Færast nær fyrsta geimskoti Starship Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2022 16:33 Booster 7 og Ship 24 á tilraunapöllum í Texas á þriðjudaginn. SpaceX Starfsmenn geimferðafyrirtækisins SpaceX náðu nýjum áfanga í Texas í vikunni þegar tilraunir voru gerðar með Starship-geimfarið. Kveikt var á hreyflum fyrra og seinna stigs Starship en þetta var í fyrsta sinn sem tilraunir eru gerðar með fyrra stigið, sem kallast Super Heavy. Fyrra stig Starship á að vera búið 33 Raptor eldflaugarhreyflum en í þessari tilraun var einungis kveikt á einnig. Síðar á þriðjudaginn var kveikt á tveimur hreyflum á seinna stiginu. Þetta var sömuleiðis í fyrsta sinn sem SpaceX kveikir á nýjustu kynslóð Raptor-eldflaugarhreyflanna með þá fasta á eldflaug. Starship B7 static fire pic.twitter.com/taBpsd9LSV— Elon Musk (@elonmusk) August 11, 2022 Í frétt Ars Techinca segir að markmiðið með tilraununum hafi verið að kanna eldsneytisleiðslur hreyflanna og að um nokkuð stórt skref sé að ræða. Mögulega gætu þetta verið þeir hlutar geimfarsins og eldflaugarinnar sem verða notaðir í fyrsta geimskotinu seinna á árinu. Static fire test of two Raptor engines on Starship 24 pic.twitter.com/NNpViztphI— SpaceX (@SpaceX) August 10, 2022 Starfsmenn SpaceX kalla fyrra stigið Booster 7 og seinna stigið Ship 24. Það er til marks um að fyrra stigið er sjöunda frumgerð fyrirtækisins og seinna stigið frumgerð 24. Margar frumgerðir Starship hafa sprungið í loft upp í Texas, þar sem SpaceX vinnur að þróun Starship. SpaceX hefur þó ekki enn skotið Super Heavy eldflaug á loft. Eins og áður segir, stendur það til seinna á þessu ári. Sjá einnig: Fá grænt ljós á frekari geimskot frá Texas Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur áður sagt að Starship eigi í raun að vera eins og flugvélar. Hægt verði að stíga um borð í geimfar hér á Íslandi og lenda svo í Japan skömmu seinna. Þar eigi einungis að þurfa að dæla eldsneyti á geimfarið og fljúga því eitthvað annað. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur samið við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu með Starship-geimfari. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Næstu skref hjá starfsmönnum SpaceX er að prufukeyra fleiri hreyfla í einu og að endingu alla 33 á Super Heavy. Ekki verður hægt að skjóta Starship út í geim fyrr en það hefur verið gert. SpaceX Geimurinn Tækni Artemis-áætlunin Bandaríkin Tengdar fréttir Styttist í fyrstu tunglferðina Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka. 9. ágúst 2022 13:11 Tapa allt að fjörutíu nýjum gervihnöttum vegna segulstorms Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX tilkynntu í gær að útlit sé fyrir að allt að fjörutíu nýir Starlink-gervihnettir munu tapast vegna segulstorms. Gervihnettirnir munu brenna upp í gufuhvolfinu. 9. febrúar 2022 22:10 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Fyrra stig Starship á að vera búið 33 Raptor eldflaugarhreyflum en í þessari tilraun var einungis kveikt á einnig. Síðar á þriðjudaginn var kveikt á tveimur hreyflum á seinna stiginu. Þetta var sömuleiðis í fyrsta sinn sem SpaceX kveikir á nýjustu kynslóð Raptor-eldflaugarhreyflanna með þá fasta á eldflaug. Starship B7 static fire pic.twitter.com/taBpsd9LSV— Elon Musk (@elonmusk) August 11, 2022 Í frétt Ars Techinca segir að markmiðið með tilraununum hafi verið að kanna eldsneytisleiðslur hreyflanna og að um nokkuð stórt skref sé að ræða. Mögulega gætu þetta verið þeir hlutar geimfarsins og eldflaugarinnar sem verða notaðir í fyrsta geimskotinu seinna á árinu. Static fire test of two Raptor engines on Starship 24 pic.twitter.com/NNpViztphI— SpaceX (@SpaceX) August 10, 2022 Starfsmenn SpaceX kalla fyrra stigið Booster 7 og seinna stigið Ship 24. Það er til marks um að fyrra stigið er sjöunda frumgerð fyrirtækisins og seinna stigið frumgerð 24. Margar frumgerðir Starship hafa sprungið í loft upp í Texas, þar sem SpaceX vinnur að þróun Starship. SpaceX hefur þó ekki enn skotið Super Heavy eldflaug á loft. Eins og áður segir, stendur það til seinna á þessu ári. Sjá einnig: Fá grænt ljós á frekari geimskot frá Texas Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð mjög hratt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Elon Musk, eigandi SpaceX hefur áður sagt að Starship eigi í raun að vera eins og flugvélar. Hægt verði að stíga um borð í geimfar hér á Íslandi og lenda svo í Japan skömmu seinna. Þar eigi einungis að þurfa að dæla eldsneyti á geimfarið og fljúga því eitthvað annað. Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur samið við SpaceX um að lenda geimförum á tunglinu með Starship-geimfari. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Næstu skref hjá starfsmönnum SpaceX er að prufukeyra fleiri hreyfla í einu og að endingu alla 33 á Super Heavy. Ekki verður hægt að skjóta Starship út í geim fyrr en það hefur verið gert.
SpaceX Geimurinn Tækni Artemis-áætlunin Bandaríkin Tengdar fréttir Styttist í fyrstu tunglferðina Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka. 9. ágúst 2022 13:11 Tapa allt að fjörutíu nýjum gervihnöttum vegna segulstorms Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX tilkynntu í gær að útlit sé fyrir að allt að fjörutíu nýir Starlink-gervihnettir munu tapast vegna segulstorms. Gervihnettirnir munu brenna upp í gufuhvolfinu. 9. febrúar 2022 22:10 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Styttist í fyrstu tunglferðina Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka. 9. ágúst 2022 13:11
Tapa allt að fjörutíu nýjum gervihnöttum vegna segulstorms Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX tilkynntu í gær að útlit sé fyrir að allt að fjörutíu nýir Starlink-gervihnettir munu tapast vegna segulstorms. Gervihnettirnir munu brenna upp í gufuhvolfinu. 9. febrúar 2022 22:10
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01
Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53