Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2022 08:19 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Julia Nikhinson Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. Einhver hluti gagnanna var skilgreindur „Classified/TS/SCI“ en það stendur fyrir „top secret/sensitive compartmented information“ og þau gögn á eingöngu að skoða í öruggum ríkisstofnunum. Alls voru tuttugu kassar fjarlægðir frá Mar-A-Lago í Flórída eftir að húsleitin var framkvæmd. Fjölmiðlar vestanhafs hafa heimildir fyrir því að meðal gagnanna hafi verið upplýsingar um kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Þá sýnir leitarheimildin að þau innihéldu einnig upplýsingar um Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Sjá einnig: Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Gögnin sneru einnig að náðun Trumps á Roger Stone, sem var náinn vinur og ráðgjafi forsetans. Hann hafði verið dæmdur fyrir að ljúga að bandaríska þinginu, hindra framgang réttvísinnar og fyrir að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Sjá einnig: Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Að öðru leyti sýna rannsóknargögnin sem opinberuð voru í gær ekki fram á hvað hald var lagt á í Mar-A-Lago. Í skjölum vegna húsleitarinnar eru litlar upplýsingar um hvað hald var lagt á. Þar er þó gert ljóst að leynileg gögn fundust.AP/Jon Elswick Leitin byggði meðal annars á njósnalögum Leitarheimild FBI var opinberuð í gærkvöldi en þar kemur fram að hún byggði á meintum brotum á þremur lagagreinum og þar á meðal meintum brotum á njósnalögum Bandaríkjanna. Áhugasamir geta skoðað leitarheimildina og meðfylgjandi gögn hér. Enn er óljóst hvort leitin var eingöngu framkvæmd til að sækja gögnin og koma þeim í skjól eða hvort húsleitin snúi að formlegri rannsókn á forsetanum fyrrverandi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt New York Times segir að ekki sé ljóst af hverju Trump hafi ákveðið að halda þessum gögnum eftir. Hann hafi hins vegar ítrekað meðhöndlað leynileg gögn með leynd. Sjá einnig: CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Þá sagði Trump, samkvæmt NYT, nánum samstarfsmönnum sínum í fyrra að hann teldi mörg opinber gögn frá forsetatíð hans vera persónulegar eigur hans. Þar á meðal væru bréf sem hann og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu sendu sín á milli. Sjá einnig: Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Mar-A-Lago, sveitarklúbbur og heimili Trumps í Flórída.AP/Steve Helber Sakar FBI um að reyna að koma á sig sök Trump sjálfur hefur meðal annars haldið því fram að allar fregnir af því að gögn um kjarnorkuvopn séu „gabb“ og að starfsmenn FBI hafi komið þeim fyrir sjálfir til að koma á hann sök. Í yfirlýsingu í gær laug hann því einnig að Barack Obama, forveri hans, hefði tekið 33 milljónir blaðsíðna af opinberum gögnum og þar á meðal leynilegum gögnum úr Hvíta húsinu. „Barack Hussein Obama, fyrrverandi forseti, hélt 33 milljónum blaðsíðum af skjölum, margar þeirra voru trúnaðargögn,“ sagði Trump. „Hve margar þeirra sneru að kjarnorku? Sagan segir, hellingur!“ Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur sagt að það sé ekki rétt. Fjölmargir starfsmenn og bandamenn Trumps í Repúblikanaflokknum og á þingi hafa komið honum til varnar og jafnvel tekið undir ásakanir hans um pólitískar ofsóknir og að FBI hafi reynt að koma á hann sök. Segist hafa svipt leynd af gögnunum Trump gaf einnig út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist hafa svipt öll gögnin leynd og að hann hefði skilað þeim ef hann hefði verið spurður. Hann hafði þó ítrekað verið spurður og honum sagt að skila öllum opinberum gögnum, sem hann á að gera samkvæmt lögum. Opinberir starfsmenn höfðu áður farið til Mar-A-Lago og sótt þangað kassa af opinberum gögnum, þar á meðal gögnum sem voru leynileg. AP fréttaveitan segir forseta hafa vald til að svipta leynd af opinberum gögnum, en þeir missi það vald um leið og þeir yfirgefi Hvíta húsið. Þá geti valdið verið takmarkað varðandi gögnum um kjarnorkuvopn, leynilegar aðgerðir, útsendara og njósnara og gögn sem deilt er með bandamönnum. Þá er alfarið óljóst hvort Trump hafi nokkurn tímann látið svipta gögnin leynd formlega. Starfsmenn Trumps hafa sagt að forsetinn hafi verið með standandi skipun um svipta ætti leynd af öllum leynilegum gögnum sem tekin væru úr Hvíta húsinu. Enn sem komið er hafa engar upplýsingar sem benda til þess að það sé satt litið dagsins ljós. Það sem meira er, þá skiptir það ekki máli, sé litið til þeirra lagagreina í njósnalögum Bandaríkjanna sem vísað er til í leitarheimildinni. Þau meini alfarið fólki að halda eftir gögnum sem varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna og gætu skaðað Bandaríkin. Einnig er vísað til laga um að bannað sé að eyða eða fela opinber gögn til að stöðva eða hafa áhrif á rannsókn. Maggie Haberman, frá New York Times, segist hafa spurt fyrrverandi meðlim ríkisstjórnar Trumps sem hefði átt að vita af áðurnefndri standandi skipun um að svipta gögn leynd. Sá sagðist aldrei hafa heyrt um slíka skipun. Just asked a former senior administration official who would be in a position to know about such a thing and they had absolutely no idea what this report is talking about https://t.co/ucEXaHdblg— Maggie Haberman (@maggieNYT) August 13, 2022 Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Einhver hluti gagnanna var skilgreindur „Classified/TS/SCI“ en það stendur fyrir „top secret/sensitive compartmented information“ og þau gögn á eingöngu að skoða í öruggum ríkisstofnunum. Alls voru tuttugu kassar fjarlægðir frá Mar-A-Lago í Flórída eftir að húsleitin var framkvæmd. Fjölmiðlar vestanhafs hafa heimildir fyrir því að meðal gagnanna hafi verið upplýsingar um kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Þá sýnir leitarheimildin að þau innihéldu einnig upplýsingar um Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Sjá einnig: Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Gögnin sneru einnig að náðun Trumps á Roger Stone, sem var náinn vinur og ráðgjafi forsetans. Hann hafði verið dæmdur fyrir að ljúga að bandaríska þinginu, hindra framgang réttvísinnar og fyrir að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Sjá einnig: Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum Að öðru leyti sýna rannsóknargögnin sem opinberuð voru í gær ekki fram á hvað hald var lagt á í Mar-A-Lago. Í skjölum vegna húsleitarinnar eru litlar upplýsingar um hvað hald var lagt á. Þar er þó gert ljóst að leynileg gögn fundust.AP/Jon Elswick Leitin byggði meðal annars á njósnalögum Leitarheimild FBI var opinberuð í gærkvöldi en þar kemur fram að hún byggði á meintum brotum á þremur lagagreinum og þar á meðal meintum brotum á njósnalögum Bandaríkjanna. Áhugasamir geta skoðað leitarheimildina og meðfylgjandi gögn hér. Enn er óljóst hvort leitin var eingöngu framkvæmd til að sækja gögnin og koma þeim í skjól eða hvort húsleitin snúi að formlegri rannsókn á forsetanum fyrrverandi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í frétt New York Times segir að ekki sé ljóst af hverju Trump hafi ákveðið að halda þessum gögnum eftir. Hann hafi hins vegar ítrekað meðhöndlað leynileg gögn með leynd. Sjá einnig: CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Þá sagði Trump, samkvæmt NYT, nánum samstarfsmönnum sínum í fyrra að hann teldi mörg opinber gögn frá forsetatíð hans vera persónulegar eigur hans. Þar á meðal væru bréf sem hann og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu sendu sín á milli. Sjá einnig: Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Mar-A-Lago, sveitarklúbbur og heimili Trumps í Flórída.AP/Steve Helber Sakar FBI um að reyna að koma á sig sök Trump sjálfur hefur meðal annars haldið því fram að allar fregnir af því að gögn um kjarnorkuvopn séu „gabb“ og að starfsmenn FBI hafi komið þeim fyrir sjálfir til að koma á hann sök. Í yfirlýsingu í gær laug hann því einnig að Barack Obama, forveri hans, hefði tekið 33 milljónir blaðsíðna af opinberum gögnum og þar á meðal leynilegum gögnum úr Hvíta húsinu. „Barack Hussein Obama, fyrrverandi forseti, hélt 33 milljónum blaðsíðum af skjölum, margar þeirra voru trúnaðargögn,“ sagði Trump. „Hve margar þeirra sneru að kjarnorku? Sagan segir, hellingur!“ Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur sagt að það sé ekki rétt. Fjölmargir starfsmenn og bandamenn Trumps í Repúblikanaflokknum og á þingi hafa komið honum til varnar og jafnvel tekið undir ásakanir hans um pólitískar ofsóknir og að FBI hafi reynt að koma á hann sök. Segist hafa svipt leynd af gögnunum Trump gaf einnig út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist hafa svipt öll gögnin leynd og að hann hefði skilað þeim ef hann hefði verið spurður. Hann hafði þó ítrekað verið spurður og honum sagt að skila öllum opinberum gögnum, sem hann á að gera samkvæmt lögum. Opinberir starfsmenn höfðu áður farið til Mar-A-Lago og sótt þangað kassa af opinberum gögnum, þar á meðal gögnum sem voru leynileg. AP fréttaveitan segir forseta hafa vald til að svipta leynd af opinberum gögnum, en þeir missi það vald um leið og þeir yfirgefi Hvíta húsið. Þá geti valdið verið takmarkað varðandi gögnum um kjarnorkuvopn, leynilegar aðgerðir, útsendara og njósnara og gögn sem deilt er með bandamönnum. Þá er alfarið óljóst hvort Trump hafi nokkurn tímann látið svipta gögnin leynd formlega. Starfsmenn Trumps hafa sagt að forsetinn hafi verið með standandi skipun um svipta ætti leynd af öllum leynilegum gögnum sem tekin væru úr Hvíta húsinu. Enn sem komið er hafa engar upplýsingar sem benda til þess að það sé satt litið dagsins ljós. Það sem meira er, þá skiptir það ekki máli, sé litið til þeirra lagagreina í njósnalögum Bandaríkjanna sem vísað er til í leitarheimildinni. Þau meini alfarið fólki að halda eftir gögnum sem varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna og gætu skaðað Bandaríkin. Einnig er vísað til laga um að bannað sé að eyða eða fela opinber gögn til að stöðva eða hafa áhrif á rannsókn. Maggie Haberman, frá New York Times, segist hafa spurt fyrrverandi meðlim ríkisstjórnar Trumps sem hefði átt að vita af áðurnefndri standandi skipun um að svipta gögn leynd. Sá sagðist aldrei hafa heyrt um slíka skipun. Just asked a former senior administration official who would be in a position to know about such a thing and they had absolutely no idea what this report is talking about https://t.co/ucEXaHdblg— Maggie Haberman (@maggieNYT) August 13, 2022
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira