„Þetta árið eru þeir að hafa einhverjar 160 milljónir fyrir þátttöku í Evrópukeppni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. ágúst 2022 09:00 Viðar Halldórsson situr í nefnd UEFA. Vísir/Stöð 2 Góður árangur íslensku liðanna á Evrópumótunum í fótbolta í sumar hefur verulega þýðingu, ekki síst fjárhagslega, segir formaður FH, Viðar Halldórsson, sem á sæti í nefnd knattspyrnusambands Evrópu sem skipuleggur keppnina. „Ísland færist upp á svokölluðum „ranking-lista“ UEFA, sem þýðir það að þarnæsta sumar mun Ísland eiga fjögur lið í þessum Evrópukeppnum í staðinn fyrir að þetta ár og næsta eru þau eingöngu þrjú,“ sagði Viðar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við söfnum okkur inn stigum með þessum árangri liðanna núna og það er bara af hinu góða. Þau félagslið sem eru í Evrópukeppni njóta verulega góðs af því fjárhagslega og til að mynda Víkingur sem meistari, þetta árið eru þeir að hafa einhverjar 150-160 milljónir - bara fyrir þátttöku í Evrópukeppni.“ „Auðvitað er kostnaður á móti og hann kannski aldrei verið hærri en núna, en þetta er verulega góð búbót fyrir þessi félög.“ „Möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri“ Viðar segir að ekki sé fjárhagslegur munur á því hvort Ísland eigi þrjú eða fjögur félög í Evrópukeppnum fyrir þau félög sem ekki vinni sér inn sæti í slíkum keppnum. „Þetta er fyrsta árið og það munar um þetta sæti, það segir sig sjálft. En önnur félög sem eru ekki í Evrópukeppni þau eru hvorki að fá minna eða meira miðað við þrjú eða fjögur félög.“ Hann telur þó að með tilkomu Sambandsdeildarinnar megi Íslendingar búast við því að eiga fulltrúa í riðlakeppni í Evrópukeppni í komandi framtíð. „Breytingin sem varð þegar Sambandsdeildin var sett á laggirnar er í raun og veru sú að möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri. Þá erum við að tala um riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, sem á íslenskan mælikvarða þýðir verulegar upphæðir sem félögin fá fyrir að komast þar inn. Möguleikinn á því hefur aukist verulega út af stofnun þessarar keppni.“ Klippa: Viðar Halldórsson um tekjur íslenskra liða í gegnum Evrópukeppnir Að lágmarki 400 milljónir fyrir að komast í riðlakeppni Á undangengnum árum höfum við oft heyrt að lífæð íslenskra félagsliða sé í gegnum Evrópukeppnir í fótbolta og Viðar er sammála því. „Velta félaganna hér á Íslandi er ekki það há þannig að þetta hefur veruleg áhrif fyrir þau félög sem eru í Evrópukeppni.“ „Það er með þetta eins og annað að eftir því sem þú þénar meira þá eyðirðu meira. Og svo er það spurning hvenær þú ert að eyða rétt. En við erum að tala um að lágmarki einhverjar 400 milljónir fyrir það að vera í riðlakeppni. Auðvitað er kostnaður á móti en það er ekkert sem skiptir þannig máli. Þetta eru verulegar upphæðir á íslenskan mælikvarða.“ Segir tekjurnar hafa allt að fimmfaldast á undanförnum 15 árum Frá stofnun Meistaradeildar Evrópu fyrir 30 árum hefur hún stækkað jafnt og þétt og fleiri lið fengið að taka þátt. Það hefur þýtt auknar tekjur fyrir knattspyrnusamböndin í Evrópu og þar eru gríðarlegir fjármunir í húfi. „Já, það er náttúrulega þannig að tekjur hér og tekjur fyrir KSÍ hafa aukist verulega á undanförnum árum. Það skýrist mest á tekjum frá UEFA,“ sagði Viðar. „Ef maður horfir 15 ár aftur í tímann og til dagsins í dag þá hafa þessar tekjur kannski fjórfaldast eða fimmfaldast og það er af stærstum hluta út af verulegri tekjuaukningu í Meistaradeildinni í gegnum árin. Það er það sem hefur verið að koma þessum peningum inn í knattspyurnuhreyfinguna og þá hafa allir notið góðs af - félögin og knattspyrnusamböndin - og þar af leiðandi þeir sem eru í kringum þetta.“ Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KSÍ Víkingur Reykjavík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
„Ísland færist upp á svokölluðum „ranking-lista“ UEFA, sem þýðir það að þarnæsta sumar mun Ísland eiga fjögur lið í þessum Evrópukeppnum í staðinn fyrir að þetta ár og næsta eru þau eingöngu þrjú,“ sagði Viðar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við söfnum okkur inn stigum með þessum árangri liðanna núna og það er bara af hinu góða. Þau félagslið sem eru í Evrópukeppni njóta verulega góðs af því fjárhagslega og til að mynda Víkingur sem meistari, þetta árið eru þeir að hafa einhverjar 150-160 milljónir - bara fyrir þátttöku í Evrópukeppni.“ „Auðvitað er kostnaður á móti og hann kannski aldrei verið hærri en núna, en þetta er verulega góð búbót fyrir þessi félög.“ „Möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri“ Viðar segir að ekki sé fjárhagslegur munur á því hvort Ísland eigi þrjú eða fjögur félög í Evrópukeppnum fyrir þau félög sem ekki vinni sér inn sæti í slíkum keppnum. „Þetta er fyrsta árið og það munar um þetta sæti, það segir sig sjálft. En önnur félög sem eru ekki í Evrópukeppni þau eru hvorki að fá minna eða meira miðað við þrjú eða fjögur félög.“ Hann telur þó að með tilkomu Sambandsdeildarinnar megi Íslendingar búast við því að eiga fulltrúa í riðlakeppni í Evrópukeppni í komandi framtíð. „Breytingin sem varð þegar Sambandsdeildin var sett á laggirnar er í raun og veru sú að möguleiki íslenskra liða og minni þjóða að komast í riðlakeppni er mun meiri. Þá erum við að tala um riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, sem á íslenskan mælikvarða þýðir verulegar upphæðir sem félögin fá fyrir að komast þar inn. Möguleikinn á því hefur aukist verulega út af stofnun þessarar keppni.“ Klippa: Viðar Halldórsson um tekjur íslenskra liða í gegnum Evrópukeppnir Að lágmarki 400 milljónir fyrir að komast í riðlakeppni Á undangengnum árum höfum við oft heyrt að lífæð íslenskra félagsliða sé í gegnum Evrópukeppnir í fótbolta og Viðar er sammála því. „Velta félaganna hér á Íslandi er ekki það há þannig að þetta hefur veruleg áhrif fyrir þau félög sem eru í Evrópukeppni.“ „Það er með þetta eins og annað að eftir því sem þú þénar meira þá eyðirðu meira. Og svo er það spurning hvenær þú ert að eyða rétt. En við erum að tala um að lágmarki einhverjar 400 milljónir fyrir það að vera í riðlakeppni. Auðvitað er kostnaður á móti en það er ekkert sem skiptir þannig máli. Þetta eru verulegar upphæðir á íslenskan mælikvarða.“ Segir tekjurnar hafa allt að fimmfaldast á undanförnum 15 árum Frá stofnun Meistaradeildar Evrópu fyrir 30 árum hefur hún stækkað jafnt og þétt og fleiri lið fengið að taka þátt. Það hefur þýtt auknar tekjur fyrir knattspyrnusamböndin í Evrópu og þar eru gríðarlegir fjármunir í húfi. „Já, það er náttúrulega þannig að tekjur hér og tekjur fyrir KSÍ hafa aukist verulega á undanförnum árum. Það skýrist mest á tekjum frá UEFA,“ sagði Viðar. „Ef maður horfir 15 ár aftur í tímann og til dagsins í dag þá hafa þessar tekjur kannski fjórfaldast eða fimmfaldast og það er af stærstum hluta út af verulegri tekjuaukningu í Meistaradeildinni í gegnum árin. Það er það sem hefur verið að koma þessum peningum inn í knattspyurnuhreyfinguna og þá hafa allir notið góðs af - félögin og knattspyrnusamböndin - og þar af leiðandi þeir sem eru í kringum þetta.“
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KSÍ Víkingur Reykjavík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira