Sigvaldi gekk í raðir Kolstad í sumar, en liðið ætlar sér stóra hluti í evrópskum handbolta á næstu árum. Ásamt sigvalda fékk liðið Janus Daða Smárason, Vetle Eck Aga og norsku landsliðsmennina Magnus Gullerud og Torbjörn Bergerud í sumar.
Þá mun norska stórskyttan Sander Sagosen einnig ganga í raðir félagsins næsta sumar. Sagosen ólst upp hjá Kolstad og félagið ætlar sér að smíða stórveldi á næstu árum með Sagosen í fararbroddi fylkingar.
Sigvaldi mun gegna stöðu fyrirliða ásamt Aga, en Sigvaldi gekk í raðir Kolstad frá pólska stórliðinu Lomza Industria Kielce eftir seinasta tímabil. Hann var þó ekki með liðinu er Kielce tryggði sér pólska meistaratitilinn og fór alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar vegna meiðsla.