Besta upphitun fyrir 14. umferð: Mælir með því fyrir alla unga þjálfara að fara út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 12:31 Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir er ánægð með lífið á Selfossi. S2 Sport Tveir leikir fara fram í fjórtándu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld og af því tilefni þá fékk Helena Ólafsdóttir góða gesti til sín í myndver Bestu markanna. Besta upphitunin er nú komin inn á Vísi. Tveir fulltrúar Selfossliðsins, aðstoðarþjálfarinn Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og fyrirliðinn Unnur Dóra Bergsdóttir, voru gestir Helenu í upphitun fyrir fjórtándu umferðina. Í kvöld tekur Þór/KA á móti Þrótti R. og Stjarnan fær Aftureldingu í heimsókn. Á morgun er síðan leikur Keflavíkur og Selfoss. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni, sem voru að taka þátt í Evrópukeppni, var frestað fram í september. „Ég fékk liðsmenn frá Selfossi með mér í dag. Það var umferð en þær skiluðu sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir var um tíma einn af spekingum markaþáttar efstu deildar kvenna á Stöð 2 Sport áður en hún elti þjálfaradrauminn sinn til Svíþjóðar. Bára Kristbjörg er nú komin heim eftir að hafa þjálfað hjá Kristianstad í Svíþjóð og hún sagði frá upplifun sinni þaðan. Hjá Kristianstad vann hún mikið með Elísabetu Gunnarsdóttur og Birni Sigurbjörnssyni, núverandi þjálfara Selfoss. Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð: Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir „Mér fannst ég læra ótrúlega mikið. Ég þekkti þau aðeins síðan að ég var kjúklingur í Val sjálf. Allt öðruvísi að vinna með þeim í dag heldur en þá. Þau eru búin að ná sér í ótrúlega mikla reynslu og bæði ótrúlega fær í því sem þau gera,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Það var geggjað að fá að fara út og líka bara önnur fótboltamenning. Að sjá hvernig Svíarnir byggja upp sitt og hvað þeir gera vel. Þetta var ógeðslega mikill skóli. Ég myndi mæla með því fyrir alla unga þjálfara að fara út og sækja sér reynslu. Það gefur þér aðra sýn,“ sagði Bára. Björn Sigurbjörnsson tók við sem þjálfari Selfoss þetta tímabil og Bára verður aðstoðarþjálfari hans. „Ég var með möguleika á því að vera áfram úti og var líka með aðra möguleika hérna heima. Svo þegar það kemur upp úr krafsinu að Bjössi sé að fara á Selfoss þá var ég farin að hugsa um að flytja heim. Þá náðum við að samtvinna þetta þannig að ég gæti farið með honum,“ sagði Bára. „Mér finnst það alveg gott að því leytinu til að við getum haldið áfram því samstarfi sem við áttum úti og byggt ofan á það sem við vorum að gera þar,“ sagði Bára. „Það er ótrúlega fínt að búa á Selfossi og kemur á óvart,“ sagði Bára í léttum tón. „Það er geggjað og ótrúlega svipað og að vera upp á Skaga sem ég þekki mjög vel. Kannski aðeins meira félagslegt. Það er mikil uppbygging í gangi og skemmtilegt bæjarfélag,“ sagði Bára. Það má horfa á allt viðtalið við Báru og Unni hér fyrir ofan sem og vangaveltur þeirra fyrir komandi umferð í Bestu deildinni. Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Tveir fulltrúar Selfossliðsins, aðstoðarþjálfarinn Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og fyrirliðinn Unnur Dóra Bergsdóttir, voru gestir Helenu í upphitun fyrir fjórtándu umferðina. Í kvöld tekur Þór/KA á móti Þrótti R. og Stjarnan fær Aftureldingu í heimsókn. Á morgun er síðan leikur Keflavíkur og Selfoss. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni, sem voru að taka þátt í Evrópukeppni, var frestað fram í september. „Ég fékk liðsmenn frá Selfossi með mér í dag. Það var umferð en þær skiluðu sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir var um tíma einn af spekingum markaþáttar efstu deildar kvenna á Stöð 2 Sport áður en hún elti þjálfaradrauminn sinn til Svíþjóðar. Bára Kristbjörg er nú komin heim eftir að hafa þjálfað hjá Kristianstad í Svíþjóð og hún sagði frá upplifun sinni þaðan. Hjá Kristianstad vann hún mikið með Elísabetu Gunnarsdóttur og Birni Sigurbjörnssyni, núverandi þjálfara Selfoss. Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð: Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir „Mér fannst ég læra ótrúlega mikið. Ég þekkti þau aðeins síðan að ég var kjúklingur í Val sjálf. Allt öðruvísi að vinna með þeim í dag heldur en þá. Þau eru búin að ná sér í ótrúlega mikla reynslu og bæði ótrúlega fær í því sem þau gera,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Það var geggjað að fá að fara út og líka bara önnur fótboltamenning. Að sjá hvernig Svíarnir byggja upp sitt og hvað þeir gera vel. Þetta var ógeðslega mikill skóli. Ég myndi mæla með því fyrir alla unga þjálfara að fara út og sækja sér reynslu. Það gefur þér aðra sýn,“ sagði Bára. Björn Sigurbjörnsson tók við sem þjálfari Selfoss þetta tímabil og Bára verður aðstoðarþjálfari hans. „Ég var með möguleika á því að vera áfram úti og var líka með aðra möguleika hérna heima. Svo þegar það kemur upp úr krafsinu að Bjössi sé að fara á Selfoss þá var ég farin að hugsa um að flytja heim. Þá náðum við að samtvinna þetta þannig að ég gæti farið með honum,“ sagði Bára. „Mér finnst það alveg gott að því leytinu til að við getum haldið áfram því samstarfi sem við áttum úti og byggt ofan á það sem við vorum að gera þar,“ sagði Bára. „Það er ótrúlega fínt að búa á Selfossi og kemur á óvart,“ sagði Bára í léttum tón. „Það er geggjað og ótrúlega svipað og að vera upp á Skaga sem ég þekki mjög vel. Kannski aðeins meira félagslegt. Það er mikil uppbygging í gangi og skemmtilegt bæjarfélag,“ sagði Bára. Það má horfa á allt viðtalið við Báru og Unni hér fyrir ofan sem og vangaveltur þeirra fyrir komandi umferð í Bestu deildinni.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti