Nemendur Ævintýraborgar þurfa að láta Öskjuhlíðina duga til að byrja með Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2022 21:47 Leikskólalóðin er ekki tilbúin, eins og sjá má á þessari mynd. Öskjuhlíðin þarf að duga í bili. Stöð 2 Öskjuhlíðin verður fyrst um sinn vettvangur útivistar þeirra barna sem innritast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg. Leikskólalóðin mun sitja á hakanum svo klára megi vinni við húsnæðið. Þetta er á meðal þeirra bráðaaðgerða sem meirihlutinn í Reykjavíkurborg kynnti í dag, til að bregðast við við þeim vanda sem skapast hefur í leikskólamálum í borginni, eins og fjallað var um á Vísi í dag. Reiknað er með að Ævintýraborg geti tekið við hundrað nemendum og að leikskólinn verði opnaður að hluta í september. Moldarflag og malarhrúgur Eins og sjá mátti glögglega í kvöldfréttum Stöðvar 2 er leikskólinn hins vegar ekki tilbúinn. Búið er að koma leikskólahúsnæðinu fyrir en ýmis vinna er þó eftir innandyra áður en hægt er að sinna leikskólanemendum þar inni. Svona var staðan í vikunni.Vísir/Egill Hvað varðar leikskólalóðina, sem á að þjóna sem útivistarsvæði fyrir leikskólann, þá er hún „alls ekki frágengin,“ eins og Kristín Ólafsdóttir, fréttakona okkar, komst að orði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Hér eru bara malarhrúgur, moldarflag og nokkur þungavinnutæki. Ekki sérlega barnvænt,“ sagði Kristín en sjá má heimsókn hennar í Ævintýraborg í myndbandinu hér að neðan. Til þess að opna megi leikskólann sem fyrst ráðgerir meirihlutinn að leggja allt púður í að klára húsnæðið sem fyrst. Ekki verði farið í vinnu á útisvæðinu fyrr en að búið er að klára húsnæðið. Í millitíðinni þurfa nemendur skólans að láta sér Öskjuhlíðina nægja sem útivistarsvæði, samkvæmt tillögum meirihlutans. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 18. ágúst 2022 13:17 Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18. ágúst 2022 09:58 Lýsandi hegðun: Leikskólalaust barn olli verulegum örðugleikum í fréttasetti Leikskólamálin í Reykjavíkurborg hafa verið í brennidepli frá því að foreldrar hófu að mótmæla úrræðaleysinu í sjálfu Ráðhúsinu í síðustu viku. Á morgun er boðuð stofnun hústökuleikskóla í Ráðhúsinu meðan á borgarráðsfundi stendur. 17. ágúst 2022 23:30 Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Þetta er á meðal þeirra bráðaaðgerða sem meirihlutinn í Reykjavíkurborg kynnti í dag, til að bregðast við við þeim vanda sem skapast hefur í leikskólamálum í borginni, eins og fjallað var um á Vísi í dag. Reiknað er með að Ævintýraborg geti tekið við hundrað nemendum og að leikskólinn verði opnaður að hluta í september. Moldarflag og malarhrúgur Eins og sjá mátti glögglega í kvöldfréttum Stöðvar 2 er leikskólinn hins vegar ekki tilbúinn. Búið er að koma leikskólahúsnæðinu fyrir en ýmis vinna er þó eftir innandyra áður en hægt er að sinna leikskólanemendum þar inni. Svona var staðan í vikunni.Vísir/Egill Hvað varðar leikskólalóðina, sem á að þjóna sem útivistarsvæði fyrir leikskólann, þá er hún „alls ekki frágengin,“ eins og Kristín Ólafsdóttir, fréttakona okkar, komst að orði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Hér eru bara malarhrúgur, moldarflag og nokkur þungavinnutæki. Ekki sérlega barnvænt,“ sagði Kristín en sjá má heimsókn hennar í Ævintýraborg í myndbandinu hér að neðan. Til þess að opna megi leikskólann sem fyrst ráðgerir meirihlutinn að leggja allt púður í að klára húsnæðið sem fyrst. Ekki verði farið í vinnu á útisvæðinu fyrr en að búið er að klára húsnæðið. Í millitíðinni þurfa nemendur skólans að láta sér Öskjuhlíðina nægja sem útivistarsvæði, samkvæmt tillögum meirihlutans.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 18. ágúst 2022 13:17 Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18. ágúst 2022 09:58 Lýsandi hegðun: Leikskólalaust barn olli verulegum örðugleikum í fréttasetti Leikskólamálin í Reykjavíkurborg hafa verið í brennidepli frá því að foreldrar hófu að mótmæla úrræðaleysinu í sjálfu Ráðhúsinu í síðustu viku. Á morgun er boðuð stofnun hústökuleikskóla í Ráðhúsinu meðan á borgarráðsfundi stendur. 17. ágúst 2022 23:30 Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 18. ágúst 2022 13:17
Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18. ágúst 2022 09:58
Lýsandi hegðun: Leikskólalaust barn olli verulegum örðugleikum í fréttasetti Leikskólamálin í Reykjavíkurborg hafa verið í brennidepli frá því að foreldrar hófu að mótmæla úrræðaleysinu í sjálfu Ráðhúsinu í síðustu viku. Á morgun er boðuð stofnun hústökuleikskóla í Ráðhúsinu meðan á borgarráðsfundi stendur. 17. ágúst 2022 23:30
Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18. ágúst 2022 14:42
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent