Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2022 18:30 Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir var myrt á ferðalagi sínu um Suður-Ameríku árið 2008. vísir/samsett Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. Í gær fjölluðum við um mál Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt fyrir fjórtán árum í Dóminíska lýðveldinu. Móðir Hrafnhildar sagði stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Hún vill að málið verði opnað á ný, en morðinginn gengur enn laus. Fengu ekki fyllileg svör við spurningum „Þetta hafði auðvitað áhrif á okkur eins og alla aðra þegar maður sér hvað það er erfitt að bera þessi mál sem ekki hafa fengið lúkningu, við þekkjum það. Í tilefni af umfjölluninni þá fórum við að skoða þetta mál og komumst að því að það hafði ekki verið svarað öllum fyrirspurnum íslenskra stjórnvalda á þeim tíma þannig við ákváðum að fara aftur af stað með það,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Yfirlögregluþjónn hringdi í móðurina í gær Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar Lilju, segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi haft samband við hana símleiðis í gærkvöldi strax eftir að viðtalið var birt til að tilkynna henni að lögregla ætli að skoða gögn í málinu. „Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, talaði við móðurina sem steig fram og hún var sátt við það þannig að það sem við erum að gera er að láta reyna á þetta lögreglusamstarf sem er alltaf að þróast og þroskast.“ Hrafnhildur Lilja hvílir á Ólafsfirði.stöð 2 Forsendur fyrir lögreglusamstarfi betri nú en áður Á hún þar við alþjóðlegt lögreglusamstarf sem Sigríður segir að hafi styrkst mikið á á undanförnum árum. „Þetta er í rauninni í gegnum Interpol sem við myndum ná þessu samstarfi. Við teljum að forsendurnar séu kannski betri núna en áður. Við gerum okkar besta en getum engu lofað eins og staðan er núna, en við gerum aðra atlögu.“ Reyna að fá lúkningu Lögreglan á Íslandi hefur ekki heimildir til þess að rannsaka málið sjálf, nema að um samstarfsrannsókn sé að ræða, en í þessari seinni tilraun mun lögreglan nýta þær leiðir sem hún hefur í gegnum þetta alþjóðlegt samstarf. Skoða þurfi ýmsa þætti. „Hvað var gert? Var málið fullrannsakað? Eru einhverjar vísbendingar? Hvers vegna var því lokið? Þannig að þær upplýsingar skili sér til aðstandenda til þess að reyna að fá lúkningu málsins með einhverjum hætti.“ Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Lögreglan Lögreglumál Íslendingar erlendis Ferðalög Tengdar fréttir Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Í gær fjölluðum við um mál Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt fyrir fjórtán árum í Dóminíska lýðveldinu. Móðir Hrafnhildar sagði stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Hún vill að málið verði opnað á ný, en morðinginn gengur enn laus. Fengu ekki fyllileg svör við spurningum „Þetta hafði auðvitað áhrif á okkur eins og alla aðra þegar maður sér hvað það er erfitt að bera þessi mál sem ekki hafa fengið lúkningu, við þekkjum það. Í tilefni af umfjölluninni þá fórum við að skoða þetta mál og komumst að því að það hafði ekki verið svarað öllum fyrirspurnum íslenskra stjórnvalda á þeim tíma þannig við ákváðum að fara aftur af stað með það,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Yfirlögregluþjónn hringdi í móðurina í gær Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar Lilju, segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi haft samband við hana símleiðis í gærkvöldi strax eftir að viðtalið var birt til að tilkynna henni að lögregla ætli að skoða gögn í málinu. „Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, talaði við móðurina sem steig fram og hún var sátt við það þannig að það sem við erum að gera er að láta reyna á þetta lögreglusamstarf sem er alltaf að þróast og þroskast.“ Hrafnhildur Lilja hvílir á Ólafsfirði.stöð 2 Forsendur fyrir lögreglusamstarfi betri nú en áður Á hún þar við alþjóðlegt lögreglusamstarf sem Sigríður segir að hafi styrkst mikið á á undanförnum árum. „Þetta er í rauninni í gegnum Interpol sem við myndum ná þessu samstarfi. Við teljum að forsendurnar séu kannski betri núna en áður. Við gerum okkar besta en getum engu lofað eins og staðan er núna, en við gerum aðra atlögu.“ Reyna að fá lúkningu Lögreglan á Íslandi hefur ekki heimildir til þess að rannsaka málið sjálf, nema að um samstarfsrannsókn sé að ræða, en í þessari seinni tilraun mun lögreglan nýta þær leiðir sem hún hefur í gegnum þetta alþjóðlegt samstarf. Skoða þurfi ýmsa þætti. „Hvað var gert? Var málið fullrannsakað? Eru einhverjar vísbendingar? Hvers vegna var því lokið? Þannig að þær upplýsingar skili sér til aðstandenda til þess að reyna að fá lúkningu málsins með einhverjum hætti.“
Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Lögreglan Lögreglumál Íslendingar erlendis Ferðalög Tengdar fréttir Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23
„Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30