Finnskir blaðamenn sakaðir um landráð neita sök Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2022 13:47 Frá Helsinki í Finnlandi. Sergi Reboredo/VW PICS/Universal Images Group via Getty Images) Réttarhöld yfir þremur finnskum blaðamönnum sem sakaðir eru um að hafa opinberað ríkisleyndarmál Finnlands hófust í Helsinki í dag. Þeir neita sök. Árið 2017 birti Helsingin-Sanomat, stærsta dagblað Finnlands, grein um starfsemi leyniþjónustu finnska hersins. Greinin bar titilinn „Leyndasti staður Finnlands“ og varpaði ljósi á staðsetningu og starfsemi leyniþjónustunnar. Áður en umfjöllunin birtist hafði lítið verið fjallað um starfsemi stofnunarinnar í finnskum fjölmiðlum Í frétt Reuters kemur fram að umfjöllunin hafi birst á sama tíma og finnska þingið rökræddi hvort auka ætti heimildir leyniþjónustunnar til að fylgjast með stafrænum samskiptum. Sakaðir um að fremja landráð með því að birta ríkisleyndarmál Ákæruvaldið segir að umfjöllunin hafi meðal annars verið byggð á gögnum sem merkt hafi verið sem trúnaðarmál og innihaldið ríkisleyndarmál. Með því að opinbera ríkisleyndarmál hafi blaðamennirnir framið landráð. Eru blaðamennirnir sem skrifuðu greinina, Laura Halmista og Tuomo Pietiläistä, sakaðir um að hafa framið landráð með því að hafa opinberað ríkisleyndarmál með umfjölluninni. Þar að auki er þáverandi yfirmaður þeirra, Kalle Silfverberg, sakaður um aðild að málinu. Sanomatalo byggingin í Helsinki, höfuðstöðvar Helsingin-Sanomat og tengdra miðla.EPA/MAURITZ ANTIN Undirbúningsréttarhöld vegna málsins hófust fyrir dómstóli í Helsinki í dag. Þau fela í sér að farið verður yfir gögn málsins og framhald þess afráðið. Sakborningar hafa öll neitað sök en þau voru ekki viðstödd réttarhöldin í dag. Aðalmeðferð málsins fer fram í september. Vilja að umfjölluninni sé eytt af netinu Í frétt Helsingin-Sanomat um réttarhöldin í dag kemur fram að saksóknari hafi farið fram á minnst eins og hálfs árs skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir blaðamennina. Þá er þess krafist að fjölmiðillinn eyði umræddri umfjöllun af vef blaðsins. Hanne Aho, formaður finnska blaðamannafélagsins segir að málið eigi sér ekki fordæmi í sögu Finnlands. Það sé algjörlega einstætt að finnskir blaðamenn hafi verið sakaðir um landráð. Segir hún það bagalegt að almenningur hafi fengið lítinn aðgang að upplýsingum um málið. Þá telur hún mikilvægt að dómstólinn skýri á hvaða grundvelli megi takmarka tjáningarfrelsi verði blaðamennirnir fundnir sekir. Segir hverja einustu setninga byggja á upplýsingum sem þegar hafi verið aðgengilegar almenningi Kaius Niemi, aðalritsjóri Helsingin Sanomat, sem sjálfur lá undir grun í málinu á fyrri stigum þess, er brattur í viðtali við Reuters vegna málsins. Segir hann að blaðið geti sýnt fram á að hver einasta setning umræddrar umfjöllunar megi byggja á upplýsingum sem þegar hafi mátt finna á netinu eða í bókum á þeim tíma sem umfjöllunin var birt. „Upplýsingar sem eru þegar aðgengilegar almenningi geta ekki verið trúnaðarmál,“ er haft eftir Niemi á vef Reuters. Finnland Fjölmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Árið 2017 birti Helsingin-Sanomat, stærsta dagblað Finnlands, grein um starfsemi leyniþjónustu finnska hersins. Greinin bar titilinn „Leyndasti staður Finnlands“ og varpaði ljósi á staðsetningu og starfsemi leyniþjónustunnar. Áður en umfjöllunin birtist hafði lítið verið fjallað um starfsemi stofnunarinnar í finnskum fjölmiðlum Í frétt Reuters kemur fram að umfjöllunin hafi birst á sama tíma og finnska þingið rökræddi hvort auka ætti heimildir leyniþjónustunnar til að fylgjast með stafrænum samskiptum. Sakaðir um að fremja landráð með því að birta ríkisleyndarmál Ákæruvaldið segir að umfjöllunin hafi meðal annars verið byggð á gögnum sem merkt hafi verið sem trúnaðarmál og innihaldið ríkisleyndarmál. Með því að opinbera ríkisleyndarmál hafi blaðamennirnir framið landráð. Eru blaðamennirnir sem skrifuðu greinina, Laura Halmista og Tuomo Pietiläistä, sakaðir um að hafa framið landráð með því að hafa opinberað ríkisleyndarmál með umfjölluninni. Þar að auki er þáverandi yfirmaður þeirra, Kalle Silfverberg, sakaður um aðild að málinu. Sanomatalo byggingin í Helsinki, höfuðstöðvar Helsingin-Sanomat og tengdra miðla.EPA/MAURITZ ANTIN Undirbúningsréttarhöld vegna málsins hófust fyrir dómstóli í Helsinki í dag. Þau fela í sér að farið verður yfir gögn málsins og framhald þess afráðið. Sakborningar hafa öll neitað sök en þau voru ekki viðstödd réttarhöldin í dag. Aðalmeðferð málsins fer fram í september. Vilja að umfjölluninni sé eytt af netinu Í frétt Helsingin-Sanomat um réttarhöldin í dag kemur fram að saksóknari hafi farið fram á minnst eins og hálfs árs skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir blaðamennina. Þá er þess krafist að fjölmiðillinn eyði umræddri umfjöllun af vef blaðsins. Hanne Aho, formaður finnska blaðamannafélagsins segir að málið eigi sér ekki fordæmi í sögu Finnlands. Það sé algjörlega einstætt að finnskir blaðamenn hafi verið sakaðir um landráð. Segir hún það bagalegt að almenningur hafi fengið lítinn aðgang að upplýsingum um málið. Þá telur hún mikilvægt að dómstólinn skýri á hvaða grundvelli megi takmarka tjáningarfrelsi verði blaðamennirnir fundnir sekir. Segir hverja einustu setninga byggja á upplýsingum sem þegar hafi verið aðgengilegar almenningi Kaius Niemi, aðalritsjóri Helsingin Sanomat, sem sjálfur lá undir grun í málinu á fyrri stigum þess, er brattur í viðtali við Reuters vegna málsins. Segir hann að blaðið geti sýnt fram á að hver einasta setning umræddrar umfjöllunar megi byggja á upplýsingum sem þegar hafi mátt finna á netinu eða í bókum á þeim tíma sem umfjöllunin var birt. „Upplýsingar sem eru þegar aðgengilegar almenningi geta ekki verið trúnaðarmál,“ er haft eftir Niemi á vef Reuters.
Finnland Fjölmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira