Google lokar á föður sem tók myndir af syni sínum til að senda lækni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2022 07:48 Áhyggjufullur faðir tók myndir af syni sínum, sem voru svo sendar lækni. Nú getur hann ekki lengur notað þjónustu Google. Getty Netrisinn Google hefur neitað að opna aftur fyrir aðgang manns sem lokað var á eftir að hann tók myndir af kynfærum sonar síns til að fylgjast með bólgu sem var að angra hann. Eftirlitskerfi Google sem leitar sjálfkrafa eftir myndum sem gætu flokkast sem barnaníðsmyndir flaggaði myndirnar og í kjölfarið var lokað fyrir alla þjónustu sem maðurinn nýtti sér, meðal annars tölvupóstinn hans. Maðurinn, sem er kallaður Mark í umfjöllun New York Times, tók myndir af getnaðarlim sonar síns þegar hann tók eftir því að svæðið virtist bólgið. Þetta var í miðjum Covid-faraldrinum og eiginkona mannsins sendi myndirnar áfram á heilsugæslustöð, samkvæmt leiðbeiningum hjúkrunarfræðings. Læknir tók við myndunum, greindi sýkinguna og skrifaði upp á sýklalyf. Þegar myndirnar fóru sjálfkrafa í gegnum skýjaþjónustu Google, flokkaði eftirlitskerfið þær sem mögulegt barnaníðsefni og lokaði á alla þjónustu sem Mark nýtti sér. Flöggunin varð til þess að lögreglu var gert viðvart um málið en þrátt fyrir að Mark hafi verið hreinsaður af öllum grun um ólöglegt athæfi hafa talsmenn Google sagt að ákvörðun fyrirtækisins standi. Það sé einfaldlega að fara eftir skilgreiningu laga um hvað flokkist til barnaníðsefnis. Sérfræðingar segja þetta dæmi til marks um ókosti þess að láta tölvubúnað um eftirlit af þessu tagi. Eins mikið gagn og tæknin geri þá geti falskar jákvæðar niðurstöður á borð við þessa haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem í þessu lenda. Mark var þannig ekki aðeins yfirheyrður af lögreglu, heldur tapaði hann áratug af tölvupóstum, myndum og fleiri upplýsingum. Þess ber að geta að sífellt fleiri nýta sér fjarþjónustu lækna og eiga því á hættu að lenda í hremmingum á borð við þessar. Google Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Eftirlitskerfi Google sem leitar sjálfkrafa eftir myndum sem gætu flokkast sem barnaníðsmyndir flaggaði myndirnar og í kjölfarið var lokað fyrir alla þjónustu sem maðurinn nýtti sér, meðal annars tölvupóstinn hans. Maðurinn, sem er kallaður Mark í umfjöllun New York Times, tók myndir af getnaðarlim sonar síns þegar hann tók eftir því að svæðið virtist bólgið. Þetta var í miðjum Covid-faraldrinum og eiginkona mannsins sendi myndirnar áfram á heilsugæslustöð, samkvæmt leiðbeiningum hjúkrunarfræðings. Læknir tók við myndunum, greindi sýkinguna og skrifaði upp á sýklalyf. Þegar myndirnar fóru sjálfkrafa í gegnum skýjaþjónustu Google, flokkaði eftirlitskerfið þær sem mögulegt barnaníðsefni og lokaði á alla þjónustu sem Mark nýtti sér. Flöggunin varð til þess að lögreglu var gert viðvart um málið en þrátt fyrir að Mark hafi verið hreinsaður af öllum grun um ólöglegt athæfi hafa talsmenn Google sagt að ákvörðun fyrirtækisins standi. Það sé einfaldlega að fara eftir skilgreiningu laga um hvað flokkist til barnaníðsefnis. Sérfræðingar segja þetta dæmi til marks um ókosti þess að láta tölvubúnað um eftirlit af þessu tagi. Eins mikið gagn og tæknin geri þá geti falskar jákvæðar niðurstöður á borð við þessa haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem í þessu lenda. Mark var þannig ekki aðeins yfirheyrður af lögreglu, heldur tapaði hann áratug af tölvupóstum, myndum og fleiri upplýsingum. Þess ber að geta að sífellt fleiri nýta sér fjarþjónustu lækna og eiga því á hættu að lenda í hremmingum á borð við þessar.
Google Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira