Víða ógerningur að fá bókaðan tíma hjá lækni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. ágúst 2022 19:20 Óskar Reykdalsson segir um helming lækna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í sumarfríi. vísir/vilhelm Bið eftir tímum hjá heimilislæknum hefur sjaldan verið lengri á höfuðborgarsvæðinu og eru sumar heilsugæslustöðvar hættar að taka við tímabókunum. Óbókuðum komum fólks á heilsugæsluna hefur fjölgað gríðarlega milli ára. Þegar reynt er að bóka tíma hjá heimilislækni kemur þetta vandamál glögglega í ljós. Hjá Heilsugæslunni Miðbæ er næsti lausi tími ekki fyrr en 5. október, eftir sjö vikur. Í Seltjarnarnesbæ er hægt að komast að örlítið fyrr að - fyrsti lausi tíminn er eftir tæpar fjórar vikur; 12. september. Í Hlíðunum er staðan þó verst; enginn læknir á lausan tíma og því er ekkert hægt að bóka - menn verða bara að mæta. „Já, það er dáldið löng bið núna. En það byggist svoldið á því, sérstaklega á undanförnu ári, að þá hefur skyndikomum fjölgað mjög mikið. Þannig við erum meira í að sinna bráðavandamálum heldur en áður,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þarna lýgur Óskar engu. Aukningin í óbókuðum komum er gríðarleg - rúm 28 prósent það sem af er ári ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Þær hafa verið rúmlega 63 þúsund í ár. Ef ekki er laus tími en vandamálið er brýnt verður fólk bara að mæta á staðinn og bíða eftir að komast að.vísir/egill En af hverju stafar þessi aukning? „Ég veit það ekki alveg. En það er þannig að það er vísað meira á heilsugæsluna en áður og fólk þekkir okkur betur en áður. Og það er meira um að það sé verið að vísa fólki frá, til dæmis af bráðamóttökunni þar sem staðan hefur verið erfið og við tökum gjarnan við þeim vandamálum sem eiga heima á heilsugæslunni,“ segir Óskar. En hvað á fólk að gera í þessari stöðu? Þeir sem ekki geta beðið í margar vikur með að láta sinna sér í veikindunum velta þessu líklega fyrir sér. „Við þurfum að sinna bráðavandamálum. Ef að fólk getur ekki beðið eftir bókuðum tíma þá verður það bara að mæta og þá tökum við að sjálfsögðu á móti því fólki,“ segir Óskar. Þetta er þó tímabundið vandamál, að mestu leyti, segir Óskar. Það er nefnilega gífurlegur fjöldi lækna enn í sumarfríi. „Við erum kannski ekki með nema svona sirka helming lækna okkar í vinnu þessa dagana og það auðvitað dregur úr skipulögðum tímum þegar það þurfa mjög margir af þeim læknum sem eru við vinnu að sinna bráðaþjónustu,“ segir Óskar. Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Þegar reynt er að bóka tíma hjá heimilislækni kemur þetta vandamál glögglega í ljós. Hjá Heilsugæslunni Miðbæ er næsti lausi tími ekki fyrr en 5. október, eftir sjö vikur. Í Seltjarnarnesbæ er hægt að komast að örlítið fyrr að - fyrsti lausi tíminn er eftir tæpar fjórar vikur; 12. september. Í Hlíðunum er staðan þó verst; enginn læknir á lausan tíma og því er ekkert hægt að bóka - menn verða bara að mæta. „Já, það er dáldið löng bið núna. En það byggist svoldið á því, sérstaklega á undanförnu ári, að þá hefur skyndikomum fjölgað mjög mikið. Þannig við erum meira í að sinna bráðavandamálum heldur en áður,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þarna lýgur Óskar engu. Aukningin í óbókuðum komum er gríðarleg - rúm 28 prósent það sem af er ári ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Þær hafa verið rúmlega 63 þúsund í ár. Ef ekki er laus tími en vandamálið er brýnt verður fólk bara að mæta á staðinn og bíða eftir að komast að.vísir/egill En af hverju stafar þessi aukning? „Ég veit það ekki alveg. En það er þannig að það er vísað meira á heilsugæsluna en áður og fólk þekkir okkur betur en áður. Og það er meira um að það sé verið að vísa fólki frá, til dæmis af bráðamóttökunni þar sem staðan hefur verið erfið og við tökum gjarnan við þeim vandamálum sem eiga heima á heilsugæslunni,“ segir Óskar. En hvað á fólk að gera í þessari stöðu? Þeir sem ekki geta beðið í margar vikur með að láta sinna sér í veikindunum velta þessu líklega fyrir sér. „Við þurfum að sinna bráðavandamálum. Ef að fólk getur ekki beðið eftir bókuðum tíma þá verður það bara að mæta og þá tökum við að sjálfsögðu á móti því fólki,“ segir Óskar. Þetta er þó tímabundið vandamál, að mestu leyti, segir Óskar. Það er nefnilega gífurlegur fjöldi lækna enn í sumarfríi. „Við erum kannski ekki með nema svona sirka helming lækna okkar í vinnu þessa dagana og það auðvitað dregur úr skipulögðum tímum þegar það þurfa mjög margir af þeim læknum sem eru við vinnu að sinna bráðaþjónustu,“ segir Óskar.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira