„Þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2022 08:00 Arnar Pétursson var eðlilega léttur í lund eftir að hafa tryggt sér sigur í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. Vísir/Stöð 2 Arnar Pétursson kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið var í gær í fyrsta skipti síðan 2019. Arnar var tilfinningaríkur þegar hann kom í mark og segir það algjörlega frábært að fá þetta lykilhlaup hlaupamenningar á Íslandi aftur inn í dagatalið. „Þetta var taktískt hlaup. Stundum er maður að hlaupa til að hafa gaman, en stundum er maður að hlaupa til að ná tíma. Í dag var þetta bara að hlaupa til að vinna og fá að setja þennan á sig,“ sagði Arnar léttur í samtali við Stöð 2 í gær um leið og hann benti á fallegan sigurkrans á höfði sér. „Þetta endaði bara í einhverjum geggjuðum endaspretti sem er það skemmtilegasta sem þú gerir. Að fá stemninguna hérna og fá alla með þér er ótrúlegt.“ „Maður var búinn að bíða og bíða eftir því hvenær maður ætti að fara af stað af því að við vorum búin að vera saman eiginlega allan tíman. Maður var bara að meta stöðuna á honum og meta stöðuna á mér, en síðan þegar maður kemur hérna þá bara fær maður einhverja auka bilaða orku og þá er ekkert annað en bara að negla á þetta.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir Reykjavíkurmaraþon Aðstæður í Reykjavíkurmaraþoninu þetta árið voru ekki alveg eins góðar og best verður á kosið. Arnar segir vindinn hafa verið sérstaklega slæman og hrósar öllum sem komu í mark í gær. „Það var kalt en vindurinn líka drepur þetta stundum. Það var stundum sem manni fannst maður ekki vera að fara áfram þannig að þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna.“ Reykjavíkurmaraþonið hefur setið á hakanum undanfarin tvö ár þar sem kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn og Arnar segir það auðvitað frábært að fá að taka þátt á ný. „Þetta er bara lykilhlaup fyrir alla hlaupamenninguna og hlaupasamfélagið á Íslandi. Maður er bara hálf klökkur þegar maður kemur í mark og sér alla stemninguna í kringum þetta.“ „Það er geðveikt að fá að enda tímabilið á að taka bæði Laugaveginn og Reykjavíkurmaraþon. Það er bara geggjað,“ sagði Arnar klökkur. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Sjá meira
„Þetta var taktískt hlaup. Stundum er maður að hlaupa til að hafa gaman, en stundum er maður að hlaupa til að ná tíma. Í dag var þetta bara að hlaupa til að vinna og fá að setja þennan á sig,“ sagði Arnar léttur í samtali við Stöð 2 í gær um leið og hann benti á fallegan sigurkrans á höfði sér. „Þetta endaði bara í einhverjum geggjuðum endaspretti sem er það skemmtilegasta sem þú gerir. Að fá stemninguna hérna og fá alla með þér er ótrúlegt.“ „Maður var búinn að bíða og bíða eftir því hvenær maður ætti að fara af stað af því að við vorum búin að vera saman eiginlega allan tíman. Maður var bara að meta stöðuna á honum og meta stöðuna á mér, en síðan þegar maður kemur hérna þá bara fær maður einhverja auka bilaða orku og þá er ekkert annað en bara að negla á þetta.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir Reykjavíkurmaraþon Aðstæður í Reykjavíkurmaraþoninu þetta árið voru ekki alveg eins góðar og best verður á kosið. Arnar segir vindinn hafa verið sérstaklega slæman og hrósar öllum sem komu í mark í gær. „Það var kalt en vindurinn líka drepur þetta stundum. Það var stundum sem manni fannst maður ekki vera að fara áfram þannig að þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna.“ Reykjavíkurmaraþonið hefur setið á hakanum undanfarin tvö ár þar sem kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn og Arnar segir það auðvitað frábært að fá að taka þátt á ný. „Þetta er bara lykilhlaup fyrir alla hlaupamenninguna og hlaupasamfélagið á Íslandi. Maður er bara hálf klökkur þegar maður kemur í mark og sér alla stemninguna í kringum þetta.“ „Það er geðveikt að fá að enda tímabilið á að taka bæði Laugaveginn og Reykjavíkurmaraþon. Það er bara geggjað,“ sagði Arnar klökkur.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Sjá meira