnreynda þekkingu. Einar virðist hinsvegar með ummælum sínum vera ósammála þeirri leið til þekkingaröflunar. Samfélagsrýni, femínísk hugmyndafræði, siðfræði og orðræðugreining virðist vera óvættur í augum manna eins og Einars og veldur það mér töluverðu hugarangri. Fáfræðin dansar og dillar sér á meðan kolklikkuðkunta reynir að róa móður sína og sannfæra hana um að málstaðurinn sé óttanum öruggari. Það var erfið röksemdarfærsla að færa í heimi sem enn álítur m.a. stríðsátök og meðfylgjandi mannfall sem ásættanlega leið til að útkljá skoðanaskipti. Atferlisgreining er hagnýt aðferð til að auka skilning á hömlulausri hegðun Atferlisgreining (e. Behavior analysis) er vísindagrein sem fæst við rannsóknir og hagnýtingu á lögmálum hegðunar. Meginmarkmið vísindagreinarinnar er að öðlast skilning á því hvernig megi spá fyrir og hafa áhrif á hegðun einstaklinga og lífvera. Rannsóknir á hegðun hafa sýnt að hún er að stórum hluta lærð og að henni er viðhaldið af umhverfi okkar, ekki síst félagslegu umhverfi. Samskiptamiðlar í rafheimum eru dæmi um félagslegt umhverfi sem hefur völd til að venjuvæða og viðhalda hegðun óháð gagnsemi. Í hagnýtri atferlisgreiningu (e. applied behavior analysis) er sjónum beint að því að bera kennsl á lausnir sem eru líklegar til að bera árangur. Hagnýt atferlisgreining leggur auk þess áherslu á notkun vísindalegra aðferða til að leysa samfélagsleg vandamál af ýmsu tagi. Venjuvæðing og viðbragðsleysi samfélagsins við fjandsamlegum ummælum á netinu í garð kvenna, brotaþola ofbeldis og jaðarsettra hópa er án efa orðið samfélagslegt vandamál. Samkenndarsnauð ummæli um þolendur kynferðisafbrota, ógeðfelld ummæli manna um þolendur vændis, hávær gerendameðvirkni, lokaðir INCEL hópar, andfemínísk orðræða hjá ráðamönnum þjóðarinnar, óhugnanlegur fjöldi fylgjandahóps manna á borð við Andrew Tate, og svo ummæli á borð við „Kolklikkuðkunta” staðfesta bæði tilvist og alvarleika vandamálsins. Þeir sem upplifa sig fæðast í rétti einvörðu sökum kyns öðlast svo oft gagnrýnislausan vettvang í gegnum rafheima og viðra þar skaðlegar skoðanir sínar sem byggja einungis á gagnlausum geðþótta og aumkunarverðu þekkingarleysi. Það er hættulegt þróun og þroska mannsins. Konum er í kjölfarið kennt að venjuvæða og innleiða skaðlegar hugsanaskekkjur þar sem þeim er kennt að túlka ruddaskap, eineltistilburði og aðra andfélagslega hegðun sem jákvæða athygli. „Hann er bara skotinn í þér” segir samfélagið og litla stúlkan fær röng skilaboð með skaðlegum afleiðingum sem getur haft neikvæð áhrif á samskiptafærni og -tækni fullorðinsáranna. Þetta er alvarleg hugsanaskekkja sem við erum enn að reyna að losna við úr hugrænum ferlum hversdagslífsins. Það gengur brösuglega fyrir sakir orðræðunnar sem þrífst í rafheimum. Ástæður þess eru án efa andfélagslegar og vegna venjuvæðingar og sinnuleysis. Hagnýt atferlisgreining er hér tilvalið tæki til að rýna betur í lögmál hegðunar og af hverju tiltekin hegðun heldur velli. Fjandsamleg ummæli eru í eðli sínu andfélagsleg Andfélagsleg hegðun (e. Antisocial behavior/ Sociopatic behavior) vísar til hegðunar sem einkennist af viðvarandi tillitsleysi og hunsar réttindi og tilfinningar annarra. Hávær og grimmdarleg meðhöndlun á öðru fólki og yfirgnæfandi tilvistarréttur hljómar hátt. Sterk andfélagsleg einkenni eru m.a: Vanvirðing og skeytingarleysi fyrir samfélagsreglum Ákafi, tortryggni og virðingarleysi gagnvart öðru fólki Yfirgengilegur hroki Ofmat á eigið ágæti, tilfinning um vitsmunalega yfirburði og óhófleg skoðanagleði Hvatvísi og skipulagsleysi Ógnandi hegðun og óheiðarleiki Fjandsemi í garð annarra og óhóflegur pirringur Léleg tilfinninga- og hvatastjórn Yfirgangur og ofbeldisfull hegðun Skortur á samkennd Óþarfa áhættutaka og tillitsleysi varðandi öryggi annarra Ábyrgðarleysi gagnvart áhrifum og afleiðingum gjörða sinna Öll getum við verið sek um ömurlega hegðun gagnvart öðrum og oft er hún einungis tímabundið viðnám gagnvart aðstæðubundnu getuleysi. Þegar við hinsvegar uppfyllum ákveðinn fjölda skilgreindra einkenna og höldum þeim stöðugum yfir ákveðinn tíma getum við farið að tala um persónuleikaröskun sem ráðandi þátt í persónuleika einstaklinga. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar með persónuleikaröskun eiga erfiðara með að bregðast við breytingum og almennum kröfum daglegs lífs og að þeir eiga erfiðara með að mynda og viðhalda nánum samböndum. Hegðun þessara einstaklinga getur verið ósveigjanleg, mjög öfgakennd og óstöðug, og valdið miklum erfiðleikum í samskiptum. Andfélagsleg persónuleikaröskun er ein slíkra raskana og byggir á ráðandi þáttum m.a. ofantalinna einkenna. Lítið þýðir að höfða til mannkosta þessara einstaklinga þar sem þeir eru bæði byggðir á brothættum grunni og ekki megnugir til stórafreka á vettvangi iðrunar og eftirsjár. Skortur á mannkostum hefur áhrif á hegðun Ekki á öll fráviks- og fjandsamleg hegðun rætur sínar í geðrænum vanda. Langt því frá. Það er fásinna út frá fræðum og rannsóknum að halda því fram að geðrænn vandi og andfélagsleg hegðun séu taktfastir og skilyrðislausir ferðafélagar. Ljótleiki í hegðun er ekki sammerktur lasleika. Það er móðgun og siðlaus samskiptatækni gagnvart þeim sem þjást af flóknum og alvarlegum geðsjúkdómum. Sem samfélag verðum við að passa að sjúkdómsvæða ekki skíthælahátt og þess heldur að venjuvæða umræðuna um mannkostaskort þegar kemur að fjandsamlegri hegðun á opinberum vettvangi. Sterk siðferðisleg sjálfsvitund á að vera sífellt og virkt ferli sem krefur einstaklinga um endurtekna gagnrýna hugsun og persónulega ábyrgð. Þegar kemur að fráviks- eða andfélagslegri hegðun nútímans er okkur tamt að útskýra stöðu hegðunar út frá sögulegu samhengi hverju sinni eða fela okkur bak við menningarlegt afstæði. Faðir minn heitinn fæddist í torfbæ. Hann var samt ekki fífl. Gott fólk hefur lifað frá örófi alda en það hafa fíflin sjálfsagt líka. Mannkostir eru eiginleikar sem fólk telur gjarnan að það búi sjálfkrafa yfir og þurfi ekki að leggja neina rækt við. Sannleikurinn gæti ekki verið fjarri lagi. Mannkostir eru eiginleikar sem prýða eftirsóknarverða manneskju. Sterk tilfinningavitund og hvatastjórn eru undirstöður mannkosta og forsendur velferðar, hamingju og heilbrigðra samskipta allra einstaklinga í bæði lífi og starfi. Kristján Kristjánsson, prófessor í heimspeki, er aðstoðarforstjóri Jubilee stofnunarinnar í Bretlandi og er þar einn helsti drifkraftur rannsókna á sviði siðferðisuppeldis og mannkostamenntunar. Kristján leggur áherslu á mikilvægi mannkostamenntunar í æsku þar sem áhersla er lögð á þrautseigju, sjálfsaga og þolgæði, og enn fremur siðferðislegar dyggðir á borð við: Góðvild, réttlætiskennd, hluttekningu, umhyggju, þakklæti og mikilvægi tilfinningalegra og siðferðislegra innlita í eigin vitund. Ummælin „Kolklikkuðkunta” gefa til kynna að Einar hafi ekki gefið því innliti neinn sérstakan gaum. Rafheimar og raunheimar. Ríkja sömu hegðunarreglur á báðum vettvöngum? Hefði Einar mætt heim til mín og öskrað á mig Kolklikkuðkunta!!” og ælt í kjölfarið hefðu viðbrögð mín verið augljós, auðtekin og með skilningi flestra. Annaðhvort hefði ég hringt á lögreglu eða borgarlækni. Ylti það m.a. á raddstyrk og líkamstjáningu Einars. Þetta skeytingar- og háttvísisleysi í samskiptum í rafheimum, þar sem allt er látið flakka óháð afleiðingum, virðist hinsvegar vera félagslega samþykkt hegðun. Á þannig vettvangi fær andfélagsleg hegðun að blómstra. Af hverju við gefum okkur svona endurtekinn afslátt af hegðun á vettvangi sem okkur er ekki lengur framandi skil ég ekki. Samskiptamiðlar hafa nú verið partur af daglegri neyslu okkar í áratugi. Það er ekki hægt að skýla sér að bak við eitthvað samskiptaregluleysi á netinu. Það er rökleysa þar sem til eru góðar og gildar reglur sem við erum þaulvön að beita alla daga í beinum samskiptum. Vettvangurinn ætti ekki að breyta hegðun okkar eða framkomu í garð annarra en hann gerir það samt því við krefjumst ekki eins mikils af okkur né öðrum í samskiptum á netinu. Það er sorgleg staðreynd og hugsanlega til vísbendingar um staðnaðan þroska í ákveðinni færni. Staðnaður siðferðisþroski venjuvæðir markalausa hegðun og við upplifum óþægindi þegar kona stendur keik og setur mörk. Þessi grein endurspeglar mín mörk. Það er ekki lengur afleiðingalaust að haga sér eins og rætið karlrembufífl á opinberum vettvangi, Einar. Höfundur er ráðgjafi hjá Stígamótum og augljóslega kolklikkuðkunta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrafnhildur Sigmarsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Um daginn rakst ég fyrir tilviljun á ummæli í athugasemdarkerfi fréttavefmiðla við fræðslugrein sem ég skrifaði fyrir Kjarnann í desember síðastliðnum. Sú grein hét Stafrænir flassarar: siðferðisskortur og siðleysi í samskiptum. Greinin fékk fína dreifingu og yfir höfuð jákvæð viðbrögð. Ummælin sem ég rakst á nýlega voru hinsvegar á öndverðu meiði. Maður að nafni Einar fann sig knúinn til að skrifa „Kolklikkuðkunta” við grein mína og lét ælukall fylgja. Viðurnefninu og ælukallinum fylgdi enginn frekari rökstuðningur. Ég fór í kjölfarið að velta fyrir mér mönnum eins og Einari, og orsök og uppruna hegðunar þeirra. Samstarfsfélagar mínir á Stígamótum tóku undir hlátur minn þegar ég sagði þeim frá yfirlýsingu og ælukalli Einars, enda flestu vön frá þeim sem að sér finnst vegið með valdeflingu þeirra sem brotið hefur verið á. Móðir minni var hinsvegar ekki skemmt yfir andfélagslegri yfirlýsingu Einars, enda held ég að fæstar mæður bregðist vinsamlega við þegar gamlir kallar sýna börnum þeirra ógnandi hegðun, hvort sem það er í ræðu eða riti. Orðræðugreining andfélagslegra ummæla á samskiptamiðlum er áhugaverð Með orðræðu er átt við umræður eða samræður og vísar til máleiningar sem er stærri en ein setning. Fræðigreinin orðræðugreining (e. discourse analysis) er sameiginlegt heiti fyrir margvíslegar aðferðir til þess að rannsaka og greina texta, textabúta eða brot út samtölum. Orðið „Kolklikkuðkunta” er vissulega hvorki samræða né umræða eða partur af texta, en ég kemst ekki hjá því að álykta að orðið sé partur af stærra samhengi sem dylst inn í andfélagslegum viðhorfum þeirra sem eigna sér allt vald óháð þekkingu. Það er viðhorfum þeirra sem eru staðreyndafælnir, þola illa valdeflingu kvenna og virðast vera á móti áframhaldandi siðferðisþroska mannsandans. Geðþóttaskoðanir eru ekki burðugur grunnur til þekkingarmótunar. Fræðasamfélagið leggur áherslu á sannreynda, margreynda og gagnreynda þekkingu. Einar virðist hinsvegar með ummælum sínum vera ósammála þeirri leið til þekkingaröflunar. Samfélagsrýni, femínísk hugmyndafræði, siðfræði og orðræðugreining virðist vera óvættur í augum manna eins og Einars og veldur það mér töluverðu hugarangri. Fáfræðin dansar og dillar sér á meðan kolklikkuðkunta reynir að róa móður sína og sannfæra hana um að málstaðurinn sé óttanum öruggari. Það var erfið röksemdarfærsla að færa í heimi sem enn álítur m.a. stríðsátök og meðfylgjandi mannfall sem ásættanlega leið til að útkljá skoðanaskipti. Atferlisgreining er hagnýt aðferð til að auka skilning á hömlulausri hegðun Atferlisgreining (e. Behavior analysis) er vísindagrein sem fæst við rannsóknir og hagnýtingu á lögmálum hegðunar. Meginmarkmið vísindagreinarinnar er að öðlast skilning á því hvernig megi spá fyrir og hafa áhrif á hegðun einstaklinga og lífvera. Rannsóknir á hegðun hafa sýnt að hún er að stórum hluta lærð og að henni er viðhaldið af umhverfi okkar, ekki síst félagslegu umhverfi. Samskiptamiðlar í rafheimum eru dæmi um félagslegt umhverfi sem hefur völd til að venjuvæða og viðhalda hegðun óháð gagnsemi. Í hagnýtri atferlisgreiningu (e. applied behavior analysis) er sjónum beint að því að bera kennsl á lausnir sem eru líklegar til að bera árangur. Hagnýt atferlisgreining leggur auk þess áherslu á notkun vísindalegra aðferða til að leysa samfélagsleg vandamál af ýmsu tagi. Venjuvæðing og viðbragðsleysi samfélagsins við fjandsamlegum ummælum á netinu í garð kvenna, brotaþola ofbeldis og jaðarsettra hópa er án efa orðið samfélagslegt vandamál. Samkenndarsnauð ummæli um þolendur kynferðisafbrota, ógeðfelld ummæli manna um þolendur vændis, hávær gerendameðvirkni, lokaðir INCEL hópar, andfemínísk orðræða hjá ráðamönnum þjóðarinnar, óhugnanlegur fjöldi fylgjandahóps manna á borð við Andrew Tate, og svo ummæli á borð við „Kolklikkuðkunta” staðfesta bæði tilvist og alvarleika vandamálsins. Þeir sem upplifa sig fæðast í rétti einvörðu sökum kyns öðlast svo oft gagnrýnislausan vettvang í gegnum rafheima og viðra þar skaðlegar skoðanir sínar sem byggja einungis á gagnlausum geðþótta og aumkunarverðu þekkingarleysi. Það er hættulegt þróun og þroska mannsins. Konum er í kjölfarið kennt að venjuvæða og innleiða skaðlegar hugsanaskekkjur þar sem þeim er kennt að túlka ruddaskap, eineltistilburði og aðra andfélagslega hegðun sem jákvæða athygli. „Hann er bara skotinn í þér” segir samfélagið og litla stúlkan fær röng skilaboð með skaðlegum afleiðingum sem getur haft neikvæð áhrif á samskiptafærni og -tækni fullorðinsáranna. Þetta er alvarleg hugsanaskekkja sem við erum enn að reyna að losna við úr hugrænum ferlum hversdagslífsins. Það gengur brösuglega fyrir sakir orðræðunnar sem þrífst í rafheimum. Ástæður þess eru án efa andfélagslegar og vegna venjuvæðingar og sinnuleysis. Hagnýt atferlisgreining er hér tilvalið tæki til að rýna betur í lögmál hegðunar og af hverju tiltekin hegðun heldur velli. Fjandsamleg ummæli eru í eðli sínu andfélagsleg Andfélagsleg hegðun (e. Antisocial behavior/ Sociopatic behavior) vísar til hegðunar sem einkennist af viðvarandi tillitsleysi og hunsar réttindi og tilfinningar annarra. Hávær og grimmdarleg meðhöndlun á öðru fólki og yfirgnæfandi tilvistarréttur hljómar hátt. Sterk andfélagsleg einkenni eru m.a: Vanvirðing og skeytingarleysi fyrir samfélagsreglum Ákafi, tortryggni og virðingarleysi gagnvart öðru fólki Yfirgengilegur hroki Ofmat á eigið ágæti, tilfinning um vitsmunalega yfirburði og óhófleg skoðanagleði Hvatvísi og skipulagsleysi Ógnandi hegðun og óheiðarleiki Fjandsemi í garð annarra og óhóflegur pirringur Léleg tilfinninga- og hvatastjórn Yfirgangur og ofbeldisfull hegðun Skortur á samkennd Óþarfa áhættutaka og tillitsleysi varðandi öryggi annarra Ábyrgðarleysi gagnvart áhrifum og afleiðingum gjörða sinna Öll getum við verið sek um ömurlega hegðun gagnvart öðrum og oft er hún einungis tímabundið viðnám gagnvart aðstæðubundnu getuleysi. Þegar við hinsvegar uppfyllum ákveðinn fjölda skilgreindra einkenna og höldum þeim stöðugum yfir ákveðinn tíma getum við farið að tala um persónuleikaröskun sem ráðandi þátt í persónuleika einstaklinga. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar með persónuleikaröskun eiga erfiðara með að bregðast við breytingum og almennum kröfum daglegs lífs og að þeir eiga erfiðara með að mynda og viðhalda nánum samböndum. Hegðun þessara einstaklinga getur verið ósveigjanleg, mjög öfgakennd og óstöðug, og valdið miklum erfiðleikum í samskiptum. Andfélagsleg persónuleikaröskun er ein slíkra raskana og byggir á ráðandi þáttum m.a. ofantalinna einkenna. Lítið þýðir að höfða til mannkosta þessara einstaklinga þar sem þeir eru bæði byggðir á brothættum grunni og ekki megnugir til stórafreka á vettvangi iðrunar og eftirsjár. Skortur á mannkostum hefur áhrif á hegðun Ekki á öll fráviks- og fjandsamleg hegðun rætur sínar í geðrænum vanda. Langt því frá. Það er fásinna út frá fræðum og rannsóknum að halda því fram að geðrænn vandi og andfélagsleg hegðun séu taktfastir og skilyrðislausir ferðafélagar. Ljótleiki í hegðun er ekki sammerktur lasleika. Það er móðgun og siðlaus samskiptatækni gagnvart þeim sem þjást af flóknum og alvarlegum geðsjúkdómum. Sem samfélag verðum við að passa að sjúkdómsvæða ekki skíthælahátt og þess heldur að venjuvæða umræðuna um mannkostaskort þegar kemur að fjandsamlegri hegðun á opinberum vettvangi. Sterk siðferðisleg sjálfsvitund á að vera sífellt og virkt ferli sem krefur einstaklinga um endurtekna gagnrýna hugsun og persónulega ábyrgð. Þegar kemur að fráviks- eða andfélagslegri hegðun nútímans er okkur tamt að útskýra stöðu hegðunar út frá sögulegu samhengi hverju sinni eða fela okkur bak við menningarlegt afstæði. Faðir minn heitinn fæddist í torfbæ. Hann var samt ekki fífl. Gott fólk hefur lifað frá örófi alda en það hafa fíflin sjálfsagt líka. Mannkostir eru eiginleikar sem fólk telur gjarnan að það búi sjálfkrafa yfir og þurfi ekki að leggja neina rækt við. Sannleikurinn gæti ekki verið fjarri lagi. Mannkostir eru eiginleikar sem prýða eftirsóknarverða manneskju. Sterk tilfinningavitund og hvatastjórn eru undirstöður mannkosta og forsendur velferðar, hamingju og heilbrigðra samskipta allra einstaklinga í bæði lífi og starfi. Kristján Kristjánsson, prófessor í heimspeki, er aðstoðarforstjóri Jubilee stofnunarinnar í Bretlandi og er þar einn helsti drifkraftur rannsókna á sviði siðferðisuppeldis og mannkostamenntunar. Kristján leggur áherslu á mikilvægi mannkostamenntunar í æsku þar sem áhersla er lögð á þrautseigju, sjálfsaga og þolgæði, og enn fremur siðferðislegar dyggðir á borð við: Góðvild, réttlætiskennd, hluttekningu, umhyggju, þakklæti og mikilvægi tilfinningalegra og siðferðislegra innlita í eigin vitund. Ummælin „Kolklikkuðkunta” gefa til kynna að Einar hafi ekki gefið því innliti neinn sérstakan gaum. Rafheimar og raunheimar. Ríkja sömu hegðunarreglur á báðum vettvöngum? Hefði Einar mætt heim til mín og öskrað á mig Kolklikkuðkunta!!” og ælt í kjölfarið hefðu viðbrögð mín verið augljós, auðtekin og með skilningi flestra. Annaðhvort hefði ég hringt á lögreglu eða borgarlækni. Ylti það m.a. á raddstyrk og líkamstjáningu Einars. Þetta skeytingar- og háttvísisleysi í samskiptum í rafheimum, þar sem allt er látið flakka óháð afleiðingum, virðist hinsvegar vera félagslega samþykkt hegðun. Á þannig vettvangi fær andfélagsleg hegðun að blómstra. Af hverju við gefum okkur svona endurtekinn afslátt af hegðun á vettvangi sem okkur er ekki lengur framandi skil ég ekki. Samskiptamiðlar hafa nú verið partur af daglegri neyslu okkar í áratugi. Það er ekki hægt að skýla sér að bak við eitthvað samskiptaregluleysi á netinu. Það er rökleysa þar sem til eru góðar og gildar reglur sem við erum þaulvön að beita alla daga í beinum samskiptum. Vettvangurinn ætti ekki að breyta hegðun okkar eða framkomu í garð annarra en hann gerir það samt því við krefjumst ekki eins mikils af okkur né öðrum í samskiptum á netinu. Það er sorgleg staðreynd og hugsanlega til vísbendingar um staðnaðan þroska í ákveðinni færni. Staðnaður siðferðisþroski venjuvæðir markalausa hegðun og við upplifum óþægindi þegar kona stendur keik og setur mörk. Þessi grein endurspeglar mín mörk. Það er ekki lengur afleiðingalaust að haga sér eins og rætið karlrembufífl á opinberum vettvangi, Einar. Höfundur er ráðgjafi hjá Stígamótum og augljóslega kolklikkuðkunta.
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun