Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 18:49 Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. Fjögur börn hjónanna sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau þökkuðu hlýjar kveðjur og stuðning en óskuðu jafnframt eftir næði til að syrgja og huga að særðum föður sínum. Þá sendi fjölskylda meints geranda Morgunblaðinu líka yfirlýsingu þar sem hún bað um næði og sagðist biðja fyrir manninum sem liggur nú á sjúkrahúsi. Litlar upplýsingar frá lögreglu Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Litlar upplýsingar hafa fengist um rannsókn málsins að öðru leyti en að henni miði vel. Þá hefur Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Margir þegið áfallahjálp Íbúar á Blönduósi hafa margir nýtt sér þá aðstoð sem boðið hefur verið upp á eftir voðaverkin. Tugir hafa nýtt sér áfallahjálp Rauða krossins á staðnum og bæna- og samverustundir hafa verið í kirkjum á svæðinu. Tugir hafa líka nýtt sér Hjálparsímann 1717. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum Skotveiðifélagið Markviss sem er á staðnum hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan árásarmannsins í aðdraganda árásarinnar. Þá hafði verið unnið að því að afturkalla skotvopnaleyfi hans. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mál sem þessi gríðarlega viðkvæm en verið sé að vinna að nýrri löggjöf varðandi geðheilbrigðismál og m.a. mál þar sem fólk hefur sýnt ógnandi hegðun án þess að hafa brotið af sér áður. „Þetta er fámennur hópur og þarna erum við að ræða um gríðarlega viðkvæm mál þegar kemur að frelsissviptingu fólks sem hefur ekkert brotið af sér og hefur enga sakamálasögu. Sú vinna og endurskoðun er öll í gangi. Það er í undirbúningi löggjöf hjá félagsmálaráðherra sem að þessu snýr.“ segir Jón. Willum Þór Þórsson segir gríðarlega mikilvægt að vanda vel til verka. „Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneyti vinna saman að þessum málaflokki. Þetta eru viðkvæm mál en kalla á aukna samvinnu á milli þeirra aðila sem þjónusta þessa hópa,“ segir Willum. Manndráp á Blönduósi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira
Fjögur börn hjónanna sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau þökkuðu hlýjar kveðjur og stuðning en óskuðu jafnframt eftir næði til að syrgja og huga að særðum föður sínum. Þá sendi fjölskylda meints geranda Morgunblaðinu líka yfirlýsingu þar sem hún bað um næði og sagðist biðja fyrir manninum sem liggur nú á sjúkrahúsi. Litlar upplýsingar frá lögreglu Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Litlar upplýsingar hafa fengist um rannsókn málsins að öðru leyti en að henni miði vel. Þá hefur Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Margir þegið áfallahjálp Íbúar á Blönduósi hafa margir nýtt sér þá aðstoð sem boðið hefur verið upp á eftir voðaverkin. Tugir hafa nýtt sér áfallahjálp Rauða krossins á staðnum og bæna- og samverustundir hafa verið í kirkjum á svæðinu. Tugir hafa líka nýtt sér Hjálparsímann 1717. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum Skotveiðifélagið Markviss sem er á staðnum hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan árásarmannsins í aðdraganda árásarinnar. Þá hafði verið unnið að því að afturkalla skotvopnaleyfi hans. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mál sem þessi gríðarlega viðkvæm en verið sé að vinna að nýrri löggjöf varðandi geðheilbrigðismál og m.a. mál þar sem fólk hefur sýnt ógnandi hegðun án þess að hafa brotið af sér áður. „Þetta er fámennur hópur og þarna erum við að ræða um gríðarlega viðkvæm mál þegar kemur að frelsissviptingu fólks sem hefur ekkert brotið af sér og hefur enga sakamálasögu. Sú vinna og endurskoðun er öll í gangi. Það er í undirbúningi löggjöf hjá félagsmálaráðherra sem að þessu snýr.“ segir Jón. Willum Þór Þórsson segir gríðarlega mikilvægt að vanda vel til verka. „Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneyti vinna saman að þessum málaflokki. Þetta eru viðkvæm mál en kalla á aukna samvinnu á milli þeirra aðila sem þjónusta þessa hópa,“ segir Willum.
Manndráp á Blönduósi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira
Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26
„Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24