Skógareldar í nágrenni Íslendingabyggða á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. ágúst 2022 20:14 Reykjarmökkurinn undan gróðureldunum sést úr töluverðri fjarlægð. Vísir/Daniel Giarizzo Skógareldur braust út í bænum Guardamar del Segura, skammt sunnan við Alicante síðdegis. Eldar loga í um tíu metra fjarlægð frá íbúðarhúsum. Upptök eldsins eru talin vera í nágrenni við kirkjugarð bæjarins sem telur um 16 þúsund íbúa, en miklu fleiri eru þar yfir sumartímann. Eldurinn ógnar þó ekki bænum sjálfum þar sem hraðbrautin er á milli elds og bæjar, en eldur logar glatt í skóginum, rétt um tíu metra frá hraðbrautinni. Þá eru nokkur íbúðarhús í örskotsfjarlægð frá eldinum, mikið til íbúðir sem erlendir ferðamenn leigja yfir sumartímann. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Brynja Hlíðar tók af vettvangi. Eldarnir sjást frá Íslendingabyggðum Guardamar del Segura er nágrannabær Torrevieja og Orihuela Costa þar sem fjölmargir Íslendingar búa og dvelja í leyfum allt árið um kring. Eldurinn sést greinilega frá Torrevieja og þá er orðið vart við brunafnyk í bænum. José Luis Sáez, bæjarstjóri Guardamar del Segura, segir í samtali við Información að til allrar guðs lukku sé vindátt hagstæð og að sem stendur þurfi ekki að rýma nein hús. Hins vegar hafi bæjarbúum brugðið illilega í brún þegar brunalykt og gríðarlega dökkan reyk fór að leggja upp í loftið. Mikill fjöldi manna hefur flykkst að síðdegis og fylgist með eldinum og slökkvistarfinu. Baráttan við eldana í sjóðandi hita Tvær sjóflugvélar og tvær þyrlur eru á flugi í nágrenni við eldana, önnur þyrlan er með vatnskörfu sem hún hellir yfir eldinn. Þá er allt tiltækt slökkvilið Guardamar og nærliggjandi bæja komið á staðinn. Gríðarlegur hiti hefur verið á svæðinu í dag, þetta er heitasti dagur sumarsins hingað til, hitinn hefur víða farið yfir 40 gráður og í sumum strandbæjum á svæðinu er þetta heitasti dagur síðan mælingar hófust. Spánn Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Upptök eldsins eru talin vera í nágrenni við kirkjugarð bæjarins sem telur um 16 þúsund íbúa, en miklu fleiri eru þar yfir sumartímann. Eldurinn ógnar þó ekki bænum sjálfum þar sem hraðbrautin er á milli elds og bæjar, en eldur logar glatt í skóginum, rétt um tíu metra frá hraðbrautinni. Þá eru nokkur íbúðarhús í örskotsfjarlægð frá eldinum, mikið til íbúðir sem erlendir ferðamenn leigja yfir sumartímann. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Brynja Hlíðar tók af vettvangi. Eldarnir sjást frá Íslendingabyggðum Guardamar del Segura er nágrannabær Torrevieja og Orihuela Costa þar sem fjölmargir Íslendingar búa og dvelja í leyfum allt árið um kring. Eldurinn sést greinilega frá Torrevieja og þá er orðið vart við brunafnyk í bænum. José Luis Sáez, bæjarstjóri Guardamar del Segura, segir í samtali við Información að til allrar guðs lukku sé vindátt hagstæð og að sem stendur þurfi ekki að rýma nein hús. Hins vegar hafi bæjarbúum brugðið illilega í brún þegar brunalykt og gríðarlega dökkan reyk fór að leggja upp í loftið. Mikill fjöldi manna hefur flykkst að síðdegis og fylgist með eldinum og slökkvistarfinu. Baráttan við eldana í sjóðandi hita Tvær sjóflugvélar og tvær þyrlur eru á flugi í nágrenni við eldana, önnur þyrlan er með vatnskörfu sem hún hellir yfir eldinn. Þá er allt tiltækt slökkvilið Guardamar og nærliggjandi bæja komið á staðinn. Gríðarlegur hiti hefur verið á svæðinu í dag, þetta er heitasti dagur sumarsins hingað til, hitinn hefur víða farið yfir 40 gráður og í sumum strandbæjum á svæðinu er þetta heitasti dagur síðan mælingar hófust.
Spánn Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira