Matreiða upp úr ruslagámum fyrir milljónir áhorfenda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 15:18 Í veislunum hjá Katrínu og vinkonum hennar er ekki að sjá að maturinn hafi verið fenginn úr ruslagámum fyrir aftan matvöruverslanir. katrín hersisdóttir Katrín Hersisdóttir, nemi í grafískri hönnun í Danmörku, hefur ásamt vinkonum sínum náð miklum vinsældum með matreiðslumyndböndum á samfélagsmiðlinum TikTok. Það eru hins vegar engin hefðbundin matreiðslumyndbönd sem þær stöllur framleiða þar sem hráefnið er allt fengið úr ruslagámum fyrir aftan matvöruverslanir. Blaðamaður hitti á Katrínu nú um helgina áður en hún heldur aftur til smábæjarins Kolding í Danmörku í nám. Þar nemur hún grafíska hönnun og býr ásamt tveimur vinkonum sínum. Eins og oft er með fátæka námsmenn, sem borga leigu og skólagjöld dýrum dómum, nýta þær allar leiðir til að spara pening. Að sögn Katrínar hlýst margvíslegur ávinningur af því að nota matvörur úr gámunum, hverra síðasti söludagur hefur jafnvel enn ekki runnið upp; ókeypis matur, minni matarsóun og auðvitað, eins og myndböndin bera vitni um, mikill sælkeramatur. Tæplega 70 þúsund fylgjendur „Við erum sem sagt þrjár stelpur sem búum saman í þessum litla bæ sem ég myndi helst bera saman við Akureyri. Við förum og kíkjum á bak við helstu matvöruverslanir til að kanna hvort matur gæti beðið okkar þar. Svo fórum við að taka þetta upp og setja á TikTok við svona góðar viðtökur.“ Katrín við útskrift frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2019. Hún hélt í kjölfarið til Danmerkur í lýðháskóla og þaðan í grafíska hönnun í smábænum Kolding á Jótlandi.aðsend TikTok reikningur þeirra, sem ber nafnið Monastery666, er nú kominn með tæplega 70 þúsund fylgjendur. Hátt í fjórar milljónir hafa séð einhver myndbandanna. Katrín segir það mjög mismunandi hvers konar matur bíði þeirra við leitina að kræsingum; stundum séu heilu gámarnir af sælkeraostum, stundum alls kyns grænmeti en stundum bara ekki neitt. Lenda oft á gullkistu „Það kemur samt á óvart hversu oft við lendum á gullkistu,“ segir Katrín. Miðað við matinn sem þær reiða fram virðist engu logið í þeim efnum en hér er brot af því besta: „Oft endum við með bara fjóra fulla poka af góðgæti sem nýtist okkur næstu vikurnar. Við erum duglegar að frysta og pössum alltaf að taka t.d. grænmeti sem er pakkað inn í plast og þess háttar til að forðast pöddur, sýkingar og bakteríur. Svo tökum við líka bara reykt kjöt eða fisk til að forðast það sama.“ Hún segir frábært að geta stuðlað að minni matarsóun og geta sparað pening á sama tíma. „Ég veit ekki hversu mikinn pening ég hef sparað við það að finna svona mat. Tófu, ostur og fleira sem er bara mjög dýrt. Grænmeti getur líka verið dýrt, ég tala nú ekki um núna í verðbólgunni.“ Hún segist gefa vinum sínum mat, sem eru einnig á námslánum og með lítið milli handanna, ef þær lenda á heilu lagersendingunni í gámi. „Okkur finnst líka gaman að gera gott við okkur. Þar sem við spörum svona mikinn pening getum við keypt kannski fína osta og sveppi til að bæta við réttinn.“ Það er oft veisla á bæ hjá Katrínu og vinkonum hennar.aðsend/katrín hersisdóttir TikTok að mestu góður miðill Á samfélagsmiðlinum TikTok kennir heldur betur ýmissa að grasa, þar fá matreiðslumyndböndum að njóta sín ásamt orðræðu eitraðrar karlmennsku, líkt og greint hefur verið frá. Katrín segir TikTok hafa sína kosti og galla. „TikTok er svona helsti miðillinn í dag og auðvelt að sýna frá því sem maður er að gera í svona stuttum myndböndum. Fyrstu myndböndin okkur slógu alveg í gegn. Margir voru samt alveg að hata, sem var smá sjokk. En við fengum líka fullt af ást og margir í kommentakerfinu sem gefa góð ráð þegar maður er að ná í mat úr ruslagámum.“ Hún segir marga einnig hneykslaða á því í hvaða ástandi matvöruverslanir séu farnar að henda mat sem hægt væri að nýta. TikTok reikning Katrínar, Monastery666 má nálgast á TikTok hér. Hlaðborð.aðsend/katrín hersisdóttir Maturinn er oft mjög litríkur.aðsend/katrín hersisdóttir Fyrir sælkera.samsett/katrín hersisdóttir Mikið um grænmeti.aðsend/katrín hersisdóttir Það eru greinilega miklir hæfileikar í eldhúsinu hjá þeim vinkonum.aðsend/katrín hersisdóttir Matur Danmörk TikTok Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira
Blaðamaður hitti á Katrínu nú um helgina áður en hún heldur aftur til smábæjarins Kolding í Danmörku í nám. Þar nemur hún grafíska hönnun og býr ásamt tveimur vinkonum sínum. Eins og oft er með fátæka námsmenn, sem borga leigu og skólagjöld dýrum dómum, nýta þær allar leiðir til að spara pening. Að sögn Katrínar hlýst margvíslegur ávinningur af því að nota matvörur úr gámunum, hverra síðasti söludagur hefur jafnvel enn ekki runnið upp; ókeypis matur, minni matarsóun og auðvitað, eins og myndböndin bera vitni um, mikill sælkeramatur. Tæplega 70 þúsund fylgjendur „Við erum sem sagt þrjár stelpur sem búum saman í þessum litla bæ sem ég myndi helst bera saman við Akureyri. Við förum og kíkjum á bak við helstu matvöruverslanir til að kanna hvort matur gæti beðið okkar þar. Svo fórum við að taka þetta upp og setja á TikTok við svona góðar viðtökur.“ Katrín við útskrift frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2019. Hún hélt í kjölfarið til Danmerkur í lýðháskóla og þaðan í grafíska hönnun í smábænum Kolding á Jótlandi.aðsend TikTok reikningur þeirra, sem ber nafnið Monastery666, er nú kominn með tæplega 70 þúsund fylgjendur. Hátt í fjórar milljónir hafa séð einhver myndbandanna. Katrín segir það mjög mismunandi hvers konar matur bíði þeirra við leitina að kræsingum; stundum séu heilu gámarnir af sælkeraostum, stundum alls kyns grænmeti en stundum bara ekki neitt. Lenda oft á gullkistu „Það kemur samt á óvart hversu oft við lendum á gullkistu,“ segir Katrín. Miðað við matinn sem þær reiða fram virðist engu logið í þeim efnum en hér er brot af því besta: „Oft endum við með bara fjóra fulla poka af góðgæti sem nýtist okkur næstu vikurnar. Við erum duglegar að frysta og pössum alltaf að taka t.d. grænmeti sem er pakkað inn í plast og þess háttar til að forðast pöddur, sýkingar og bakteríur. Svo tökum við líka bara reykt kjöt eða fisk til að forðast það sama.“ Hún segir frábært að geta stuðlað að minni matarsóun og geta sparað pening á sama tíma. „Ég veit ekki hversu mikinn pening ég hef sparað við það að finna svona mat. Tófu, ostur og fleira sem er bara mjög dýrt. Grænmeti getur líka verið dýrt, ég tala nú ekki um núna í verðbólgunni.“ Hún segist gefa vinum sínum mat, sem eru einnig á námslánum og með lítið milli handanna, ef þær lenda á heilu lagersendingunni í gámi. „Okkur finnst líka gaman að gera gott við okkur. Þar sem við spörum svona mikinn pening getum við keypt kannski fína osta og sveppi til að bæta við réttinn.“ Það er oft veisla á bæ hjá Katrínu og vinkonum hennar.aðsend/katrín hersisdóttir TikTok að mestu góður miðill Á samfélagsmiðlinum TikTok kennir heldur betur ýmissa að grasa, þar fá matreiðslumyndböndum að njóta sín ásamt orðræðu eitraðrar karlmennsku, líkt og greint hefur verið frá. Katrín segir TikTok hafa sína kosti og galla. „TikTok er svona helsti miðillinn í dag og auðvelt að sýna frá því sem maður er að gera í svona stuttum myndböndum. Fyrstu myndböndin okkur slógu alveg í gegn. Margir voru samt alveg að hata, sem var smá sjokk. En við fengum líka fullt af ást og margir í kommentakerfinu sem gefa góð ráð þegar maður er að ná í mat úr ruslagámum.“ Hún segir marga einnig hneykslaða á því í hvaða ástandi matvöruverslanir séu farnar að henda mat sem hægt væri að nýta. TikTok reikning Katrínar, Monastery666 má nálgast á TikTok hér. Hlaðborð.aðsend/katrín hersisdóttir Maturinn er oft mjög litríkur.aðsend/katrín hersisdóttir Fyrir sælkera.samsett/katrín hersisdóttir Mikið um grænmeti.aðsend/katrín hersisdóttir Það eru greinilega miklir hæfileikar í eldhúsinu hjá þeim vinkonum.aðsend/katrín hersisdóttir
Matur Danmörk TikTok Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira