Áhyggjur af velferð hesta í Survive Iceland Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 14:01 Dagana 25-28. ágúst verður haldin þolreiðarkeppni á vegum Landssambands hestamannafélaga (LH) sem ber yfirskriftina Survive Iceland. Um er að ræða 270 km þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. Hver hestur fer um 25-35 km á dag, vegalengd sem farin er á um tveimur klukkustundum, án áningar. Það er töluvert lengri dagleið en hefðbundið er í hestamennsku hér á landi, sem er um 10-15 km á hest á dag undir knapa. Dýraverndarsamband Íslands hefur áhyggjur af velferð hesta í þessari keppni. Samkvæmt keppnisreglum fá keppendur þrjá hesta hver og velja tvo þeirra til reiðar hvern dag. Hins vegar mega knapar velja sama hestinn alla dagana. Þetta þýðir að sumir hestar gætu þurft að fara allt að 35 km dagleið fjóra daga í röðundir knapa. Að hestar fái ekki hvíld undir svo miklu álagi eykur líkur á slysum, ofreynslu og álagsmeiðslum þar sem þeir fá ekki tækifæri til að jafna sig milli daga í keppninni, eins og hefðbundið er í öðrum keppnisgreinum t.d. á Landsmóti hestamanna. Í nágrannalöndum okkar eiga knapar að vera með sína eigin hesta í þolreiðarkeppnum, sem þeir þjálfa og þekkja vel. Þessar forsendur eru fyrir hendi til að verja heilsu og velferð hestanna. Í þessari keppni munu erlendir keppendur ekki koma til með að þekkja hestana og vita því ekki hver þreytumerki þeirra eru. Keppendur verða sömuleiðis einir með hestana á meðan keppni stendur sem er varasamt. Sívöktunarbúnaður sem fylgist með púlsi verður ekki notaður, en í nágrannalöndum okkar er jafnan notast við slíkan búnað til að fylgjast með ástandi hesta í þolreiðarkeppnum. Eftirlit með lífsmörkum og þar með velferð hestanna verður því ekki til staðar nema eftir um 25-35 km langan legg þegar dýralæknaskoðun á sér stað. Hestarnir verða því alfarið undir náð keppenda komnir á leiðinni. Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt með því fyrirkomulagi sem verður fyrir hendi í þessari keppni. Mótshaldarar eru eindregið hvattir til að skoða skipulag keppninnar og bæta það með tilliti til velferðar hesta. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Hestaíþróttir Dýr Dýraheilbrigði Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Dagana 25-28. ágúst verður haldin þolreiðarkeppni á vegum Landssambands hestamannafélaga (LH) sem ber yfirskriftina Survive Iceland. Um er að ræða 270 km þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. Hver hestur fer um 25-35 km á dag, vegalengd sem farin er á um tveimur klukkustundum, án áningar. Það er töluvert lengri dagleið en hefðbundið er í hestamennsku hér á landi, sem er um 10-15 km á hest á dag undir knapa. Dýraverndarsamband Íslands hefur áhyggjur af velferð hesta í þessari keppni. Samkvæmt keppnisreglum fá keppendur þrjá hesta hver og velja tvo þeirra til reiðar hvern dag. Hins vegar mega knapar velja sama hestinn alla dagana. Þetta þýðir að sumir hestar gætu þurft að fara allt að 35 km dagleið fjóra daga í röðundir knapa. Að hestar fái ekki hvíld undir svo miklu álagi eykur líkur á slysum, ofreynslu og álagsmeiðslum þar sem þeir fá ekki tækifæri til að jafna sig milli daga í keppninni, eins og hefðbundið er í öðrum keppnisgreinum t.d. á Landsmóti hestamanna. Í nágrannalöndum okkar eiga knapar að vera með sína eigin hesta í þolreiðarkeppnum, sem þeir þjálfa og þekkja vel. Þessar forsendur eru fyrir hendi til að verja heilsu og velferð hestanna. Í þessari keppni munu erlendir keppendur ekki koma til með að þekkja hestana og vita því ekki hver þreytumerki þeirra eru. Keppendur verða sömuleiðis einir með hestana á meðan keppni stendur sem er varasamt. Sívöktunarbúnaður sem fylgist með púlsi verður ekki notaður, en í nágrannalöndum okkar er jafnan notast við slíkan búnað til að fylgjast með ástandi hesta í þolreiðarkeppnum. Eftirlit með lífsmörkum og þar með velferð hestanna verður því ekki til staðar nema eftir um 25-35 km langan legg þegar dýralæknaskoðun á sér stað. Hestarnir verða því alfarið undir náð keppenda komnir á leiðinni. Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt með því fyrirkomulagi sem verður fyrir hendi í þessari keppni. Mótshaldarar eru eindregið hvattir til að skoða skipulag keppninnar og bæta það með tilliti til velferðar hesta. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar