Stóð í tæpar tíu sekúndur eins og stytta áður en hann tók vítið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2022 23:31 Esmiraldo Sá Silva hreyfði hvorki legg né lið í heillangan tíma áður en hann tók vítið. Twitter/@ligaportugal Esmiraldo Sá Silva, leikmaður Feirense í portúgöslku B-deildinni, tók afar áhugaverða vítaspyrnu þegar hann jafnaði metin fyrir liðið í 1-1 jafntefli gegn Leixoes í kvöld. Hann stóð þá heillengi eins og stytta yfir boltanum áður en hann lét vaða. Esmiraldo Sá Silva er nafn sem líklega fáir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi þekkja til. Hann hefur þó vakið athygli víða fyrir áhugavert aðhlaup sitt, ef aðhlaup má kalla, þegar hann tekur vítaspyrnur. Heimamenn í Feirense lentu undir um miðjan fyrri hálfleik og staðan var 0-1 í hálfleik. Gestirnir þurftu svo að leika manni færri stóran hluta af síðari hálfleiknum eftir að markaskorari Leixoes hafði látið reka sig af velli með sitt annað gula spjald. Heimamenn fengu svo umrædda vítaspyrnu á 65. mínútu og þá mætti Sá Silva á punktinn. Hann stillti sér upp við boltann og í stað þess að taka nokkur skref til baka eins og flestar vítaskyttur stóð hann grafkyrr. Dómari leiksins gaf svo merki um að hann mætti taka spyrnuna og þá lyfti Sá Silva skotfætinum. Hann lét þó ekki vaða strax, heldur stóð eins og stytta í tæpar tíu sekúndur áður en hann skoraði svo úr spyrnunni. Þessa áhugaverðu tækni má sjá hér fyrir neðan. 𝗝𝗮𝗿𝗱𝗲𝗹 𝚂𝚚𝚞𝚒𝚍 𝙶𝚊𝚖𝚎 🦑 Level: 𝗣𝗿𝗼#LigaPortugal #LigaPortugalSABSEG #NãoPára #CriaTalento #createstalent #futebolcomtalento #marcaomundo #MeuClubeMinhaCidade #CDFLSC pic.twitter.com/wrst0Ll9xe— Liga Portugal (@ligaportugal) August 21, 2022 Þess má þó geta að Sá Silva fékk tækifæri til að tryggja liði sínu sigurinn af vítapunktinum á sjöttu mínútu uppbótartíma, en lét Quentin Beunardeau, markvörð Leixoes, þá verja frá sér. Fótbolti Portúgalski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Esmiraldo Sá Silva er nafn sem líklega fáir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi þekkja til. Hann hefur þó vakið athygli víða fyrir áhugavert aðhlaup sitt, ef aðhlaup má kalla, þegar hann tekur vítaspyrnur. Heimamenn í Feirense lentu undir um miðjan fyrri hálfleik og staðan var 0-1 í hálfleik. Gestirnir þurftu svo að leika manni færri stóran hluta af síðari hálfleiknum eftir að markaskorari Leixoes hafði látið reka sig af velli með sitt annað gula spjald. Heimamenn fengu svo umrædda vítaspyrnu á 65. mínútu og þá mætti Sá Silva á punktinn. Hann stillti sér upp við boltann og í stað þess að taka nokkur skref til baka eins og flestar vítaskyttur stóð hann grafkyrr. Dómari leiksins gaf svo merki um að hann mætti taka spyrnuna og þá lyfti Sá Silva skotfætinum. Hann lét þó ekki vaða strax, heldur stóð eins og stytta í tæpar tíu sekúndur áður en hann skoraði svo úr spyrnunni. Þessa áhugaverðu tækni má sjá hér fyrir neðan. 𝗝𝗮𝗿𝗱𝗲𝗹 𝚂𝚚𝚞𝚒𝚍 𝙶𝚊𝚖𝚎 🦑 Level: 𝗣𝗿𝗼#LigaPortugal #LigaPortugalSABSEG #NãoPára #CriaTalento #createstalent #futebolcomtalento #marcaomundo #MeuClubeMinhaCidade #CDFLSC pic.twitter.com/wrst0Ll9xe— Liga Portugal (@ligaportugal) August 21, 2022 Þess má þó geta að Sá Silva fékk tækifæri til að tryggja liði sínu sigurinn af vítapunktinum á sjöttu mínútu uppbótartíma, en lét Quentin Beunardeau, markvörð Leixoes, þá verja frá sér.
Fótbolti Portúgalski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira