Stóð í tæpar tíu sekúndur eins og stytta áður en hann tók vítið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2022 23:31 Esmiraldo Sá Silva hreyfði hvorki legg né lið í heillangan tíma áður en hann tók vítið. Twitter/@ligaportugal Esmiraldo Sá Silva, leikmaður Feirense í portúgöslku B-deildinni, tók afar áhugaverða vítaspyrnu þegar hann jafnaði metin fyrir liðið í 1-1 jafntefli gegn Leixoes í kvöld. Hann stóð þá heillengi eins og stytta yfir boltanum áður en hann lét vaða. Esmiraldo Sá Silva er nafn sem líklega fáir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi þekkja til. Hann hefur þó vakið athygli víða fyrir áhugavert aðhlaup sitt, ef aðhlaup má kalla, þegar hann tekur vítaspyrnur. Heimamenn í Feirense lentu undir um miðjan fyrri hálfleik og staðan var 0-1 í hálfleik. Gestirnir þurftu svo að leika manni færri stóran hluta af síðari hálfleiknum eftir að markaskorari Leixoes hafði látið reka sig af velli með sitt annað gula spjald. Heimamenn fengu svo umrædda vítaspyrnu á 65. mínútu og þá mætti Sá Silva á punktinn. Hann stillti sér upp við boltann og í stað þess að taka nokkur skref til baka eins og flestar vítaskyttur stóð hann grafkyrr. Dómari leiksins gaf svo merki um að hann mætti taka spyrnuna og þá lyfti Sá Silva skotfætinum. Hann lét þó ekki vaða strax, heldur stóð eins og stytta í tæpar tíu sekúndur áður en hann skoraði svo úr spyrnunni. Þessa áhugaverðu tækni má sjá hér fyrir neðan. 𝗝𝗮𝗿𝗱𝗲𝗹 𝚂𝚚𝚞𝚒𝚍 𝙶𝚊𝚖𝚎 🦑 Level: 𝗣𝗿𝗼#LigaPortugal #LigaPortugalSABSEG #NãoPára #CriaTalento #createstalent #futebolcomtalento #marcaomundo #MeuClubeMinhaCidade #CDFLSC pic.twitter.com/wrst0Ll9xe— Liga Portugal (@ligaportugal) August 21, 2022 Þess má þó geta að Sá Silva fékk tækifæri til að tryggja liði sínu sigurinn af vítapunktinum á sjöttu mínútu uppbótartíma, en lét Quentin Beunardeau, markvörð Leixoes, þá verja frá sér. Fótbolti Portúgalski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Esmiraldo Sá Silva er nafn sem líklega fáir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi þekkja til. Hann hefur þó vakið athygli víða fyrir áhugavert aðhlaup sitt, ef aðhlaup má kalla, þegar hann tekur vítaspyrnur. Heimamenn í Feirense lentu undir um miðjan fyrri hálfleik og staðan var 0-1 í hálfleik. Gestirnir þurftu svo að leika manni færri stóran hluta af síðari hálfleiknum eftir að markaskorari Leixoes hafði látið reka sig af velli með sitt annað gula spjald. Heimamenn fengu svo umrædda vítaspyrnu á 65. mínútu og þá mætti Sá Silva á punktinn. Hann stillti sér upp við boltann og í stað þess að taka nokkur skref til baka eins og flestar vítaskyttur stóð hann grafkyrr. Dómari leiksins gaf svo merki um að hann mætti taka spyrnuna og þá lyfti Sá Silva skotfætinum. Hann lét þó ekki vaða strax, heldur stóð eins og stytta í tæpar tíu sekúndur áður en hann skoraði svo úr spyrnunni. Þessa áhugaverðu tækni má sjá hér fyrir neðan. 𝗝𝗮𝗿𝗱𝗲𝗹 𝚂𝚚𝚞𝚒𝚍 𝙶𝚊𝚖𝚎 🦑 Level: 𝗣𝗿𝗼#LigaPortugal #LigaPortugalSABSEG #NãoPára #CriaTalento #createstalent #futebolcomtalento #marcaomundo #MeuClubeMinhaCidade #CDFLSC pic.twitter.com/wrst0Ll9xe— Liga Portugal (@ligaportugal) August 21, 2022 Þess má þó geta að Sá Silva fékk tækifæri til að tryggja liði sínu sigurinn af vítapunktinum á sjöttu mínútu uppbótartíma, en lét Quentin Beunardeau, markvörð Leixoes, þá verja frá sér.
Fótbolti Portúgalski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira