Erlent

Trans fólk í Pól­landi býr sig undir haturs­áróður í að­draganda þing­kosninga

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nú þegar Pólverjar hafa í auknum mæli tekið samkynhneigða í sátt, er transfólk næsta skotmark öfgamanna.
Nú þegar Pólverjar hafa í auknum mæli tekið samkynhneigða í sátt, er transfólk næsta skotmark öfgamanna. epa/Hayoung Jeon

Trans fólk í Póllandi undirbýr sig nú undir það að verða skotmark stjórnmálamanna í aðdraganda þingkosninganna í landinu á næsta ári.

Aðgerðasinnar segja að þar sem samkynhneigðir njóti nú sívaxandi stuðnings sé útlit fyrir að næsta fórnarlamb hatursáróðurs öfgamanna verði trans fólk.

Jaroslaw Kaczynski, formaður hins ráðandi flokks Lög og réttlæti, hefur orðið tíðrætt um transfólk á kosningafundum. 

Sama dag og Gleðiganga var farin í Varsjá seinni partinn í júní sagði Kaczynski að kyn ákvarðaðist af litningum. Í einhverjum tilvikum veldi fólk að leggjast undir hnífinn en það þýddi ekki að eftir aðgerðina yrði maður kona og kona maður.

Kaczynski hefur einnig gert grín að einstaklingum sem vilja taka upp nýtt nafn til samræmis við kynvitund og sagst finna til með trans fólki, sem sé engu að síður afbrigðilegt.

Emilia Wisniewska, hjá baráttusamtökunum Trans-Fuzja, segir marga orðið þekkja einhvern sem er tvíkynhneigður eða samkynhneigður og það sé erfitt að hata vini sína og nágranna. Fólk hafi hins vegar minni skilning á því að vera trans og því sé trans fólk auðveldara skotmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×