Einn nýliði í hópnum gegn Spáni og Úkraínu Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2022 16:12 Tryggvi Snær Hlinason er á sínum stað í íslenska hópnum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur valið 12 leikmenn og einn varamann fyrir komandi leiki við Spán og Úkraínu í undankeppni HM. Einn nýliði er í íslenska hópnum en það er Hilmar Pétursson sem í sumar fór frá Breiðabliki til þýska liðsins Muenster. Ísland á möguleika á þeim sögulega árangri að komast á HM nú þegar seinna stig undankeppninnar er að hefjast. Liðið tók þangað með sér sigrana tvo gegn Hollandi og sigurinn gegn Ítalíu (og tapið) af fyrra stigi undankeppninnar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.Skjáskot/Wikipedia Á seinna stiginu leikur Ísland alls sex leiki, gegn Spáni, Úkraínu og Georgíu. Liðið byrjar á útileik gegn Spáni næsta miðvikudag og á svo heimaleik gegn Úkraínu laugardaginn 27. ágúst í Ólafssal, og er miðasala hafin í gegnum appið Stubbur. Íslenska liðið er án Martins Hermannssonar sem sleit krossband í hné í vor en hópurinn sem Craig valdi er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Landsliðshópur Íslands: Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59) Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70) Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93) Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (20) Kári Jónsson · Valur (26) Kristófer Acox · Valur (46) Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22) Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52) Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18) Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74) 13. leikmaður liðsins: Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57) Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Læknir: Hallgrímur Kjartansson Sóttvarnarfulltrúi FIBA: Jón Bender Fararstjórn og liðsstjórn: Hannes Jónsson og Kristinn Geir Pálsson Fyrirkomulag keppninnar Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Einn nýliði er í íslenska hópnum en það er Hilmar Pétursson sem í sumar fór frá Breiðabliki til þýska liðsins Muenster. Ísland á möguleika á þeim sögulega árangri að komast á HM nú þegar seinna stig undankeppninnar er að hefjast. Liðið tók þangað með sér sigrana tvo gegn Hollandi og sigurinn gegn Ítalíu (og tapið) af fyrra stigi undankeppninnar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.Skjáskot/Wikipedia Á seinna stiginu leikur Ísland alls sex leiki, gegn Spáni, Úkraínu og Georgíu. Liðið byrjar á útileik gegn Spáni næsta miðvikudag og á svo heimaleik gegn Úkraínu laugardaginn 27. ágúst í Ólafssal, og er miðasala hafin í gegnum appið Stubbur. Íslenska liðið er án Martins Hermannssonar sem sleit krossband í hné í vor en hópurinn sem Craig valdi er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Landsliðshópur Íslands: Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59) Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70) Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93) Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (20) Kári Jónsson · Valur (26) Kristófer Acox · Valur (46) Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22) Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52) Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18) Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74) 13. leikmaður liðsins: Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57) Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Læknir: Hallgrímur Kjartansson Sóttvarnarfulltrúi FIBA: Jón Bender Fararstjórn og liðsstjórn: Hannes Jónsson og Kristinn Geir Pálsson Fyrirkomulag keppninnar Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.
Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59) Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70) Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93) Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (20) Kári Jónsson · Valur (26) Kristófer Acox · Valur (46) Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22) Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52) Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18) Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74) 13. leikmaður liðsins: Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57) Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Læknir: Hallgrímur Kjartansson Sóttvarnarfulltrúi FIBA: Jón Bender Fararstjórn og liðsstjórn: Hannes Jónsson og Kristinn Geir Pálsson
Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira